Freistar þess að finna lík í listaverk í Mexíkó Ólöf Skaftadóttir skrifar 26. október 2013 09:00 Snorri Ásmundsson auglýsti eftir líki í myndbandsverk í Fréttablaðinu fyrir nokkrum árum. Uppátækið olli miklu fjaðrafoki. MYND/SPESSI „Við Auður fengum boð um að koma á listahátíðina La Calaca Festival í ár,” segir listamaðurinn Snorri Ásmundsson, sem heldur til Mexíkó í næstu viku, ásamt Auði Ómarsdóttur, til að taka þátt í La Calaca hátíðinni sem haldin er í kringum Dag hinna dauðu, eða día de los muertos. „Þetta er þjóðhátíð Mexíkóa. Á þessum dögum koma vinir og fjölskyldur saman og biðja fyrir látnum vinum og fjölskyldumeðlimum,” útskýrir Snorri. Dauðinn er þeim Snorra og Auði hugleikið fyrirbæri. „Dauðinn er sannarlega tíður gestur í okkar lífi. En það sem við viljum skoða er ólík nálgun Íslendinga og Mexíkóa á dauðann. Við sem íslenskir listamenn höfum mikinn áhuga á að rannsaka þessar framandi hefðir,” segir Snorri. Verkið sem listamennirnir ætla að sýna á La Calaca ber heitið Dauðadansinn. „Verkið er dramatískur gjörningur þar sem við leitumst við að persónugera dauðann útfrá upplifun okkar á mexíkóskri nálgun á dauðanum,” segir Snorri. Listaverk verða sýnd samhliða gjörningnum. Fyrir nokkrum árum auglýsti Snorri eftir líki í myndbandsverk í Fréttablaðinu. „Það vakti strax upp deilur og óhreinar hugsanir hjá nokkrum prestum sem gagnrýndu verkið í fréttum RÚV. Þeir gerðu ráð fyrir að ég væri að fara að gera eitthvað ósiðlegt við líkamsleifarnar, en því var fjarri,” segir Snorri. „Ég hef ekki einu sinni hugmyndaflug í það. Ég ætlaði að vinna verkið í samráði við deyjandi manneskju og dokjúmentera samvinnuna og samtalið,” bætir hann við. Snorri freistar þess að finna líkamann í verkið í Mexíkó. Menning Mest lesið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Menning Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
„Við Auður fengum boð um að koma á listahátíðina La Calaca Festival í ár,” segir listamaðurinn Snorri Ásmundsson, sem heldur til Mexíkó í næstu viku, ásamt Auði Ómarsdóttur, til að taka þátt í La Calaca hátíðinni sem haldin er í kringum Dag hinna dauðu, eða día de los muertos. „Þetta er þjóðhátíð Mexíkóa. Á þessum dögum koma vinir og fjölskyldur saman og biðja fyrir látnum vinum og fjölskyldumeðlimum,” útskýrir Snorri. Dauðinn er þeim Snorra og Auði hugleikið fyrirbæri. „Dauðinn er sannarlega tíður gestur í okkar lífi. En það sem við viljum skoða er ólík nálgun Íslendinga og Mexíkóa á dauðann. Við sem íslenskir listamenn höfum mikinn áhuga á að rannsaka þessar framandi hefðir,” segir Snorri. Verkið sem listamennirnir ætla að sýna á La Calaca ber heitið Dauðadansinn. „Verkið er dramatískur gjörningur þar sem við leitumst við að persónugera dauðann útfrá upplifun okkar á mexíkóskri nálgun á dauðanum,” segir Snorri. Listaverk verða sýnd samhliða gjörningnum. Fyrir nokkrum árum auglýsti Snorri eftir líki í myndbandsverk í Fréttablaðinu. „Það vakti strax upp deilur og óhreinar hugsanir hjá nokkrum prestum sem gagnrýndu verkið í fréttum RÚV. Þeir gerðu ráð fyrir að ég væri að fara að gera eitthvað ósiðlegt við líkamsleifarnar, en því var fjarri,” segir Snorri. „Ég hef ekki einu sinni hugmyndaflug í það. Ég ætlaði að vinna verkið í samráði við deyjandi manneskju og dokjúmentera samvinnuna og samtalið,” bætir hann við. Snorri freistar þess að finna líkamann í verkið í Mexíkó.
Menning Mest lesið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Menning Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira