Einmanalegt, gefandi og skapandi starf Friðrika Benónýsdóttir skrifar 3. desember 2013 11:00 María Rán Guðjónsdóttir er nú tilnefnd til Íslensku þýðingaverðlaunanna í annað sinn. Fréttablaðið/Stefán María Rán Guðjónsdóttir er tilnefnd til Íslensku þýðingaverðlaunanna fyrir þýðingu sína á Rödd í dvala eftir spænsku skáldkonuna Dulce Chacon. Þetta er í annað sinn sem María er tilnefnd til verðlaunanna, hið fyrra var árið 2010. „Sagan er byggð á viðtölum sem höfundurinn, Dulce Chacon, tók við stóran hóp af fólki, bæði fólk sem var uppi á tímum borgarastyrjaldarinnar og fólk sem þekkti sögur úr henni frá ættingjum,“ segir María Rán Guðjónsdóttir þýðandi, beðin að gera í stuttu máli grein fyrir efni bókarinnar. „Sögurnar fjalla um konur sem tóku þátt í borgarastyrjöldinni á Spáni og máttu eftir sigur Francos þola fangavist í Madrid. Chacon vann að þessari bók á fjögurra ára tímabili samhliða öðrum verkefnum,“ segir María. „Hún lést fyrir tíu árum, langt fyrir aldur fram, og þetta var síðasta skáldsagan hennar. Bíómyndin sem Benito Zambrano gerði eftir sögunni árið 2011 var tilnefnd til Óskarsverðlauna það ár sem besta erlenda myndin af hálfu Spánverja.“ María segir það verkefni að þýða bókina hafa komið til sín og hún hafi strax orðið mjög spennt fyrir því. „Þetta er ofsalega falleg saga,“ segir hún. „Hún er mjög sorgleg, en frásögnin er falleg og hrífandi, auk þess sem stíllinn er einfaldur en áhrifamikill.“ María lærði spænsku og bókmenntafræði með áherslu á spænskar og suður-amerískar bókmenntir, hér heima, á Spáni og í Mexíkó. Hún hefur þýtt nokkrar bækur úr spænsku við góðan orðstír, var meðal annars tilnefnd til þýðingaverðlaunanna 2010 fyrir þýðingu sína á Kirkju hafsins eftir Ildefonso Falcones. Hún segir þó enga leið að lifa af þýðingum eingöngu. „Verkefnin koma ekkert á færibandi í þessum geira,“ segir hún. „Ég lærði líka menningarstjórnun og er eins og er að vinna fyrir bókaútgáfuna Crymogeu.“ Hún segir alls óvíst hvaða verkefni hún fái næst, það séu ekki það margar bækur þýddar úr spænsku. „Ég er opin fyrir uppástungum,“ segir hún hlæjandi. „Ég fæ mjög mikið út úr því að þýða. Þótt það sé stundum einmanalegt starf þá er það samt mjög gefandi og skapandi.“ Menning Mest lesið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Matur Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
María Rán Guðjónsdóttir er tilnefnd til Íslensku þýðingaverðlaunanna fyrir þýðingu sína á Rödd í dvala eftir spænsku skáldkonuna Dulce Chacon. Þetta er í annað sinn sem María er tilnefnd til verðlaunanna, hið fyrra var árið 2010. „Sagan er byggð á viðtölum sem höfundurinn, Dulce Chacon, tók við stóran hóp af fólki, bæði fólk sem var uppi á tímum borgarastyrjaldarinnar og fólk sem þekkti sögur úr henni frá ættingjum,“ segir María Rán Guðjónsdóttir þýðandi, beðin að gera í stuttu máli grein fyrir efni bókarinnar. „Sögurnar fjalla um konur sem tóku þátt í borgarastyrjöldinni á Spáni og máttu eftir sigur Francos þola fangavist í Madrid. Chacon vann að þessari bók á fjögurra ára tímabili samhliða öðrum verkefnum,“ segir María. „Hún lést fyrir tíu árum, langt fyrir aldur fram, og þetta var síðasta skáldsagan hennar. Bíómyndin sem Benito Zambrano gerði eftir sögunni árið 2011 var tilnefnd til Óskarsverðlauna það ár sem besta erlenda myndin af hálfu Spánverja.“ María segir það verkefni að þýða bókina hafa komið til sín og hún hafi strax orðið mjög spennt fyrir því. „Þetta er ofsalega falleg saga,“ segir hún. „Hún er mjög sorgleg, en frásögnin er falleg og hrífandi, auk þess sem stíllinn er einfaldur en áhrifamikill.“ María lærði spænsku og bókmenntafræði með áherslu á spænskar og suður-amerískar bókmenntir, hér heima, á Spáni og í Mexíkó. Hún hefur þýtt nokkrar bækur úr spænsku við góðan orðstír, var meðal annars tilnefnd til þýðingaverðlaunanna 2010 fyrir þýðingu sína á Kirkju hafsins eftir Ildefonso Falcones. Hún segir þó enga leið að lifa af þýðingum eingöngu. „Verkefnin koma ekkert á færibandi í þessum geira,“ segir hún. „Ég lærði líka menningarstjórnun og er eins og er að vinna fyrir bókaútgáfuna Crymogeu.“ Hún segir alls óvíst hvaða verkefni hún fái næst, það séu ekki það margar bækur þýddar úr spænsku. „Ég er opin fyrir uppástungum,“ segir hún hlæjandi. „Ég fæ mjög mikið út úr því að þýða. Þótt það sé stundum einmanalegt starf þá er það samt mjög gefandi og skapandi.“
Menning Mest lesið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Matur Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira