Nýr Álftanesvegur er ekki sagður bæta umferðaröryggi Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 25. september 2013 11:45 Hraunavinir ætla að standa vaktina áfram í Gálgahrauni. Sjálfstæðir umhverfissinnar sem segjast hliðhollir Sjálfstæðisflokknum skora á bæjarstjórn að hætta framkvæmdum. Fréttablaðið/GVA „Það er engin ástæða til að ráðast í veglagningu í gegnum Gálgahraun vegna tíðra slysa á Álftanesvegi. Það eru margir mun hættulegri vegkaflar hér á landi en hann,“ segir Ólafur Kr. Guðmundsson, varaformaður FÍB og tæknistjóri EuroRAP á Íslandi. Hann nefnir sem dæmi um hættulega vegi gamla Hafnarfjarðarveginn, Vífilsstaðaveg og Flugvallarveg og segir að þeir séu margir fleiri vegirnir og vegarspottarnir þar sem slysatíðni sé mun hærri en á þessum kafla Álftanesvegar. Bæjaryfirvöld í Garðabæ hafa sagt að það sé nauðsynlegt að færa Álftanesveg til norðurs og leggja hann í gegnum Gálgahraun vegna þess að gamli vegurinn beri ekki mikla og hraða umferð. Á honum séu margar krappar beygjur og blindhæðir auk þess sem vegurinn sé ekki nógu breiður. Á vegkaflanum sé mikil slysahætta. Ólafur segist hafa skoðað öll slys og umferðaróhöpp sem urðu á þeim vegkafla Álftanesvegar sem á að færa. Frá árinu 2007 til 2012 hafi ekki orðið banaslys á veginum, þar hafi orðið tvö alvarleg slys, fimmtán óhöpp hafi orðið þar sem minniháttar meiðsl urðu á fólki og 55 sinnum hafi orðið eignatjón. „Bæði slysin sem flokkast sem alvarleg gætu allt eins gerst á veginum sem á að leggja í gegnum Gálgahraun, í öðru tilvikinu fór bíll þvert yfir veginn og hafnaði utan vegar, í hinu tilvikinu ók bíll yfir á öfugan vegarhelming og ók framan á bíl sem kom úr gagnstæðri átt.“ Á nýja veginum segir Ólafur ekki gert ráð fyrir vegriðum, mislægum gatnamótum, hringtorgum eða öðrum umferðarmannvirkjum sem gætu komið í veg fyrir slys eins og orðið hafi á veginum. „Út frá umferðaröryggissjónarmiðum get ég ekki séð nauðsyn þess að færa Álftanesveg í gegnum Gálgahraun,“ segir hann. Sjálfstæðir umhverfisverndarsinnar sem segjast hliðhollir Sjálfstæðisflokknum sendu í gær frá sér tilkynningu þar sem borin var fram einlæg ósk um að bæjarstjórn Garðabæjar endurskoðaði afstöðu til vegaframkvæmda í Gálgahrauni. Gunnar Einarsson bæjarstjóri segir að málið sé í höndum Vegagerðarinnar og verktakans. Bæjarstjórn ætli hins vegar að fara eftir niðurstöðu dómstóla hver svo sem hún verði. Skúli Bjarnason, lögmaður Hraunavina, segir að á fimmtudag fari fram málflutningur fyrir héraðsdómi um þá kröfu fjögurra umhverfisverndarsamtaka um að leitað yrði ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins um það hvort samtökin hefðu lögvarða hagsmuni í lögbannsmáli vegna lagningar Álftanesvegar um Gálgahraun. Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Sjá meira
„Það er engin ástæða til að ráðast í veglagningu í gegnum Gálgahraun vegna tíðra slysa á Álftanesvegi. Það eru margir mun hættulegri vegkaflar hér á landi en hann,“ segir Ólafur Kr. Guðmundsson, varaformaður FÍB og tæknistjóri EuroRAP á Íslandi. Hann nefnir sem dæmi um hættulega vegi gamla Hafnarfjarðarveginn, Vífilsstaðaveg og Flugvallarveg og segir að þeir séu margir fleiri vegirnir og vegarspottarnir þar sem slysatíðni sé mun hærri en á þessum kafla Álftanesvegar. Bæjaryfirvöld í Garðabæ hafa sagt að það sé nauðsynlegt að færa Álftanesveg til norðurs og leggja hann í gegnum Gálgahraun vegna þess að gamli vegurinn beri ekki mikla og hraða umferð. Á honum séu margar krappar beygjur og blindhæðir auk þess sem vegurinn sé ekki nógu breiður. Á vegkaflanum sé mikil slysahætta. Ólafur segist hafa skoðað öll slys og umferðaróhöpp sem urðu á þeim vegkafla Álftanesvegar sem á að færa. Frá árinu 2007 til 2012 hafi ekki orðið banaslys á veginum, þar hafi orðið tvö alvarleg slys, fimmtán óhöpp hafi orðið þar sem minniháttar meiðsl urðu á fólki og 55 sinnum hafi orðið eignatjón. „Bæði slysin sem flokkast sem alvarleg gætu allt eins gerst á veginum sem á að leggja í gegnum Gálgahraun, í öðru tilvikinu fór bíll þvert yfir veginn og hafnaði utan vegar, í hinu tilvikinu ók bíll yfir á öfugan vegarhelming og ók framan á bíl sem kom úr gagnstæðri átt.“ Á nýja veginum segir Ólafur ekki gert ráð fyrir vegriðum, mislægum gatnamótum, hringtorgum eða öðrum umferðarmannvirkjum sem gætu komið í veg fyrir slys eins og orðið hafi á veginum. „Út frá umferðaröryggissjónarmiðum get ég ekki séð nauðsyn þess að færa Álftanesveg í gegnum Gálgahraun,“ segir hann. Sjálfstæðir umhverfisverndarsinnar sem segjast hliðhollir Sjálfstæðisflokknum sendu í gær frá sér tilkynningu þar sem borin var fram einlæg ósk um að bæjarstjórn Garðabæjar endurskoðaði afstöðu til vegaframkvæmda í Gálgahrauni. Gunnar Einarsson bæjarstjóri segir að málið sé í höndum Vegagerðarinnar og verktakans. Bæjarstjórn ætli hins vegar að fara eftir niðurstöðu dómstóla hver svo sem hún verði. Skúli Bjarnason, lögmaður Hraunavina, segir að á fimmtudag fari fram málflutningur fyrir héraðsdómi um þá kröfu fjögurra umhverfisverndarsamtaka um að leitað yrði ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins um það hvort samtökin hefðu lögvarða hagsmuni í lögbannsmáli vegna lagningar Álftanesvegar um Gálgahraun.
Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Sjá meira