Gjöld á reykvískt barnafólk hækka Garðar Örn Úlfarsson og Valur Grettisson skrifar 30. október 2013 06:00 Gjaldskrárhækkanir á barnafólk í Reykjavíkurborg eru verulegar samkvæmt fjárhagsáætluninni. Fréttablaðið/Anton Allar gjaldskrár Reykjavíkurborgar hækka samkvæmt fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar, en af sviðum borgarinnar hækka gjöld mest hjá skóla- og frístundasviði. Flestar gjaldskrár eru sagðar munu hækka sem nemur verðbólgu, sem áætluð er 3,4 prósent. Foreldrar leikskólabarna munu hins vegar þurfa að taka á sig meiri hækkun. Þannig hækkar mánaðargjald fyrir barn einstæðra foreldra eða barn öryrkja í átta tíma vistun um 1.675 krónur, eða sem nemur 10,9 prósentum. Hækkunin er 11,5 prósent fyrir barn í fimm tíma dagvistun. Leikskólagjald fyrir barn hjóna og sambúðarfólks í átta tíma vistun hækkar úr 25.800 krónum í 28.181 krónu. Hækkunin er 2.301 króna, eða 8,9 prósent.Jón GnarrÞá hækkar gjald vegna barns hjá dagforeldri um 9 prósent. Máltíðir í grunnskólum hækka úr 6.600 krónum í 7.600 á mánuði. Sú hækkun, sem nemur 15,2 prósentum, er sögð vera til að bæta gæði matarins. „Það varð ákveðin vísitöluhækkun,“ segir S. Björn Blöndal, aðstoðarmaður Jóns Gnarr borgarstjóra. Í máli Jóns Gnarr á fundi borgarstjórnar í gær kom fram að þrátt fyrir hækkanir yrðu gjaldskrár fyrir skóla- og frístundaþjónustu áfram með þeim allra lægstu á landinu.Júlíus Vífill IngvarssonJúlíus Vífill Ingvarsson, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn, segir gjaldskrár- og skattahækkanir á núverandi kjörtímabili þýða að meðalfjölskyldan greiði 440 þúsund krónum meira á ári. „Auðvitað finnur fólk fyrir þessu. Þetta kemur harðast niður á ungu fjölskyldufólki,“ segir Júlíus Vífill. Í fjárhagsáætluninni kemur fram að í útkomuspá fyrir rekstur borgarinnar og fyrirtækja í eigu hennar er áætlað að staðan verði neikvæð um tvo og hálfan milljarð króna í lok þessa árs. Gert er ráð fyrir að þessu verði snúið rækilega við og að rekstur borgarinnar verði jákvæður um rúma átta milljarða í lok næsta árs. Þar á Orkuveitan að spila lykilhlutverk.Sorphirðugjaldið hækkar um nær 10%Sorphirðugjald fyrir svarta tunnu við íbúðarhús í tíu daga hækkar úr 18.600 upp í 20.400 krónur. Hækkunin er 9,7 prósent.Gjöld hækka í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn. Stakt gjald fyrir börn 5-12 ára hækkar um 50 krónur, eða úr 550 krónum upp í 600. Það gera 9,1 prósents hækkun.Bókasafnskortið hækkar hjá Borgarbókasafninu um 200 krónur. Fer úr 1.700 krónum upp í 1.900. Hækkunin nemur 11,8 prósentum. Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Sjá meira
Allar gjaldskrár Reykjavíkurborgar hækka samkvæmt fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar, en af sviðum borgarinnar hækka gjöld mest hjá skóla- og frístundasviði. Flestar gjaldskrár eru sagðar munu hækka sem nemur verðbólgu, sem áætluð er 3,4 prósent. Foreldrar leikskólabarna munu hins vegar þurfa að taka á sig meiri hækkun. Þannig hækkar mánaðargjald fyrir barn einstæðra foreldra eða barn öryrkja í átta tíma vistun um 1.675 krónur, eða sem nemur 10,9 prósentum. Hækkunin er 11,5 prósent fyrir barn í fimm tíma dagvistun. Leikskólagjald fyrir barn hjóna og sambúðarfólks í átta tíma vistun hækkar úr 25.800 krónum í 28.181 krónu. Hækkunin er 2.301 króna, eða 8,9 prósent.Jón GnarrÞá hækkar gjald vegna barns hjá dagforeldri um 9 prósent. Máltíðir í grunnskólum hækka úr 6.600 krónum í 7.600 á mánuði. Sú hækkun, sem nemur 15,2 prósentum, er sögð vera til að bæta gæði matarins. „Það varð ákveðin vísitöluhækkun,“ segir S. Björn Blöndal, aðstoðarmaður Jóns Gnarr borgarstjóra. Í máli Jóns Gnarr á fundi borgarstjórnar í gær kom fram að þrátt fyrir hækkanir yrðu gjaldskrár fyrir skóla- og frístundaþjónustu áfram með þeim allra lægstu á landinu.Júlíus Vífill IngvarssonJúlíus Vífill Ingvarsson, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn, segir gjaldskrár- og skattahækkanir á núverandi kjörtímabili þýða að meðalfjölskyldan greiði 440 þúsund krónum meira á ári. „Auðvitað finnur fólk fyrir þessu. Þetta kemur harðast niður á ungu fjölskyldufólki,“ segir Júlíus Vífill. Í fjárhagsáætluninni kemur fram að í útkomuspá fyrir rekstur borgarinnar og fyrirtækja í eigu hennar er áætlað að staðan verði neikvæð um tvo og hálfan milljarð króna í lok þessa árs. Gert er ráð fyrir að þessu verði snúið rækilega við og að rekstur borgarinnar verði jákvæður um rúma átta milljarða í lok næsta árs. Þar á Orkuveitan að spila lykilhlutverk.Sorphirðugjaldið hækkar um nær 10%Sorphirðugjald fyrir svarta tunnu við íbúðarhús í tíu daga hækkar úr 18.600 upp í 20.400 krónur. Hækkunin er 9,7 prósent.Gjöld hækka í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn. Stakt gjald fyrir börn 5-12 ára hækkar um 50 krónur, eða úr 550 krónum upp í 600. Það gera 9,1 prósents hækkun.Bókasafnskortið hækkar hjá Borgarbókasafninu um 200 krónur. Fer úr 1.700 krónum upp í 1.900. Hækkunin nemur 11,8 prósentum.
Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Sjá meira