Framsóknarflokkur næststærstur - 45 prósent tóku ekki afstöðu Karen Kjartansdóttir skrifar 1. febrúar 2013 18:30 Framsóknarflokkurinn er næststærsti flokkur landsins og fengi tuttugu og eitt prósent atkvæða ef gengið yrði til kosninga í dag. Sjálfstæðisflokkurinn mælist enn stærstur en tapar einum sjötta af fylgi sínu frá því í síðustu könnun fyrir tveimur vikum. Við könnunina, sem framkvæmd var á miðvikudag af 365 fyrir Stöð 2 og Fréttablaðið, var notuð ný aðferðarfræði við útreikningana en tilgangurinn með henni er að að leiðrétta skekkjur sem fjöldi óákveðinna veldur. Samkvæmt henni mælist nú Sjálfstæðisflokkurinn með 32 prósenta fylgi og missir því tæplega sex prósenta fylgi frá því í fyrri könnun ef miðað er við nýja aðferðafræði. En samkvæmt henni mældist flokkurinn með nær 38 prósenta fylgi fyrir tveimur vikum og missir hann því nær sex prósent fylgis síns. Stóru tíðindi könnunarinnar eru eflaust þau að Framsóknarflokkurinn mælist nú með 21 prósents fylgi og er orðinn næststærstur flokka. Fyrir tveimur vikum mældist hann með tæp þrettán prósent og bætir hann því við sig um átta prósentum. Björt framtíð er samkvæmt þessu þriðja stærsta stjórnmálaafl landsins og mælist með rúm sextán prósent og bætir því tveimur prósentum við sig milli kannana.Fylgi Samfylkingarinnar hrynur. Flokkurinn mælist nú með 12 prósenta fylgi en var með um 20 í síðustu könnun og missir því um átta prósent stuðningsins. Samfylkingin mælist því með álíka mikið fylgi og Vinstri grænir sem njóta nú stuðnings rúmlega 11 prósenta svarenda sem er fjórum prósentum meiri stuðningur en var fyrir tveimur vikum. Aðrar stjórnmálahreyfingar ná ekki fimm prósenta fylgi en samanlagt er fylgi þeirra um 7 prósent af því eiga njóta hægri grænir rúmlega fjögurra prósenta. Samkvæmt þessu mun Björt framtíð fá 12 menn. Framsóknarflokkurinn kom 9 mönnum inn á þing í síðustu kosningum en myndi fá 14 menn ef gengið yrði til kosninga í dag. Sjálfstæðisflokkur fékk 16 menn í síðustu kosningum en fengi 21 nú. Borgarahreyfingin kom 4 mönnum inn í síðustu kosningu en þær stjórnmálahreyfingar sem hafa myndast út frá henni koma engum. Samfylkingin fékk 20 þingmenn í síðustu kosningum en fengi aðeins 8 ef kosið væri í dag. Vinstri grænir fengu 14 menn fyrir fjórum árum en fengju 8 í dag. 800 manns voru spurðir. 45 prósent neituðu að gefa upp afstöðu sína til flokka. Tekin hefur verið upp ný aðferð við að reikna út niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2 á fylgi flokkanna til að leiðrétta skekkju sem orðið hefur á niðurstöðunum vegna þess hversu hátt hlutfall þeirra sem hringt er í segjast óákveðnir.Áfram eru þeir sem segjast óákveðnir spurðir í tvígang til viðbótar til að reyna að fá þá til að taka afstöðu. Fyrst eru þeir spurðir hvaða flokk þeir séu líklegir til að kjósa, og að lokum hvort þeir séu líklegri til að kjósa Sjálfstæðisflokkinn eða annan flokk. Þessi aðferðafræði var hönnuð af sérfræðingum við Háskóla Íslands, og er síðasta spurningin beinlínis hönnuð til að draga úr ofmati á fylgi Sjálfstæðisflokksins í könnunum. Ofmatið er til komið þannig að stuðningsmenn flokksins virðast almennt ákveðnari en þeir sem kjósa aðra flokka, og tilbúnari til að gefa upp afstöðu sína. Þeir sem segjast óákveðnir í fyrstu spurningu, en gefa upp afstöðu í þeirri næstu eru mun líklegri til að kjósa aðra flokka en Sjálfstæðisflokkinn. Þegar spurningarnar hafa verið reiknaðar saman er reiknað með því að þeir sem enn segjast óákveðnir muni þegar til kosninga kemur kjósa flokka í sömu hlutföllum og þeir sem gáfu upp afstöðu. Með öðrum orðum er bara reiknað með þeim sem tóku afstöðu til einhverra flokka. Kosningar 2013 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Framsóknarflokkurinn er næststærsti flokkur landsins og fengi tuttugu og eitt prósent atkvæða ef gengið yrði til kosninga í dag. Sjálfstæðisflokkurinn mælist enn stærstur en tapar einum sjötta af fylgi sínu frá því í síðustu könnun fyrir tveimur vikum. Við könnunina, sem framkvæmd var á miðvikudag af 365 fyrir Stöð 2 og Fréttablaðið, var notuð ný aðferðarfræði við útreikningana en tilgangurinn með henni er að að leiðrétta skekkjur sem fjöldi óákveðinna veldur. Samkvæmt henni mælist nú Sjálfstæðisflokkurinn með 32 prósenta fylgi og missir því tæplega sex prósenta fylgi frá því í fyrri könnun ef miðað er við nýja aðferðafræði. En samkvæmt henni mældist flokkurinn með nær 38 prósenta fylgi fyrir tveimur vikum og missir hann því nær sex prósent fylgis síns. Stóru tíðindi könnunarinnar eru eflaust þau að Framsóknarflokkurinn mælist nú með 21 prósents fylgi og er orðinn næststærstur flokka. Fyrir tveimur vikum mældist hann með tæp þrettán prósent og bætir hann því við sig um átta prósentum. Björt framtíð er samkvæmt þessu þriðja stærsta stjórnmálaafl landsins og mælist með rúm sextán prósent og bætir því tveimur prósentum við sig milli kannana.Fylgi Samfylkingarinnar hrynur. Flokkurinn mælist nú með 12 prósenta fylgi en var með um 20 í síðustu könnun og missir því um átta prósent stuðningsins. Samfylkingin mælist því með álíka mikið fylgi og Vinstri grænir sem njóta nú stuðnings rúmlega 11 prósenta svarenda sem er fjórum prósentum meiri stuðningur en var fyrir tveimur vikum. Aðrar stjórnmálahreyfingar ná ekki fimm prósenta fylgi en samanlagt er fylgi þeirra um 7 prósent af því eiga njóta hægri grænir rúmlega fjögurra prósenta. Samkvæmt þessu mun Björt framtíð fá 12 menn. Framsóknarflokkurinn kom 9 mönnum inn á þing í síðustu kosningum en myndi fá 14 menn ef gengið yrði til kosninga í dag. Sjálfstæðisflokkur fékk 16 menn í síðustu kosningum en fengi 21 nú. Borgarahreyfingin kom 4 mönnum inn í síðustu kosningu en þær stjórnmálahreyfingar sem hafa myndast út frá henni koma engum. Samfylkingin fékk 20 þingmenn í síðustu kosningum en fengi aðeins 8 ef kosið væri í dag. Vinstri grænir fengu 14 menn fyrir fjórum árum en fengju 8 í dag. 800 manns voru spurðir. 45 prósent neituðu að gefa upp afstöðu sína til flokka. Tekin hefur verið upp ný aðferð við að reikna út niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2 á fylgi flokkanna til að leiðrétta skekkju sem orðið hefur á niðurstöðunum vegna þess hversu hátt hlutfall þeirra sem hringt er í segjast óákveðnir.Áfram eru þeir sem segjast óákveðnir spurðir í tvígang til viðbótar til að reyna að fá þá til að taka afstöðu. Fyrst eru þeir spurðir hvaða flokk þeir séu líklegir til að kjósa, og að lokum hvort þeir séu líklegri til að kjósa Sjálfstæðisflokkinn eða annan flokk. Þessi aðferðafræði var hönnuð af sérfræðingum við Háskóla Íslands, og er síðasta spurningin beinlínis hönnuð til að draga úr ofmati á fylgi Sjálfstæðisflokksins í könnunum. Ofmatið er til komið þannig að stuðningsmenn flokksins virðast almennt ákveðnari en þeir sem kjósa aðra flokka, og tilbúnari til að gefa upp afstöðu sína. Þeir sem segjast óákveðnir í fyrstu spurningu, en gefa upp afstöðu í þeirri næstu eru mun líklegri til að kjósa aðra flokka en Sjálfstæðisflokkinn. Þegar spurningarnar hafa verið reiknaðar saman er reiknað með því að þeir sem enn segjast óákveðnir muni þegar til kosninga kemur kjósa flokka í sömu hlutföllum og þeir sem gáfu upp afstöðu. Með öðrum orðum er bara reiknað með þeim sem tóku afstöðu til einhverra flokka.
Kosningar 2013 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira