Samdi glæpasögu á næturvöktum Sara McMahon skrifar 14. október 2013 08:00 Gefur út Kári Valtýsson lögfræðingur gaf nýverið út sína fyrstu skáldsögu, Afleiðingar. Fréttablaðið/vilhelm „Ég vann á næturvöktum eitt sumar og hafði lítið að gera á þeim. Ég ákvað að prófa að skrifa glæpasögu á þessum vöktum og áður en ég vissi af var ég kominn með handrit að bók,“ segir lögfræðingurinn Kári Valtýsson. Hann gaf nýverið út sína fyrstu skáldsögu á vegum Útgáfunnar. Bókin nefnist Afleiðingar og er gefin út sem rafrit. Afleiðingar segir frá starfsmanni byggingarvöruverslunar sem vaknar blóðugur í baðkari í ókunnugri íbúð. Samstarfskona hans finnst svo myrt skömmu síðar og telur lögreglan að málin séu tengd. Aðspurður kveðst Kári hafa viljað skrifa glæpasögu sem „sögð er af hliðarlínunni“. Innblásturinn sótti hann svo víða. „Eitthvað er sótt í eigin reynslubanka, ég vann til að mynda í byggingarvöruverslun þegar ég var ungur. Í náminu les maður líka fullt af dómum sem hafa nýst manni sem innblástur. En þetta er auðvitað skáldskapur fyrst og fremst.“ Kári starfar sem lögfræðingur hjá Acta lögmannsstofu. Hann hefur ekki í hyggju að leggja þann frama á hilluna í þeim tilgangi að gerast rithöfundur. „Mér finnst mjög gaman að skrifa og er þegar kominn með uppkast að nýrri bók en ég ætla að einbeita mér að lögfræðinni í bili.“ Kári, sem er 28 ára gamall og tveggja barna faðir, segist helst stunda skriftir á nóttunni þegar fjölskyldan er sofnuð. „Ég er heppinn að eiga ofsalega góða fjölskyldu sem sýnir þessu áhugamáli mikinn stuðning…upp að vissu marki,“ segir hann að lokum og hlær. Menning Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Ég vann á næturvöktum eitt sumar og hafði lítið að gera á þeim. Ég ákvað að prófa að skrifa glæpasögu á þessum vöktum og áður en ég vissi af var ég kominn með handrit að bók,“ segir lögfræðingurinn Kári Valtýsson. Hann gaf nýverið út sína fyrstu skáldsögu á vegum Útgáfunnar. Bókin nefnist Afleiðingar og er gefin út sem rafrit. Afleiðingar segir frá starfsmanni byggingarvöruverslunar sem vaknar blóðugur í baðkari í ókunnugri íbúð. Samstarfskona hans finnst svo myrt skömmu síðar og telur lögreglan að málin séu tengd. Aðspurður kveðst Kári hafa viljað skrifa glæpasögu sem „sögð er af hliðarlínunni“. Innblásturinn sótti hann svo víða. „Eitthvað er sótt í eigin reynslubanka, ég vann til að mynda í byggingarvöruverslun þegar ég var ungur. Í náminu les maður líka fullt af dómum sem hafa nýst manni sem innblástur. En þetta er auðvitað skáldskapur fyrst og fremst.“ Kári starfar sem lögfræðingur hjá Acta lögmannsstofu. Hann hefur ekki í hyggju að leggja þann frama á hilluna í þeim tilgangi að gerast rithöfundur. „Mér finnst mjög gaman að skrifa og er þegar kominn með uppkast að nýrri bók en ég ætla að einbeita mér að lögfræðinni í bili.“ Kári, sem er 28 ára gamall og tveggja barna faðir, segist helst stunda skriftir á nóttunni þegar fjölskyldan er sofnuð. „Ég er heppinn að eiga ofsalega góða fjölskyldu sem sýnir þessu áhugamáli mikinn stuðning…upp að vissu marki,“ segir hann að lokum og hlær.
Menning Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira