Heilluð af fangelsum Álfrún Pálsdóttir skrifar 1. febrúar 2013 08:00 Þóra Tómasdóttir og Arnar Ásgeirsson fjalla um sköpun fanga í útvarpsþættinum Inni en Bárður R. Jónsson er gestur fyrsta þáttarins. fRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN „Ég hef alltaf verið mjög heilluð af fangelsum," segir Þóra Tómasdóttir, ritstjóri tímaritsins Nýs lífs og umsjónarmaður útvarpsþáttanna Inni ásamt myndlistarmanninum Arnari Ásgeirssyni. Þættirnir Inni fjalla um þá sköpun sem hefur átt sér stað í íslenskum fangelsum gegnum tíðina og vekja þeir athygli á því hvernig fangarnir hafa tjáð sig í listformi á meðan þeir sitja inni. „Við tökum afbrotin og glæpina til hliðar og ræðum um ástandið að vera innilokaður og þörfina fyrir að skapa eitthvað. Það hefur alltaf verið sköpun í fangelsum þó að við höfum kannski lítið vitað af því." Í fyrsta þættinum, sem er í dag klukkan 13, er greint frá sögu Bárðar R. Jónssonar, þýðanda Ríkissjónvarpsins. Hann sat inni á Litla-Hrauni fyrir þrjátíu árum og strauk. Það var upphafið að betrun Bárðar en er hann náðist aftur, eftir nokkurra daga sukk í Reykjavík, var hann settur í einangrun. „Þar gerði hann merkilega uppgötvun og ákvað að snúa við blaðinu. Hann bað um að fá að afplána restina af dómnum í einangrun og fékk þar með næði til að skrifa og skapa. Hann hefur verið edrú í mörg ár og kemur í þáttinn með muni og ljóð sem hann gerði er hann sat inni." Einnig verður fjallað um hljómsveitina Fjötra frá Litla-Hrauni, sem var mynduð í fangelsinu á níunda áratuginum af meðal annars Rúnari Þór Péturssyni tónlistarmanni og Sævari Ciesielski, og verður hlustað á plötu þeirra Rimlarokk. „Í formála plötunnar kemur þessi setning fram „listin dafnar aldrei betur en í einrúmi" en hún fangar hinn rauða þráð þáttanna." Menning Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
„Ég hef alltaf verið mjög heilluð af fangelsum," segir Þóra Tómasdóttir, ritstjóri tímaritsins Nýs lífs og umsjónarmaður útvarpsþáttanna Inni ásamt myndlistarmanninum Arnari Ásgeirssyni. Þættirnir Inni fjalla um þá sköpun sem hefur átt sér stað í íslenskum fangelsum gegnum tíðina og vekja þeir athygli á því hvernig fangarnir hafa tjáð sig í listformi á meðan þeir sitja inni. „Við tökum afbrotin og glæpina til hliðar og ræðum um ástandið að vera innilokaður og þörfina fyrir að skapa eitthvað. Það hefur alltaf verið sköpun í fangelsum þó að við höfum kannski lítið vitað af því." Í fyrsta þættinum, sem er í dag klukkan 13, er greint frá sögu Bárðar R. Jónssonar, þýðanda Ríkissjónvarpsins. Hann sat inni á Litla-Hrauni fyrir þrjátíu árum og strauk. Það var upphafið að betrun Bárðar en er hann náðist aftur, eftir nokkurra daga sukk í Reykjavík, var hann settur í einangrun. „Þar gerði hann merkilega uppgötvun og ákvað að snúa við blaðinu. Hann bað um að fá að afplána restina af dómnum í einangrun og fékk þar með næði til að skrifa og skapa. Hann hefur verið edrú í mörg ár og kemur í þáttinn með muni og ljóð sem hann gerði er hann sat inni." Einnig verður fjallað um hljómsveitina Fjötra frá Litla-Hrauni, sem var mynduð í fangelsinu á níunda áratuginum af meðal annars Rúnari Þór Péturssyni tónlistarmanni og Sævari Ciesielski, og verður hlustað á plötu þeirra Rimlarokk. „Í formála plötunnar kemur þessi setning fram „listin dafnar aldrei betur en í einrúmi" en hún fangar hinn rauða þráð þáttanna."
Menning Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira