Dansverkið Coming Up valið á Aerowaves Friðrika Benónýsdóttir skrifar 20. nóvember 2013 11:00 Dansverkið Coming Up hefur verið valið í hóp þeirra verka sem evrópska sviðslistanetið Aerowaves mun setja í forgang árið 2014. „Það er auðvitað gaman fyrir unga danshöfunda að fá tækifæri til að sýna verkin sín erlendis,“ segir Melkorka Sigríður Magnúsdóttir, annar höfunda verksins. Verkið var frumsýnt í Tjarnarbíói í mars síðastliðnum en það eru þær Melkorka og Katrín Gunnarsdóttir sem eru höfundar og flytjendur. Sýningin fékk lofsamlegar viðtökur og hlaut Grímuverðlaun í flokknum Danshöfundur ársins 2013. Aerowaves-netið samanstendur af meira en 70 hátíðum, leikhúsum og sýningarstöðum vítt og breitt um Evrópu. Það er mikill heiður að komast í hóp útvalinna en í ár bárust rúmlega 400 umsóknir frá 34 löndum en einungis tuttugu verk voru valin. „Það er óskaplega mikils virði að komast inn í þetta tengslanet og fá þennan lykil að evrópsku danssenunni,“ segir Melkorka. „Þetta kom okkur mjög skemmtilega á óvart og við erum mjög þakklátar fyrir þetta tækifæri.“ Coming Up hefur sem sagt möguleika á að ferðast á dans- og leiklistarhátíðir víðs vegar á næsta ári, meðal annars Spring Forward-hátíðina sem haldin verður í Svíþjóð í apríl 2014. Menning Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Dansverkið Coming Up hefur verið valið í hóp þeirra verka sem evrópska sviðslistanetið Aerowaves mun setja í forgang árið 2014. „Það er auðvitað gaman fyrir unga danshöfunda að fá tækifæri til að sýna verkin sín erlendis,“ segir Melkorka Sigríður Magnúsdóttir, annar höfunda verksins. Verkið var frumsýnt í Tjarnarbíói í mars síðastliðnum en það eru þær Melkorka og Katrín Gunnarsdóttir sem eru höfundar og flytjendur. Sýningin fékk lofsamlegar viðtökur og hlaut Grímuverðlaun í flokknum Danshöfundur ársins 2013. Aerowaves-netið samanstendur af meira en 70 hátíðum, leikhúsum og sýningarstöðum vítt og breitt um Evrópu. Það er mikill heiður að komast í hóp útvalinna en í ár bárust rúmlega 400 umsóknir frá 34 löndum en einungis tuttugu verk voru valin. „Það er óskaplega mikils virði að komast inn í þetta tengslanet og fá þennan lykil að evrópsku danssenunni,“ segir Melkorka. „Þetta kom okkur mjög skemmtilega á óvart og við erum mjög þakklátar fyrir þetta tækifæri.“ Coming Up hefur sem sagt möguleika á að ferðast á dans- og leiklistarhátíðir víðs vegar á næsta ári, meðal annars Spring Forward-hátíðina sem haldin verður í Svíþjóð í apríl 2014.
Menning Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira