Innlent

Flestir vilja Vífilsfell sem bæjarfjall

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Hugsanlegt bæjarfjall Kópavogs er 655 metra hátt. Sagt er að Vífill, þræll Ingólfs Arnarsonar landnámsmanns hafi reglulega gengið á fjallið til að gá til veðurs.
Hugsanlegt bæjarfjall Kópavogs er 655 metra hátt. Sagt er að Vífill, þræll Ingólfs Arnarsonar landnámsmanns hafi reglulega gengið á fjallið til að gá til veðurs. Fréttablaðið/Vilhelm

Vífilsfell ber höfuð og herðar yfir keppinauta sína í netkosningu þar sem leitað var útnefninga á bæjarfjalli Kópavogs.

Niðurstöður netkosningarinnar voru kynntar í bæjarráði á fimmtudag án þess að skorið væri úr málinu þar.

Boðið var upp á valmöguleikana Bláfjöll, Húsfell, Sandfell, Selfjall og Vífilsfell auk þess sem nefna mátti önnur fjöll. Vífilsfell hlaut 68 prósent atkvæða og var langt á undan Bláfjöllum sem fengu 18 prósent. Þar á eftir kom Selfjall með 4 prósent.

Meðal annarra tilnefninga voru Esjan, Engihjallahóllinn og Rjúpnahæð.



Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.