Nýr Álftanesvegur er ekki sagður bæta umferðaröryggi Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 25. september 2013 11:45 Hraunavinir ætla að standa vaktina áfram í Gálgahrauni. Sjálfstæðir umhverfissinnar sem segjast hliðhollir Sjálfstæðisflokknum skora á bæjarstjórn að hætta framkvæmdum. Fréttablaðið/GVA „Það er engin ástæða til að ráðast í veglagningu í gegnum Gálgahraun vegna tíðra slysa á Álftanesvegi. Það eru margir mun hættulegri vegkaflar hér á landi en hann,“ segir Ólafur Kr. Guðmundsson, varaformaður FÍB og tæknistjóri EuroRAP á Íslandi. Hann nefnir sem dæmi um hættulega vegi gamla Hafnarfjarðarveginn, Vífilsstaðaveg og Flugvallarveg og segir að þeir séu margir fleiri vegirnir og vegarspottarnir þar sem slysatíðni sé mun hærri en á þessum kafla Álftanesvegar. Bæjaryfirvöld í Garðabæ hafa sagt að það sé nauðsynlegt að færa Álftanesveg til norðurs og leggja hann í gegnum Gálgahraun vegna þess að gamli vegurinn beri ekki mikla og hraða umferð. Á honum séu margar krappar beygjur og blindhæðir auk þess sem vegurinn sé ekki nógu breiður. Á vegkaflanum sé mikil slysahætta. Ólafur segist hafa skoðað öll slys og umferðaróhöpp sem urðu á þeim vegkafla Álftanesvegar sem á að færa. Frá árinu 2007 til 2012 hafi ekki orðið banaslys á veginum, þar hafi orðið tvö alvarleg slys, fimmtán óhöpp hafi orðið þar sem minniháttar meiðsl urðu á fólki og 55 sinnum hafi orðið eignatjón. „Bæði slysin sem flokkast sem alvarleg gætu allt eins gerst á veginum sem á að leggja í gegnum Gálgahraun, í öðru tilvikinu fór bíll þvert yfir veginn og hafnaði utan vegar, í hinu tilvikinu ók bíll yfir á öfugan vegarhelming og ók framan á bíl sem kom úr gagnstæðri átt.“ Á nýja veginum segir Ólafur ekki gert ráð fyrir vegriðum, mislægum gatnamótum, hringtorgum eða öðrum umferðarmannvirkjum sem gætu komið í veg fyrir slys eins og orðið hafi á veginum. „Út frá umferðaröryggissjónarmiðum get ég ekki séð nauðsyn þess að færa Álftanesveg í gegnum Gálgahraun,“ segir hann. Sjálfstæðir umhverfisverndarsinnar sem segjast hliðhollir Sjálfstæðisflokknum sendu í gær frá sér tilkynningu þar sem borin var fram einlæg ósk um að bæjarstjórn Garðabæjar endurskoðaði afstöðu til vegaframkvæmda í Gálgahrauni. Gunnar Einarsson bæjarstjóri segir að málið sé í höndum Vegagerðarinnar og verktakans. Bæjarstjórn ætli hins vegar að fara eftir niðurstöðu dómstóla hver svo sem hún verði. Skúli Bjarnason, lögmaður Hraunavina, segir að á fimmtudag fari fram málflutningur fyrir héraðsdómi um þá kröfu fjögurra umhverfisverndarsamtaka um að leitað yrði ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins um það hvort samtökin hefðu lögvarða hagsmuni í lögbannsmáli vegna lagningar Álftanesvegar um Gálgahraun. Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Sjá meira
„Það er engin ástæða til að ráðast í veglagningu í gegnum Gálgahraun vegna tíðra slysa á Álftanesvegi. Það eru margir mun hættulegri vegkaflar hér á landi en hann,“ segir Ólafur Kr. Guðmundsson, varaformaður FÍB og tæknistjóri EuroRAP á Íslandi. Hann nefnir sem dæmi um hættulega vegi gamla Hafnarfjarðarveginn, Vífilsstaðaveg og Flugvallarveg og segir að þeir séu margir fleiri vegirnir og vegarspottarnir þar sem slysatíðni sé mun hærri en á þessum kafla Álftanesvegar. Bæjaryfirvöld í Garðabæ hafa sagt að það sé nauðsynlegt að færa Álftanesveg til norðurs og leggja hann í gegnum Gálgahraun vegna þess að gamli vegurinn beri ekki mikla og hraða umferð. Á honum séu margar krappar beygjur og blindhæðir auk þess sem vegurinn sé ekki nógu breiður. Á vegkaflanum sé mikil slysahætta. Ólafur segist hafa skoðað öll slys og umferðaróhöpp sem urðu á þeim vegkafla Álftanesvegar sem á að færa. Frá árinu 2007 til 2012 hafi ekki orðið banaslys á veginum, þar hafi orðið tvö alvarleg slys, fimmtán óhöpp hafi orðið þar sem minniháttar meiðsl urðu á fólki og 55 sinnum hafi orðið eignatjón. „Bæði slysin sem flokkast sem alvarleg gætu allt eins gerst á veginum sem á að leggja í gegnum Gálgahraun, í öðru tilvikinu fór bíll þvert yfir veginn og hafnaði utan vegar, í hinu tilvikinu ók bíll yfir á öfugan vegarhelming og ók framan á bíl sem kom úr gagnstæðri átt.“ Á nýja veginum segir Ólafur ekki gert ráð fyrir vegriðum, mislægum gatnamótum, hringtorgum eða öðrum umferðarmannvirkjum sem gætu komið í veg fyrir slys eins og orðið hafi á veginum. „Út frá umferðaröryggissjónarmiðum get ég ekki séð nauðsyn þess að færa Álftanesveg í gegnum Gálgahraun,“ segir hann. Sjálfstæðir umhverfisverndarsinnar sem segjast hliðhollir Sjálfstæðisflokknum sendu í gær frá sér tilkynningu þar sem borin var fram einlæg ósk um að bæjarstjórn Garðabæjar endurskoðaði afstöðu til vegaframkvæmda í Gálgahrauni. Gunnar Einarsson bæjarstjóri segir að málið sé í höndum Vegagerðarinnar og verktakans. Bæjarstjórn ætli hins vegar að fara eftir niðurstöðu dómstóla hver svo sem hún verði. Skúli Bjarnason, lögmaður Hraunavina, segir að á fimmtudag fari fram málflutningur fyrir héraðsdómi um þá kröfu fjögurra umhverfisverndarsamtaka um að leitað yrði ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins um það hvort samtökin hefðu lögvarða hagsmuni í lögbannsmáli vegna lagningar Álftanesvegar um Gálgahraun.
Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Sjá meira