Safnaði á Kickstarter fyrir Íslandsbók Freyr Bjarnason skrifar 14. október 2013 09:00 Edward Hancox safnaði fyrir útgáfu bókarinnar í gegnum Kickstarter. Bók Englendingsins Edwards Hancox, Iceland, Defrosted, hefur fengið góð viðbrögð síðan hún kom út. Hann safnaði fyrir útgáfu hennar á vefsíðunni Kickstarter. „Bókin fjallar um þráhyggju mína sem Englendingur fyrir stöðunum, fólkinu og tónlistinni á Íslandi,“ sagði Hancox, sem heimsótti Ísland fyrst fyrir níu árum. „Eftir alla erfiðisvinnuna sem fór í að skrifa hana, þurfti ég að ná Iceland, Defrosted af harða drifinu í tölvunni yfir á kaffiborðin. Án hins ótrúlega stuðnings allra bakhjarla minna á Kickstarter hefði ég eytt stórum hluta af lífi mínu í að skrifa eitthvað sem enginn annar hefði lesið.“ Í dómi tímaritsins National Geographic Traveller um bókina segir: „Mjög persónuleg bók um þráhyggju Englendings varðandi allt sem er íslenskt. Hjartnæm frásögn þar sem lögð er áhersla á fólkið og reynslu þess.“ Breskir fjölmiðlar hafa einnig farið lofsamlegum ummælum um hana. Í bókinni skrifar Hancox töluvert um íslenska tónlist og tekur viðtöl við Sóleyju, Lay Low, Ólaf Arnalds, Snorra Helgason og Hafdísi Huld. Hancox hefur skrifað fjölmargar blaðagreinar um Ísland sem hafa birst í Iceland Review, Atlantica og Reykjavík Grapevine. Menning Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Bók Englendingsins Edwards Hancox, Iceland, Defrosted, hefur fengið góð viðbrögð síðan hún kom út. Hann safnaði fyrir útgáfu hennar á vefsíðunni Kickstarter. „Bókin fjallar um þráhyggju mína sem Englendingur fyrir stöðunum, fólkinu og tónlistinni á Íslandi,“ sagði Hancox, sem heimsótti Ísland fyrst fyrir níu árum. „Eftir alla erfiðisvinnuna sem fór í að skrifa hana, þurfti ég að ná Iceland, Defrosted af harða drifinu í tölvunni yfir á kaffiborðin. Án hins ótrúlega stuðnings allra bakhjarla minna á Kickstarter hefði ég eytt stórum hluta af lífi mínu í að skrifa eitthvað sem enginn annar hefði lesið.“ Í dómi tímaritsins National Geographic Traveller um bókina segir: „Mjög persónuleg bók um þráhyggju Englendings varðandi allt sem er íslenskt. Hjartnæm frásögn þar sem lögð er áhersla á fólkið og reynslu þess.“ Breskir fjölmiðlar hafa einnig farið lofsamlegum ummælum um hana. Í bókinni skrifar Hancox töluvert um íslenska tónlist og tekur viðtöl við Sóleyju, Lay Low, Ólaf Arnalds, Snorra Helgason og Hafdísi Huld. Hancox hefur skrifað fjölmargar blaðagreinar um Ísland sem hafa birst í Iceland Review, Atlantica og Reykjavík Grapevine.
Menning Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira