Fönixinn rís enn á ný úr öskunni 24. október 2013 12:00 María Ellingsen og Rejo Kela túlka elskendurna sem þurfa að skilja. Mynd/Vera Pálsdóttir Dansleikhúskonsertinnn Ferðalag Fönixins – um listina að deyja og fæðast á ný verður sýndur á Álandseyjum í á laugardaginn. María Ellingsen, sem fer fyrir hópnum sem að sýningunni stendur, segir áhorfendur hrífast mjög af verkinu. „Við frumsýndum Fönixinn á Stóra sviði Borgarleikhússins á Listahátíð 2011 og hann tekur nú flugið enn á ný en þetta er í fjórða skipti sem okkur er boðið út fyrir landsteinana með sýninguna, nú af Norrænu stofnuninni á Álandseyjum,“ Segir María Ellingsen leikkona sem fer fyrir hópnum og stendur á sviðinu ásamt Eivöru Pálsdóttur, sem semur og fremur tónlistina, og finnska tilraunadansaranum Rejo Kela. „Verkið var samið af hópnum en í honum eru auk okkar þau Snorri Freyr Hilmarsson leikmyndahöfundur, Filippía Elísdóttir búningahöfundur og Björn Bergsteinn Guðmundsson ljósameistari, sem útfæra myndheiminn.“ Fylgir verkið sögunni um Fönixinn? „Goðsagan um Fönixinn sem flýgur inn í eldinn, brennur upp og fær svo nýja vængi skapar rammann fyrir verkið. Í okkar útgáfu birtist goðsagan hins vegar í ferðalagi manns og konu í gegnum ástarsamband sem gengur ekki upp. Þau þurfa að syrgja og sleppa til að geta haldið áfram enda heitir verkið fullu nafni Ferðalag Fönixins – um listina að deyja og fæðast á ný.“ María segir verkið hafa gefið aðstandendum þess mikið og það skili sér til áhorfenda. „Það var spennandi að kanna hvernig leikari, dansari og söngvari næðu saman í túlkuninni og svo virðist sem þetta samspil ásamt myndrænu upplifuninni hafi náð að snerta fólk djúpt hvar sem við höfum sýnt.“ Eru frekari ferðalög Fönixins á döfinni? „Okkur langar að ferðast með þetta víðar og eru Grænland og Japan efst á óskalistanum,“ segir María. Menning Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Dansleikhúskonsertinnn Ferðalag Fönixins – um listina að deyja og fæðast á ný verður sýndur á Álandseyjum í á laugardaginn. María Ellingsen, sem fer fyrir hópnum sem að sýningunni stendur, segir áhorfendur hrífast mjög af verkinu. „Við frumsýndum Fönixinn á Stóra sviði Borgarleikhússins á Listahátíð 2011 og hann tekur nú flugið enn á ný en þetta er í fjórða skipti sem okkur er boðið út fyrir landsteinana með sýninguna, nú af Norrænu stofnuninni á Álandseyjum,“ Segir María Ellingsen leikkona sem fer fyrir hópnum og stendur á sviðinu ásamt Eivöru Pálsdóttur, sem semur og fremur tónlistina, og finnska tilraunadansaranum Rejo Kela. „Verkið var samið af hópnum en í honum eru auk okkar þau Snorri Freyr Hilmarsson leikmyndahöfundur, Filippía Elísdóttir búningahöfundur og Björn Bergsteinn Guðmundsson ljósameistari, sem útfæra myndheiminn.“ Fylgir verkið sögunni um Fönixinn? „Goðsagan um Fönixinn sem flýgur inn í eldinn, brennur upp og fær svo nýja vængi skapar rammann fyrir verkið. Í okkar útgáfu birtist goðsagan hins vegar í ferðalagi manns og konu í gegnum ástarsamband sem gengur ekki upp. Þau þurfa að syrgja og sleppa til að geta haldið áfram enda heitir verkið fullu nafni Ferðalag Fönixins – um listina að deyja og fæðast á ný.“ María segir verkið hafa gefið aðstandendum þess mikið og það skili sér til áhorfenda. „Það var spennandi að kanna hvernig leikari, dansari og söngvari næðu saman í túlkuninni og svo virðist sem þetta samspil ásamt myndrænu upplifuninni hafi náð að snerta fólk djúpt hvar sem við höfum sýnt.“ Eru frekari ferðalög Fönixins á döfinni? „Okkur langar að ferðast með þetta víðar og eru Grænland og Japan efst á óskalistanum,“ segir María.
Menning Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira