Sigurganga Sjóns í Bandaríkjunum Friðrika Benónýsdóttir skrifar 29. september 2013 15:00 Bækur sjóns hans hafa vakið hrifningu í BNA. Skáldið Sjón hefur heldur betur verið að gera það gott í Bandaríkjunum undanfarið. Farrar, Straus & Giroux, sem er eitt virtasta forlag Bandaríkjanna og þar með heimsins, gaf samtímis út þrjár bækur Sjóns – sem er afar fáheyrt. Bækurnar Rökkurbýsnir, Argóarflísin og Skuggabaldur hafa þegar vakið gríðarlega athygli og fengið frábæra dóma. Verk hans hafa nú verið þýdd á 25 tungumál. Sjón fór utan og heimsótti fjórar borgir á vesturströnd Bandaríkjanna; Seattle, Portland, San Fransisco og Santa Barbara. Þar hélt hann fyrirlestra og fór í ótal viðtöl, þar á meðal heilsíðuviðtal í Newsweek. Einn helsti bókmenntagagnrýnandi Bandaríkjanna, Alan Cheuse, fjallaði um verk hans á NPR-útvarpsstöðinni. Í New York var síðan útgáfuviðburður í Scandianvia House þar sem Björk kynnti hann til leiks og enski rithöfundurinn Hari Kunzru tók við hann viðtal. Um það var skrifað í The Paris Review. „Það er mjög gefandi og ögrandi að sjá verk sín gefin út fyrir jafn kröfuharða bókmenntalesendur og er að finna í Bandaríkjunum,“ segir Sjón. „Upplestrarferðin var einmitt sérstaklega fróðleg þegar kom að því að hitta þetta fólk í mörgum af þeim frábæru bókabúðum sem enn standa vörð um bókina og eru á móti studdar af dyggum viðskiptavinum sínum sem versla þar og mæta á viðburði.“Hvers vegna heldurðu að bandarískir lesendur hrífist svo mjög af verkum þínum?„Bandarískar bókmenntir fjalla gjarnan um líf og sögur fólks í smærri plássum í því gríðarstóra landi, og ég komst að því að höfundi sem segir sögur frá litlu landi langt í burtu er velkomið að láta á þær reyna líka.“ Ritdómarnir í stórblöðum USA og Kanada hafa allir verið mjög umfangsmiklir, upp í heilsíður. Ritdómar í veftímaritum hafa einnig verið umfangsmiklir og fjallað um allar þrjár bækurnar og kynnt höfundinn til leiks. Nýjast er það að frétta af áhuga erlendra útgefanda á verkum Sjóns að útgáfurétturinn að nýju skáldsögunni hans, Mánasteini sem ekki er komin út, hefur þegar verið seldur til Finnlands og Danmerkur. Menning Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Bay segir skilið við Smith Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Skáldið Sjón hefur heldur betur verið að gera það gott í Bandaríkjunum undanfarið. Farrar, Straus & Giroux, sem er eitt virtasta forlag Bandaríkjanna og þar með heimsins, gaf samtímis út þrjár bækur Sjóns – sem er afar fáheyrt. Bækurnar Rökkurbýsnir, Argóarflísin og Skuggabaldur hafa þegar vakið gríðarlega athygli og fengið frábæra dóma. Verk hans hafa nú verið þýdd á 25 tungumál. Sjón fór utan og heimsótti fjórar borgir á vesturströnd Bandaríkjanna; Seattle, Portland, San Fransisco og Santa Barbara. Þar hélt hann fyrirlestra og fór í ótal viðtöl, þar á meðal heilsíðuviðtal í Newsweek. Einn helsti bókmenntagagnrýnandi Bandaríkjanna, Alan Cheuse, fjallaði um verk hans á NPR-útvarpsstöðinni. Í New York var síðan útgáfuviðburður í Scandianvia House þar sem Björk kynnti hann til leiks og enski rithöfundurinn Hari Kunzru tók við hann viðtal. Um það var skrifað í The Paris Review. „Það er mjög gefandi og ögrandi að sjá verk sín gefin út fyrir jafn kröfuharða bókmenntalesendur og er að finna í Bandaríkjunum,“ segir Sjón. „Upplestrarferðin var einmitt sérstaklega fróðleg þegar kom að því að hitta þetta fólk í mörgum af þeim frábæru bókabúðum sem enn standa vörð um bókina og eru á móti studdar af dyggum viðskiptavinum sínum sem versla þar og mæta á viðburði.“Hvers vegna heldurðu að bandarískir lesendur hrífist svo mjög af verkum þínum?„Bandarískar bókmenntir fjalla gjarnan um líf og sögur fólks í smærri plássum í því gríðarstóra landi, og ég komst að því að höfundi sem segir sögur frá litlu landi langt í burtu er velkomið að láta á þær reyna líka.“ Ritdómarnir í stórblöðum USA og Kanada hafa allir verið mjög umfangsmiklir, upp í heilsíður. Ritdómar í veftímaritum hafa einnig verið umfangsmiklir og fjallað um allar þrjár bækurnar og kynnt höfundinn til leiks. Nýjast er það að frétta af áhuga erlendra útgefanda á verkum Sjóns að útgáfurétturinn að nýju skáldsögunni hans, Mánasteini sem ekki er komin út, hefur þegar verið seldur til Finnlands og Danmerkur.
Menning Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Bay segir skilið við Smith Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira