Sönnunargögn um hatursglæp í ruslið Brjánn Jónasson skrifar 29. nóvember 2013 06:00 Þegar mynd frá ljósmyndara Fréttablaðsins er stækkuð má greinilega sjá að um er að ræða blóði drifnar síður úr Kóraninum. Fréttablaðið/Vilhelm Blóði drifnar síður úr Kóraninum sem voru hluti sönnunargagna um hatursglæp gegn múslimum á Íslandi var hent í ruslið. Borgarstarfsmenn fjarlægðu síðurnar ásamt þremur svínshöfðum sem hafði verið komið fyrir á lóð Félags múslima á Íslandi á miðvikudag. Svínshöfuð, lappir og blóð ásamt blóðugu eintaki af Kóraninum, trúarriti múslima, fundust á lóð félagsins þar sem til stendur að reisa mosku á miðvikudag. Í 233. grein almennra hegningarlaga segir að hver sem með háði, rógi, smánun, ógnun eða á annan hátt ráðist opinberlega á mann eða hóp manna, til dæmis vegna trúar þeirra skuli sæta sektum eða fangelsi allt að 2 árum.Björg Thorarensen„Menn geta brotið gegn þessari lagagrein með bæði orðum og athöfnum sem eru smánandi og niðurlægjandi fyrir hóp manna á grundvelli trúarbragða. Mér finnst blasa við að það eigi við í þessu máli,“ segir Björg Thorarensen, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands. „Kóraninn vísar skýrt til íslamstrúar og það getur ekki verið skýrara að hverjum þetta beinist.“ Ólíklegt er að lögreglan aðhafist frekar í málinu segir Benedikt Lund, lögreglufulltrúi hjá Lögreglu höfuðborgarsvæðisins. „Við höfum ekkert í höndunum til að rannsaka,“ segir Benedikt. „Við myndum rannsaka þetta ef við hefðum eitthvað í höndunum.“ Hann segir að lögreglumaður sem fór á vettvang hafi staðfest við sig að það hafi verið „einhver bréf“ á vettvangi en þeim hafi verið hent. „Hann sagði að þetta hafi verið eitthvað bréfarusl og veit ekki einu sinni hvort það tilheyrir þessu máli eða hvort þetta var bara eitthvað rusl sem var þarna á vettvangi. Þessu var öllu hent og ég hef ekkert í höndunum um þetta svínamál,“ segir Benedikt.Hreinsað Borgarstarfsmenn hreinsuðu upp svínshausa og önnur sönnunargögn á vettvangi.Svínshausar ekki vinsæl söluvara Svínum er eftir því sem Fréttablaðið kemst næst slátrað í fjórum sláturhúsum á landinu. Hjá þeim sláturhúsum sem Fréttablaðið hafði samband við fengust þær upplýsingar að svínshausar séu alls ekki vinsæl söluvara og fáir hausar séu seldir. Eingöngu kjötvinnslur kaupa svínsblóð og því ekki sérlega margir sem hafa aðgang að jafn miklu magni og helt var á lóð Félags múslima á Íslandi. Ekki er þó útilokað að um blóð úr öðrum dýrum hafi verið að ræða, enda til dæmis mikið magn af kindablóði selt til sláturgerðar. Mest lesið Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Erlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Fleiri fréttir Vatnshæðin aðeins lækkað í Skaftá Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Húsbrot og líkamsárás Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Sjá meira
Blóði drifnar síður úr Kóraninum sem voru hluti sönnunargagna um hatursglæp gegn múslimum á Íslandi var hent í ruslið. Borgarstarfsmenn fjarlægðu síðurnar ásamt þremur svínshöfðum sem hafði verið komið fyrir á lóð Félags múslima á Íslandi á miðvikudag. Svínshöfuð, lappir og blóð ásamt blóðugu eintaki af Kóraninum, trúarriti múslima, fundust á lóð félagsins þar sem til stendur að reisa mosku á miðvikudag. Í 233. grein almennra hegningarlaga segir að hver sem með háði, rógi, smánun, ógnun eða á annan hátt ráðist opinberlega á mann eða hóp manna, til dæmis vegna trúar þeirra skuli sæta sektum eða fangelsi allt að 2 árum.Björg Thorarensen„Menn geta brotið gegn þessari lagagrein með bæði orðum og athöfnum sem eru smánandi og niðurlægjandi fyrir hóp manna á grundvelli trúarbragða. Mér finnst blasa við að það eigi við í þessu máli,“ segir Björg Thorarensen, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands. „Kóraninn vísar skýrt til íslamstrúar og það getur ekki verið skýrara að hverjum þetta beinist.“ Ólíklegt er að lögreglan aðhafist frekar í málinu segir Benedikt Lund, lögreglufulltrúi hjá Lögreglu höfuðborgarsvæðisins. „Við höfum ekkert í höndunum til að rannsaka,“ segir Benedikt. „Við myndum rannsaka þetta ef við hefðum eitthvað í höndunum.“ Hann segir að lögreglumaður sem fór á vettvang hafi staðfest við sig að það hafi verið „einhver bréf“ á vettvangi en þeim hafi verið hent. „Hann sagði að þetta hafi verið eitthvað bréfarusl og veit ekki einu sinni hvort það tilheyrir þessu máli eða hvort þetta var bara eitthvað rusl sem var þarna á vettvangi. Þessu var öllu hent og ég hef ekkert í höndunum um þetta svínamál,“ segir Benedikt.Hreinsað Borgarstarfsmenn hreinsuðu upp svínshausa og önnur sönnunargögn á vettvangi.Svínshausar ekki vinsæl söluvara Svínum er eftir því sem Fréttablaðið kemst næst slátrað í fjórum sláturhúsum á landinu. Hjá þeim sláturhúsum sem Fréttablaðið hafði samband við fengust þær upplýsingar að svínshausar séu alls ekki vinsæl söluvara og fáir hausar séu seldir. Eingöngu kjötvinnslur kaupa svínsblóð og því ekki sérlega margir sem hafa aðgang að jafn miklu magni og helt var á lóð Félags múslima á Íslandi. Ekki er þó útilokað að um blóð úr öðrum dýrum hafi verið að ræða, enda til dæmis mikið magn af kindablóði selt til sláturgerðar.
Mest lesið Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Erlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Fleiri fréttir Vatnshæðin aðeins lækkað í Skaftá Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Húsbrot og líkamsárás Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Sjá meira