Innlent

Flestir vilja Vífilsfell sem bæjarfjall

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Hugsanlegt bæjarfjall Kópavogs er 655 metra hátt. Sagt er að Vífill, þræll Ingólfs Arnarsonar landnámsmanns hafi reglulega gengið á fjallið til að gá til veðurs.
Hugsanlegt bæjarfjall Kópavogs er 655 metra hátt. Sagt er að Vífill, þræll Ingólfs Arnarsonar landnámsmanns hafi reglulega gengið á fjallið til að gá til veðurs. Fréttablaðið/Vilhelm
Vífilsfell ber höfuð og herðar yfir keppinauta sína í netkosningu þar sem leitað var útnefninga á bæjarfjalli Kópavogs.

Niðurstöður netkosningarinnar voru kynntar í bæjarráði á fimmtudag án þess að skorið væri úr málinu þar.

Boðið var upp á valmöguleikana Bláfjöll, Húsfell, Sandfell, Selfjall og Vífilsfell auk þess sem nefna mátti önnur fjöll. Vífilsfell hlaut 68 prósent atkvæða og var langt á undan Bláfjöllum sem fengu 18 prósent. Þar á eftir kom Selfjall með 4 prósent.

Meðal annarra tilnefninga voru Esjan, Engihjallahóllinn og Rjúpnahæð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×