Solla Eiríks: Lengi langað til að standa meira á haus Sara McMahon skrifar 22. október 2013 07:00 Sólveig Eiríksdóttir veitingamaður hefur staðið á haus á hverjum degi í meistaramánuði. Uppátækið hefur vakið mikla athygli. Fréttablaðið/stefán „Það var stutt í átakið meistaramánuð og ég hugsaði með mér: Hvað langar mig að gera í meistaramánuði? Höfuðstaðan er uppáhaldsjógaæfingin mín og mig hefur lengi langað til að standa meira á haus, enda er það eitt af því sem mér finnst best að gera, en ég hef alltaf látið ytri aðstæður stoppa mig í því,“ segir Sólveig Eiríksdóttir, einnig þekkt sem Solla á veitingastaðnum Gló. Hún ákvað að taka virkan þátt í meistaramánuði og taka höfuðstöðuna daglega á meðan á átakinu stendur. Hún hefur svo birt myndir af gjörningnum á Instagram. Solla hefur meðal annars tekið jógastöðuna í miðri Kringlunni, í Bónus, inni í bókaverslun og uppi á borði á einum veitingastaða sinna. Hún segir fólk taka vel í uppátækið og að viðbrögð þess hafi að mestu leyti verið góð. „Ókunnugir hafa stoppað mig á förnum vegi og hrósað mér fyrir uppátækið, aðrir hafa beðið mig að kenna sér stöðuna. Ég fékk svo persónulegan póst frá tveimur konum sem hrósuðu mér, en lýstu að sama skapi yfir áhyggjum. Þær voru hræddar um að ég færi mér að voða. Mér þótti vænt um það.“ Eiginmaður Sollu tekur flestar myndirnar en hún á það til að fá ókunnuga til að aðstoða sig þegar hann er fjarri. „Oftast er það maðurinn minn sem tekur myndirnar, en þess á milli eru það bara hinir og þessir.“ Höfuðstaðan er ekki eina æfingin sem Solla gerir hér og þar, því þrisvar sinnum á dag gerir hún tíu hnébeygjur. „Ég hef þó látið vera að mynda þær,“ útskýrir hún. Solla segist vona að átakið ýti af stað nýju æði á borð við plankann sem fór um netheima sem eldur í sinu fyrir ekki margt löngu. „Mér skilst að fleiri hafi tekið upp á þessu og það er frábært, enda er höfuðstaðan sögð konungur jógaæfinganna.“ Meistaramánuður Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Lífið Love Island bomba keppir í Eurovision Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Fleiri fréttir Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Sjá meira
„Það var stutt í átakið meistaramánuð og ég hugsaði með mér: Hvað langar mig að gera í meistaramánuði? Höfuðstaðan er uppáhaldsjógaæfingin mín og mig hefur lengi langað til að standa meira á haus, enda er það eitt af því sem mér finnst best að gera, en ég hef alltaf látið ytri aðstæður stoppa mig í því,“ segir Sólveig Eiríksdóttir, einnig þekkt sem Solla á veitingastaðnum Gló. Hún ákvað að taka virkan þátt í meistaramánuði og taka höfuðstöðuna daglega á meðan á átakinu stendur. Hún hefur svo birt myndir af gjörningnum á Instagram. Solla hefur meðal annars tekið jógastöðuna í miðri Kringlunni, í Bónus, inni í bókaverslun og uppi á borði á einum veitingastaða sinna. Hún segir fólk taka vel í uppátækið og að viðbrögð þess hafi að mestu leyti verið góð. „Ókunnugir hafa stoppað mig á förnum vegi og hrósað mér fyrir uppátækið, aðrir hafa beðið mig að kenna sér stöðuna. Ég fékk svo persónulegan póst frá tveimur konum sem hrósuðu mér, en lýstu að sama skapi yfir áhyggjum. Þær voru hræddar um að ég færi mér að voða. Mér þótti vænt um það.“ Eiginmaður Sollu tekur flestar myndirnar en hún á það til að fá ókunnuga til að aðstoða sig þegar hann er fjarri. „Oftast er það maðurinn minn sem tekur myndirnar, en þess á milli eru það bara hinir og þessir.“ Höfuðstaðan er ekki eina æfingin sem Solla gerir hér og þar, því þrisvar sinnum á dag gerir hún tíu hnébeygjur. „Ég hef þó látið vera að mynda þær,“ útskýrir hún. Solla segist vona að átakið ýti af stað nýju æði á borð við plankann sem fór um netheima sem eldur í sinu fyrir ekki margt löngu. „Mér skilst að fleiri hafi tekið upp á þessu og það er frábært, enda er höfuðstaðan sögð konungur jógaæfinganna.“
Meistaramánuður Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Lífið Love Island bomba keppir í Eurovision Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Fleiri fréttir Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Sjá meira