Máni skorar á Vigdísi Hauks að mæta á Xmas 17. desember 2013 09:00 Pétur Ben segir Loft hafa verið afar svalan og man vel eftir honum úr Garðabænum. „Ég horfði aftur og aftur á myndband sem gert var til minningar um Loft þangað til að lagið varð til,“ segir tónlistarmaðurinn Pétur Ben. Hann hefur gefið út lagið The Kings of the Underpass sem fjallar um Loft Gunnarsson sem var heimilislaus og lést í janúar 2012. Lagið varð til þegar Pétur horfði á myndband Frosta Runólfssonar til minningar um Loft. „Ég slökkti á hljóðinu, þrátt fyrir að lagið við myndbandið sé ákaflega fallegt. Ég horfði á myndbandið án hljóðs. Ég hef örugglega spilað það nokkur hundruð sinnum áður en ég kláraði lagið,“ útskýrir Pétur. Pétur er úr Garðabænum, eins og Loftur var og man eftir Lofti á þeirra yngri árum.Pétur Ben horfði á myndband sem gert var til minningar um Loft, á meðan hann samdi lagið, sem þykir afar smekklega gert.„Ég þekkti hann ekki beint. En ég man vel eftir honum. Hann var ótrúlega svalur strákur. Ég man eftir honum í undirgöngunum sem ég syng um í laginu, á hjólabretti.“ Pétur mun flytja lagið á jólatónleikum X-ins 977, en lagið er nýkomið í spilun á útvarpsstöðinni. „Mér er það bæði skylt og ljúft að koma fram á þessum tónleikum. Þetta er sú útvarpsstöð sem hefur spilað lögin mín mest og þetta er málefni sem skiptir mig miklu máli,“ segir Pétur. Þorkell Máni Pétursson, útvarpsstjóri X-ins, tekur undir þau orð Péturs.Þorkell Máni Pétsson skorar á Vigdísi Hauksdóttur að mæta á tónleikana. Máni og Frosti hafa staðið við bakið á minningarsjóði Lofts.„Þetta er málefni sem allir eiga að geta stutt. Ég skora hér með opinberlega á Vigdísi Hauksdóttur að mæta á tónleikana. Hún hefur talað fyrir því að skera niður þróunaraðstoð úti í heimi og vill einbeita sér að Íslendingum. Hún hlýtur því að mæta. Við hljótum öll að geta stutt heimilislausa, þetta á ekki að geta gerst á Íslandi að einhver sé heimilislaus.“ Allur ágóði þessara árlegu tónleika mun renna í minningarsjóð Lofts Gunnarssonar, en sjóðurinn hefur það að markmiði að bæta aðbúnað heimilislausra hér á landi. Félagarnir í Harmageddon, þeir Máni og Frosti Logason, hafa stutt við málefnið og eru ánægðir með lagið hans Pétturs. „Við elskum þetta lag. Hugmyndavinna við myndbandið er komin af stað. Lagið hefur fengið frábærar undirtektir hérna á X-inu,“ útskýrir Máni. Tónleikarnir fara fram á föstudaginn í Austurbæ. „Miðaverðinu er stillt í hóf, fólk borgar undir tvö hundruð krónur fyrir hverja hljómsveit sem kemur fram. Þetta verða magnaðir tónleikar. Reyndar hryggir það einhverja að þetta séu síðustu tónleikar X-ins sem Ómar Ómar útvarpsmaður X-ins er með okkur. Hann er að hætta hjá okkur og gengur til liðs við Stórveldið,“ segir Máni. Tónleikarnir bera titilinn Xmas og munu Leaves, Grísalappalísa, Drangar, Mammút, Kaleo, Ojbarasta, Þröstur upp á Heiðar, 1860, Vök og Skepna koma fram, ásamt Pétri Ben. Miðasala er hafin á vefsíðunni midi.is. Mest lesið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Fleiri fréttir Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Sjá meira
„Ég horfði aftur og aftur á myndband sem gert var til minningar um Loft þangað til að lagið varð til,“ segir tónlistarmaðurinn Pétur Ben. Hann hefur gefið út lagið The Kings of the Underpass sem fjallar um Loft Gunnarsson sem var heimilislaus og lést í janúar 2012. Lagið varð til þegar Pétur horfði á myndband Frosta Runólfssonar til minningar um Loft. „Ég slökkti á hljóðinu, þrátt fyrir að lagið við myndbandið sé ákaflega fallegt. Ég horfði á myndbandið án hljóðs. Ég hef örugglega spilað það nokkur hundruð sinnum áður en ég kláraði lagið,“ útskýrir Pétur. Pétur er úr Garðabænum, eins og Loftur var og man eftir Lofti á þeirra yngri árum.Pétur Ben horfði á myndband sem gert var til minningar um Loft, á meðan hann samdi lagið, sem þykir afar smekklega gert.„Ég þekkti hann ekki beint. En ég man vel eftir honum. Hann var ótrúlega svalur strákur. Ég man eftir honum í undirgöngunum sem ég syng um í laginu, á hjólabretti.“ Pétur mun flytja lagið á jólatónleikum X-ins 977, en lagið er nýkomið í spilun á útvarpsstöðinni. „Mér er það bæði skylt og ljúft að koma fram á þessum tónleikum. Þetta er sú útvarpsstöð sem hefur spilað lögin mín mest og þetta er málefni sem skiptir mig miklu máli,“ segir Pétur. Þorkell Máni Pétursson, útvarpsstjóri X-ins, tekur undir þau orð Péturs.Þorkell Máni Pétsson skorar á Vigdísi Hauksdóttur að mæta á tónleikana. Máni og Frosti hafa staðið við bakið á minningarsjóði Lofts.„Þetta er málefni sem allir eiga að geta stutt. Ég skora hér með opinberlega á Vigdísi Hauksdóttur að mæta á tónleikana. Hún hefur talað fyrir því að skera niður þróunaraðstoð úti í heimi og vill einbeita sér að Íslendingum. Hún hlýtur því að mæta. Við hljótum öll að geta stutt heimilislausa, þetta á ekki að geta gerst á Íslandi að einhver sé heimilislaus.“ Allur ágóði þessara árlegu tónleika mun renna í minningarsjóð Lofts Gunnarssonar, en sjóðurinn hefur það að markmiði að bæta aðbúnað heimilislausra hér á landi. Félagarnir í Harmageddon, þeir Máni og Frosti Logason, hafa stutt við málefnið og eru ánægðir með lagið hans Pétturs. „Við elskum þetta lag. Hugmyndavinna við myndbandið er komin af stað. Lagið hefur fengið frábærar undirtektir hérna á X-inu,“ útskýrir Máni. Tónleikarnir fara fram á föstudaginn í Austurbæ. „Miðaverðinu er stillt í hóf, fólk borgar undir tvö hundruð krónur fyrir hverja hljómsveit sem kemur fram. Þetta verða magnaðir tónleikar. Reyndar hryggir það einhverja að þetta séu síðustu tónleikar X-ins sem Ómar Ómar útvarpsmaður X-ins er með okkur. Hann er að hætta hjá okkur og gengur til liðs við Stórveldið,“ segir Máni. Tónleikarnir bera titilinn Xmas og munu Leaves, Grísalappalísa, Drangar, Mammút, Kaleo, Ojbarasta, Þröstur upp á Heiðar, 1860, Vök og Skepna koma fram, ásamt Pétri Ben. Miðasala er hafin á vefsíðunni midi.is.
Mest lesið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Fleiri fréttir Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Sjá meira