Aðeins þrír karlmenn voru hæfir í starfið Valur Grettisson skrifar 26. október 2013 07:00 Fáir karlar starfa á leikskólum, og aðeins einn starfar sem leikskólastjóri. Fréttablaðið/Vilhelm „Það var lögð mikil áhersla á stjórnunarreynslu,“ segir Eyjólfur Sæmundsson, formaður fræðslurráðs Hafnarfjarðar, en kona var ráðin leikskólastjóri á Hörðuvöllum í júní síðastliðnum. Af þeim sem sóttu um starfið voru tveir með meiri menntun, einn þeirra var karlmaður. Fræðsluráð samþykkti ráðninguna. Maðurinn sem sótti um starfið er aðstoðarskólastjóri sama skóla og hefur starfað sem slíkur í sex ár. Hann segir í samtali við Fréttablaðið að hann hafi kannað réttarstöðu sína vegna málsins, ekki síst í ljósi jafnréttindastefnu bæjarins, en þar segir orðrétt: „Jafnréttissjónarmið skulu metin til jafns við önnur sjónarmið þegar ráðið er í stöður hjá Hafnarfjarðarbæ. Umsækjandi af því kyni sem er í minnhluta í viðkomandi starfsgrein skal að öðru jöfnu ganga fyrir við ráðningu þegar hann er jafnhæfur eða hæfari.“Eyjólfur SæmundssonAðspurður segir Eyjólfur að þetta sjónarmið hafi verið rætt. „En það var mat sviðsstjóra að stjórnendaþekking væri lykilatriði,“ segir Eyjólfur. Og það er ljóst að leikskólastjórinn sem var ráðinn hefur gífurlega mikla reynslu af stjórnun leikskóla auk þess sem hún leysti fyrrverandi leikskólastjóra af á meðan hún var í veikindaleyfi. Þess má geta að aðeins þrír karlmenn hafa starfað sem leikskólastjórar eftir því sem Fréttablaðið kemst næst. Það voru því aðeins þrír karlmenn hæfir í starfið samkvæmt auglýsingunni. Spurður, í ljósi þess að karlmaðurinn var meira menntaður en konan, og hvort það hefði því ekki verið í anda jafnréttisstefnu Hafnarfjarðar að ráða karlmanninn, svarar Eyjólfur: „Þetta togast alltaf á, það að meta einstakling að verðleika og kyni og hvernig skal meta það. Það er alveg klárt mál að ef þau hefðu verið jafn hæf, hefði karlinn verið ráðinn. Konan var aftur á móti metin hæfust.“ Sviðstjóri Hafnarfjarðar lét meta sérstaklega hæfni efstu umsækjenda, og eftir það ferli komst hann að þeirri niðurstöðu að konan hafi verið hæfust. Karlmaðurinn sem sótti um starfið, og fékk ekki, var framhaldsmenntaður í stjórnun. Hann segir í samtali við Fréttablaðið að hann hafi kannað stöðu sína hjá lögfræðingi vegna málsins, og íhugað að kæra niðurstöðuna. Hann segist svo hafa fengið þau svör að í ljósi þess að sérstaklega var auglýst eftir reynslu í stjórnun, þá hafi hann ekki átt mikla möguleika á að sigra málið. Mest lesið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Innlent Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Banaslys á Biskupstungnabraut Innlent Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Erlent Fleiri fréttir „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sjá meira
„Það var lögð mikil áhersla á stjórnunarreynslu,“ segir Eyjólfur Sæmundsson, formaður fræðslurráðs Hafnarfjarðar, en kona var ráðin leikskólastjóri á Hörðuvöllum í júní síðastliðnum. Af þeim sem sóttu um starfið voru tveir með meiri menntun, einn þeirra var karlmaður. Fræðsluráð samþykkti ráðninguna. Maðurinn sem sótti um starfið er aðstoðarskólastjóri sama skóla og hefur starfað sem slíkur í sex ár. Hann segir í samtali við Fréttablaðið að hann hafi kannað réttarstöðu sína vegna málsins, ekki síst í ljósi jafnréttindastefnu bæjarins, en þar segir orðrétt: „Jafnréttissjónarmið skulu metin til jafns við önnur sjónarmið þegar ráðið er í stöður hjá Hafnarfjarðarbæ. Umsækjandi af því kyni sem er í minnhluta í viðkomandi starfsgrein skal að öðru jöfnu ganga fyrir við ráðningu þegar hann er jafnhæfur eða hæfari.“Eyjólfur SæmundssonAðspurður segir Eyjólfur að þetta sjónarmið hafi verið rætt. „En það var mat sviðsstjóra að stjórnendaþekking væri lykilatriði,“ segir Eyjólfur. Og það er ljóst að leikskólastjórinn sem var ráðinn hefur gífurlega mikla reynslu af stjórnun leikskóla auk þess sem hún leysti fyrrverandi leikskólastjóra af á meðan hún var í veikindaleyfi. Þess má geta að aðeins þrír karlmenn hafa starfað sem leikskólastjórar eftir því sem Fréttablaðið kemst næst. Það voru því aðeins þrír karlmenn hæfir í starfið samkvæmt auglýsingunni. Spurður, í ljósi þess að karlmaðurinn var meira menntaður en konan, og hvort það hefði því ekki verið í anda jafnréttisstefnu Hafnarfjarðar að ráða karlmanninn, svarar Eyjólfur: „Þetta togast alltaf á, það að meta einstakling að verðleika og kyni og hvernig skal meta það. Það er alveg klárt mál að ef þau hefðu verið jafn hæf, hefði karlinn verið ráðinn. Konan var aftur á móti metin hæfust.“ Sviðstjóri Hafnarfjarðar lét meta sérstaklega hæfni efstu umsækjenda, og eftir það ferli komst hann að þeirri niðurstöðu að konan hafi verið hæfust. Karlmaðurinn sem sótti um starfið, og fékk ekki, var framhaldsmenntaður í stjórnun. Hann segir í samtali við Fréttablaðið að hann hafi kannað stöðu sína hjá lögfræðingi vegna málsins, og íhugað að kæra niðurstöðuna. Hann segist svo hafa fengið þau svör að í ljósi þess að sérstaklega var auglýst eftir reynslu í stjórnun, þá hafi hann ekki átt mikla möguleika á að sigra málið.
Mest lesið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Innlent Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Banaslys á Biskupstungnabraut Innlent Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Erlent Fleiri fréttir „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sjá meira