Frá Háteigskirkju beint til Bonn Friðrika Benónýsdóttir skrifar 2. október 2013 10:00 Sigurður hefur verið viðloðandi skipulagningu á hátíðum í Bonn síðan 1991. Fréttablaðið/GVA Það verða bara þessir einu tónleikar því strax í næstu viku förum við til Þýskalands,“ segir Sigurður Bragason, stjórnandi Kammerkórsins sem heldur tónleika í Háteigskirkju annað kvöld. „Við verðum með svipaða efnisskrá og á tónlistarhátíðinni Amici della Musica Foligno á Ítalíu í ágúst og yfirskrift tónleikanna er Jesús mín morgunstjarna.“ Þýskalandsferðin sem Sigurður vísar til er boð á menningarhátíðina Yfir landamæri í Bonn, þar sem kórinn mun halda tvenna tónleika 12. og 13. október. Sigurður hefur lengi verið viðloðandi menningarhátíðir í Bonn, hvernig kom það til? „Ég var fenginn til að syngja á Bonner Sommer-listahátíðinni árið 1991 og hef síðan oft verið þeim innan handar við skipulagningu og útvegun listamanna á ýmsar hátíðir sem þeir halda,“ segir Sigurður. „Þeir eru mjög rausnarlegir við listamennina sem þeir bjóða og sem dæmi get ég sagt þér að kórinn fær 800.000 krónur fyrir að koma fram á þessum tvennum tónleikum núna, auk ókeypis ferða og uppihalds. Það eru ágætis dagpeningar fyrir fimmtán manna kór.“ Kammerkórinn er þó ekki einn á ferð því Bonn býður borgarstjórum, biskupum og listafólki frá borgunum Salzburg, La Paz, Cape Cost, Chengdu, Bukhara, Minsk, Yerevan og Kópavogi að taka þátt í umræðum og ráðstefnum og listafólkinu að vera með tónleika, leiksýningar, myndlistarsýningar og fleira. Frá Íslandi fara Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, og Kristján Valur Ingólfsson, vígslubiskup í Skálholti, dr. Þórhallur Eyþórsson prófessor, sem verður með fyrirlestur, rithöfundurinn Eiríkur Örn Norðdahl, dansarinn Sigríður Soffía Níelsdóttir, Rósa Gísladóttir myndlistarkona og Íslenski kammerkórinn. Menning Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Það verða bara þessir einu tónleikar því strax í næstu viku förum við til Þýskalands,“ segir Sigurður Bragason, stjórnandi Kammerkórsins sem heldur tónleika í Háteigskirkju annað kvöld. „Við verðum með svipaða efnisskrá og á tónlistarhátíðinni Amici della Musica Foligno á Ítalíu í ágúst og yfirskrift tónleikanna er Jesús mín morgunstjarna.“ Þýskalandsferðin sem Sigurður vísar til er boð á menningarhátíðina Yfir landamæri í Bonn, þar sem kórinn mun halda tvenna tónleika 12. og 13. október. Sigurður hefur lengi verið viðloðandi menningarhátíðir í Bonn, hvernig kom það til? „Ég var fenginn til að syngja á Bonner Sommer-listahátíðinni árið 1991 og hef síðan oft verið þeim innan handar við skipulagningu og útvegun listamanna á ýmsar hátíðir sem þeir halda,“ segir Sigurður. „Þeir eru mjög rausnarlegir við listamennina sem þeir bjóða og sem dæmi get ég sagt þér að kórinn fær 800.000 krónur fyrir að koma fram á þessum tvennum tónleikum núna, auk ókeypis ferða og uppihalds. Það eru ágætis dagpeningar fyrir fimmtán manna kór.“ Kammerkórinn er þó ekki einn á ferð því Bonn býður borgarstjórum, biskupum og listafólki frá borgunum Salzburg, La Paz, Cape Cost, Chengdu, Bukhara, Minsk, Yerevan og Kópavogi að taka þátt í umræðum og ráðstefnum og listafólkinu að vera með tónleika, leiksýningar, myndlistarsýningar og fleira. Frá Íslandi fara Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, og Kristján Valur Ingólfsson, vígslubiskup í Skálholti, dr. Þórhallur Eyþórsson prófessor, sem verður með fyrirlestur, rithöfundurinn Eiríkur Örn Norðdahl, dansarinn Sigríður Soffía Níelsdóttir, Rósa Gísladóttir myndlistarkona og Íslenski kammerkórinn.
Menning Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira