Nýr Álftanesvegur er ekki sagður bæta umferðaröryggi Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 25. september 2013 11:45 Hraunavinir ætla að standa vaktina áfram í Gálgahrauni. Sjálfstæðir umhverfissinnar sem segjast hliðhollir Sjálfstæðisflokknum skora á bæjarstjórn að hætta framkvæmdum. Fréttablaðið/GVA „Það er engin ástæða til að ráðast í veglagningu í gegnum Gálgahraun vegna tíðra slysa á Álftanesvegi. Það eru margir mun hættulegri vegkaflar hér á landi en hann,“ segir Ólafur Kr. Guðmundsson, varaformaður FÍB og tæknistjóri EuroRAP á Íslandi. Hann nefnir sem dæmi um hættulega vegi gamla Hafnarfjarðarveginn, Vífilsstaðaveg og Flugvallarveg og segir að þeir séu margir fleiri vegirnir og vegarspottarnir þar sem slysatíðni sé mun hærri en á þessum kafla Álftanesvegar. Bæjaryfirvöld í Garðabæ hafa sagt að það sé nauðsynlegt að færa Álftanesveg til norðurs og leggja hann í gegnum Gálgahraun vegna þess að gamli vegurinn beri ekki mikla og hraða umferð. Á honum séu margar krappar beygjur og blindhæðir auk þess sem vegurinn sé ekki nógu breiður. Á vegkaflanum sé mikil slysahætta. Ólafur segist hafa skoðað öll slys og umferðaróhöpp sem urðu á þeim vegkafla Álftanesvegar sem á að færa. Frá árinu 2007 til 2012 hafi ekki orðið banaslys á veginum, þar hafi orðið tvö alvarleg slys, fimmtán óhöpp hafi orðið þar sem minniháttar meiðsl urðu á fólki og 55 sinnum hafi orðið eignatjón. „Bæði slysin sem flokkast sem alvarleg gætu allt eins gerst á veginum sem á að leggja í gegnum Gálgahraun, í öðru tilvikinu fór bíll þvert yfir veginn og hafnaði utan vegar, í hinu tilvikinu ók bíll yfir á öfugan vegarhelming og ók framan á bíl sem kom úr gagnstæðri átt.“ Á nýja veginum segir Ólafur ekki gert ráð fyrir vegriðum, mislægum gatnamótum, hringtorgum eða öðrum umferðarmannvirkjum sem gætu komið í veg fyrir slys eins og orðið hafi á veginum. „Út frá umferðaröryggissjónarmiðum get ég ekki séð nauðsyn þess að færa Álftanesveg í gegnum Gálgahraun,“ segir hann. Sjálfstæðir umhverfisverndarsinnar sem segjast hliðhollir Sjálfstæðisflokknum sendu í gær frá sér tilkynningu þar sem borin var fram einlæg ósk um að bæjarstjórn Garðabæjar endurskoðaði afstöðu til vegaframkvæmda í Gálgahrauni. Gunnar Einarsson bæjarstjóri segir að málið sé í höndum Vegagerðarinnar og verktakans. Bæjarstjórn ætli hins vegar að fara eftir niðurstöðu dómstóla hver svo sem hún verði. Skúli Bjarnason, lögmaður Hraunavina, segir að á fimmtudag fari fram málflutningur fyrir héraðsdómi um þá kröfu fjögurra umhverfisverndarsamtaka um að leitað yrði ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins um það hvort samtökin hefðu lögvarða hagsmuni í lögbannsmáli vegna lagningar Álftanesvegar um Gálgahraun. Mest lesið Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
„Það er engin ástæða til að ráðast í veglagningu í gegnum Gálgahraun vegna tíðra slysa á Álftanesvegi. Það eru margir mun hættulegri vegkaflar hér á landi en hann,“ segir Ólafur Kr. Guðmundsson, varaformaður FÍB og tæknistjóri EuroRAP á Íslandi. Hann nefnir sem dæmi um hættulega vegi gamla Hafnarfjarðarveginn, Vífilsstaðaveg og Flugvallarveg og segir að þeir séu margir fleiri vegirnir og vegarspottarnir þar sem slysatíðni sé mun hærri en á þessum kafla Álftanesvegar. Bæjaryfirvöld í Garðabæ hafa sagt að það sé nauðsynlegt að færa Álftanesveg til norðurs og leggja hann í gegnum Gálgahraun vegna þess að gamli vegurinn beri ekki mikla og hraða umferð. Á honum séu margar krappar beygjur og blindhæðir auk þess sem vegurinn sé ekki nógu breiður. Á vegkaflanum sé mikil slysahætta. Ólafur segist hafa skoðað öll slys og umferðaróhöpp sem urðu á þeim vegkafla Álftanesvegar sem á að færa. Frá árinu 2007 til 2012 hafi ekki orðið banaslys á veginum, þar hafi orðið tvö alvarleg slys, fimmtán óhöpp hafi orðið þar sem minniháttar meiðsl urðu á fólki og 55 sinnum hafi orðið eignatjón. „Bæði slysin sem flokkast sem alvarleg gætu allt eins gerst á veginum sem á að leggja í gegnum Gálgahraun, í öðru tilvikinu fór bíll þvert yfir veginn og hafnaði utan vegar, í hinu tilvikinu ók bíll yfir á öfugan vegarhelming og ók framan á bíl sem kom úr gagnstæðri átt.“ Á nýja veginum segir Ólafur ekki gert ráð fyrir vegriðum, mislægum gatnamótum, hringtorgum eða öðrum umferðarmannvirkjum sem gætu komið í veg fyrir slys eins og orðið hafi á veginum. „Út frá umferðaröryggissjónarmiðum get ég ekki séð nauðsyn þess að færa Álftanesveg í gegnum Gálgahraun,“ segir hann. Sjálfstæðir umhverfisverndarsinnar sem segjast hliðhollir Sjálfstæðisflokknum sendu í gær frá sér tilkynningu þar sem borin var fram einlæg ósk um að bæjarstjórn Garðabæjar endurskoðaði afstöðu til vegaframkvæmda í Gálgahrauni. Gunnar Einarsson bæjarstjóri segir að málið sé í höndum Vegagerðarinnar og verktakans. Bæjarstjórn ætli hins vegar að fara eftir niðurstöðu dómstóla hver svo sem hún verði. Skúli Bjarnason, lögmaður Hraunavina, segir að á fimmtudag fari fram málflutningur fyrir héraðsdómi um þá kröfu fjögurra umhverfisverndarsamtaka um að leitað yrði ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins um það hvort samtökin hefðu lögvarða hagsmuni í lögbannsmáli vegna lagningar Álftanesvegar um Gálgahraun.
Mest lesið Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira