Mótmæltu niðurskurði með spurningamerkjum Haukur Viðar Alfreðsson og Svavar Hávarðsson skrifar 5. desember 2013 11:15 Vísindamenn mótmæla niðurskurði til samkeppnissjóða á sviði rannsókna og nýsköpunar. mynd/gva Ungir vísindamenn risu úr sætum sínum á Rannsóknarþingi Rannís í morgun og héldu uppi blöðum með spurningamerkjum. Þetta gerðu þeir til þess að mótmæla niðurskurði til samkeppnissjóða á sviði rannsókna og nýsköpunar, eftir að Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra hafði flutt ávarp við upphaf fundarins. Alls voru blöðin fjörutíu, en þau táknuðu þau störf sem hverfa vegna niðurskurðarins. Einn fundargesta segir „áþreifanlega spennu“ hafa verið á fundinum og að gríðarleg óánægja fundargestanna fjörutíu hafi verið augljós. „Við erum að benda á að verði af niðurskurði eins og hann birtist í fjárlögum þá munu yfir 40 störf ungra vísindamanna hverfa úr vísindasamfélaginu á næsta ári. Það er í hrópandi ósamræmi við þá stefnu sem var lögð fram hér á fundinum,“segir Erna Magnúsdóttir, forsprakki hóps doktorsnema og nýdoktora frá Háskóla Íslands, Háskólanum í Reykjavík og Reykjavíkurakademíunni sem fjölmenntu á Rannsóknaþing Rannís þar sem ný stefna Vísinda- og tækniráðs 2013-2016 var kynnt. „Ég hef alltaf átt þann draum að fara út í heim í doktorsnám og koma svo hingað heim til að miðla minni þekkingu og reynslu. En svo fullorðnast maður og gerir sér grein fyrir að það verður sennilega aldrei af því,” segir Ástríður Ólafsdóttir, sem hyggur á brottför í frekara nám til Sviss. Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Fleiri fréttir Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Sjá meira
Ungir vísindamenn risu úr sætum sínum á Rannsóknarþingi Rannís í morgun og héldu uppi blöðum með spurningamerkjum. Þetta gerðu þeir til þess að mótmæla niðurskurði til samkeppnissjóða á sviði rannsókna og nýsköpunar, eftir að Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra hafði flutt ávarp við upphaf fundarins. Alls voru blöðin fjörutíu, en þau táknuðu þau störf sem hverfa vegna niðurskurðarins. Einn fundargesta segir „áþreifanlega spennu“ hafa verið á fundinum og að gríðarleg óánægja fundargestanna fjörutíu hafi verið augljós. „Við erum að benda á að verði af niðurskurði eins og hann birtist í fjárlögum þá munu yfir 40 störf ungra vísindamanna hverfa úr vísindasamfélaginu á næsta ári. Það er í hrópandi ósamræmi við þá stefnu sem var lögð fram hér á fundinum,“segir Erna Magnúsdóttir, forsprakki hóps doktorsnema og nýdoktora frá Háskóla Íslands, Háskólanum í Reykjavík og Reykjavíkurakademíunni sem fjölmenntu á Rannsóknaþing Rannís þar sem ný stefna Vísinda- og tækniráðs 2013-2016 var kynnt. „Ég hef alltaf átt þann draum að fara út í heim í doktorsnám og koma svo hingað heim til að miðla minni þekkingu og reynslu. En svo fullorðnast maður og gerir sér grein fyrir að það verður sennilega aldrei af því,” segir Ástríður Ólafsdóttir, sem hyggur á brottför í frekara nám til Sviss.
Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Fleiri fréttir Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Sjá meira