Bjartsýn þrátt fyrir kannanir Karen Kjartansdóttir skrifar 9. apríl 2013 19:00 Börn eiga að fá gjaldfrjálsar tannlækningar og leigjendur jafn góðan stuðning og þeir sem kaupa. Þessi loforð eru meðal þeirra sem Samfylkingarfólk gaf við opnun kosningaskrifstofu flokksins í dag. Formennirnir segjast hvergi bangnir þótt kannanir gefi ef til vill lítið tilefni til bjartsýni. Ríkið greiðir 90 milljarða í vexti á ári. Ef lánin væru greidd niður væri hægt að nota peningana í velferð. Þetta var meðal þess sem kom fram í máli formannana. En kannanir sýna að það kosningamál sem kjósendur leggja áherslu á eru skuldir heimilanna hvað á að gera í þeim? „Hvað skuldamálin sérstaklega varðar leggjum við áherslu á að mæta sérstaklega þeim hópum sem fóru verst og keyptu íbúð rétt fyrir hrun og að tryggja jafnræði þeirra sem lentu í vanda og hafa ekki notið fulls jafnræðis, fólk hefur verið að fá ólíka úrslausn mála eftir því hvað það skuldaði til dæmis," segir Árni Páll Árnason formaður flokksins. Árni segir að einnig þurfi að bæta húsnæðislánakerfið en einnig sé mikilvægt að gefa fólk valkost með öflugum leigumarkaði. „Hjá okkur helst í hendur vinna og velferð. Við viljum kröftugt atvinnulíf sem skilar miklum arði svo við getum haldið úti öflugri velferð. Það er hin norræna leið." En er ekki erfitt að vera að ræða um velferð núna eftir nokkurra ára niðurskurð. „Nei okkur hefur tekist að ná að standa vörð um velferðina á þessum erfiðu tímum." En fylgið hefur minnkað og virðist Katrín Júlíusdóttir varaformaður jafnvel eiga hættu á að detta út af þingi. Óttast formennirnir að áhersla þeirra á Evrópumál í miðri Evrukrísu sé að gera þeim erfitt fyrir. „Ég tel þetta eitt af okkar stærstu málum því umræðan um aðild að Evrópusambandinu snýst um það að við viljum örugga framtíð. Við viljum framtíð sem býður upp á stöðugleika. Framtíð þar sem við vitum sirkabát hvað kostar að kaupa í matinn og þar sem eru ekki stöðugar kollsteypur." Kosningar 2013 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Börn eiga að fá gjaldfrjálsar tannlækningar og leigjendur jafn góðan stuðning og þeir sem kaupa. Þessi loforð eru meðal þeirra sem Samfylkingarfólk gaf við opnun kosningaskrifstofu flokksins í dag. Formennirnir segjast hvergi bangnir þótt kannanir gefi ef til vill lítið tilefni til bjartsýni. Ríkið greiðir 90 milljarða í vexti á ári. Ef lánin væru greidd niður væri hægt að nota peningana í velferð. Þetta var meðal þess sem kom fram í máli formannana. En kannanir sýna að það kosningamál sem kjósendur leggja áherslu á eru skuldir heimilanna hvað á að gera í þeim? „Hvað skuldamálin sérstaklega varðar leggjum við áherslu á að mæta sérstaklega þeim hópum sem fóru verst og keyptu íbúð rétt fyrir hrun og að tryggja jafnræði þeirra sem lentu í vanda og hafa ekki notið fulls jafnræðis, fólk hefur verið að fá ólíka úrslausn mála eftir því hvað það skuldaði til dæmis," segir Árni Páll Árnason formaður flokksins. Árni segir að einnig þurfi að bæta húsnæðislánakerfið en einnig sé mikilvægt að gefa fólk valkost með öflugum leigumarkaði. „Hjá okkur helst í hendur vinna og velferð. Við viljum kröftugt atvinnulíf sem skilar miklum arði svo við getum haldið úti öflugri velferð. Það er hin norræna leið." En er ekki erfitt að vera að ræða um velferð núna eftir nokkurra ára niðurskurð. „Nei okkur hefur tekist að ná að standa vörð um velferðina á þessum erfiðu tímum." En fylgið hefur minnkað og virðist Katrín Júlíusdóttir varaformaður jafnvel eiga hættu á að detta út af þingi. Óttast formennirnir að áhersla þeirra á Evrópumál í miðri Evrukrísu sé að gera þeim erfitt fyrir. „Ég tel þetta eitt af okkar stærstu málum því umræðan um aðild að Evrópusambandinu snýst um það að við viljum örugga framtíð. Við viljum framtíð sem býður upp á stöðugleika. Framtíð þar sem við vitum sirkabát hvað kostar að kaupa í matinn og þar sem eru ekki stöðugar kollsteypur."
Kosningar 2013 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira