Nær 90% útlendinga ná íslenskuprófinu Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 21. september 2013 08:00 Fjöldi útlendinga sækir námskeið í íslensku hjá Mími. Mynd: Mímir símenntun 508 einstaklingar þreyttu í fyrra íslenskupróf fyrir umsækjendur um íslenskan ríkisborgararétt. Einstaklingum sem taka prófið hefur fjölgað að nýju eftir samdrátt í kjölfar hrunsins. Engin takmörk eru fyrir því hversu oft þreyta má prófið sem er bæði munnlegt og skriflegt. Gjald fyrir þátttöku í prófi nú í desember er sjö þúsund krónur. Hlutfall þeirra sem standast prófið hefur lækkað frá 2009 þegar próftaka hófst, úr 92,9 prósentum í 81,4 árið 2012. Meðaltalið undanfarin fjögur ár meðal þeirra 1.835 sem þreytt hafa prófið er 86,7 prósent, að því er kemur fram í skýrslu Námsmatsstofnunar sem sér um framkvæmd prófanna. „Þeir sem ná ekki prófinu geta skráð sig í próf að nýju en prófin eru haldin tvisvar á ári. Ef þeim sem þreyta prófin gengur illa í tvö til þrjú skipti kunna þeir að þurfa sérúrræði. Skólagöngu viðkomandi í föðurlandinu hefur mögulega verið ábótavant vegna stríðs eða stéttaskiptingar. Aðrir þættir geta einnig skipt máli,“ segir Auður Aðalsteinsdóttir, deildarsérfræðingur hjá Námsmatsstofnun. Reglugerð um íslenskupróf fyrir umsækjendur um íslenskan ríkisborgararétt tók gildi 1. janúar 2009. Undanþágur eru veittar ef telja verður ósanngjarnt að gera þá kröfu til umsækjanda að hann þurfi að taka próf. Það getur meðal annars átt við ef umsækjandi hefur náð 65 ára aldri og átt lögheimili hér á landi síðustu sjö ár áður en umsókn er lögð fram, eða ef umsækjandi er í íslenskum grunnskóla eða undir grunnskólaaldri. Skilyrði um íslenskukunnáttu þótti mikilvægt, ekki bara til þess að útlendingar gætu sinnt skyldum sínum í íslensku samfélagi, heldur einnig gætt réttinda sinna. „Þeir sem hafa fallið á íslenskuprófi fá bréf um að umsókn sé sett í bið þar til frekari upplýsingar berast um próftöku. Umsókn hefur ekki verið synjað af þeim sökum. Einstaka umsækjendur hafa óskað eftir afgreiðslu þingsins þar sem þessu skilyrði er ekki fullnægt,“ segir í skriflegu svari frá innanríkisráðuneytinu um hvort fall á íslenskuprófinu hafi komið í veg fyrir að íslenskur ríkisborgararéttur sé veittur. Langflestir þeirra sem tekið hafa prófið voru frá Filippseyjum og Póllandi. Karlar frá Suðaustur-Asíu voru líklegri en konurnar til að falla á prófinu. Marktækur munur kom ekki fram í öðrum heimshlutum, að því er kemur fram í skýrslu Námsmatsstofnunar. Árlega er 400 til 500 einstaklingum veittur íslenskur ríkisborgararéttur.Hluti úr íslenskuprófi fyrir útlendingaLesskilningur María er frá Spáni. Hún á heima á Íslandi. Hún er búin að vera á Íslandi í tólf ár. María á íslenskan mann sem heitir Finnur. Þau eiga þrjú börn. Dóttir þeirra heitir Soffía og er tíu ára. Synir þeirra heita Tómas, átta ára og Jón, sex ára. María er að vinna. Hún er að vinna á heimili fyrir gamalt fólk. María vinnur kvöldvaktir. Hún þarf að vakna klukkan hálf sjö. María vekur börnin sín klukkan sjö og gefur þeim morgunmat. Hún fer í vinnuna klukkan þrjú. Hún vinnur stundum um helgar. Hún hefur stundum frí virka daga. Í gær var sunnudagur. María var að vinna. Hún á frí í dag, mánudag. Núna er klukkan 10 og María er úti að ganga. Hún ætlar að versla seinna í dag í Smáralind. Hún ætlar að fara á bíó í kvöld með Finni, manni sínum. María saknar Spánar en finnst ágætt að vera á Íslandi. 1. Hvaðan er María? 2. Hvað eru strákarnir hennar Maríu gamlir? 3. Hvar vinnur María? 4. Hvað ætlar María að gera í kvöld? Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
508 einstaklingar þreyttu í fyrra íslenskupróf fyrir umsækjendur um íslenskan ríkisborgararétt. Einstaklingum sem taka prófið hefur fjölgað að nýju eftir samdrátt í kjölfar hrunsins. Engin takmörk eru fyrir því hversu oft þreyta má prófið sem er bæði munnlegt og skriflegt. Gjald fyrir þátttöku í prófi nú í desember er sjö þúsund krónur. Hlutfall þeirra sem standast prófið hefur lækkað frá 2009 þegar próftaka hófst, úr 92,9 prósentum í 81,4 árið 2012. Meðaltalið undanfarin fjögur ár meðal þeirra 1.835 sem þreytt hafa prófið er 86,7 prósent, að því er kemur fram í skýrslu Námsmatsstofnunar sem sér um framkvæmd prófanna. „Þeir sem ná ekki prófinu geta skráð sig í próf að nýju en prófin eru haldin tvisvar á ári. Ef þeim sem þreyta prófin gengur illa í tvö til þrjú skipti kunna þeir að þurfa sérúrræði. Skólagöngu viðkomandi í föðurlandinu hefur mögulega verið ábótavant vegna stríðs eða stéttaskiptingar. Aðrir þættir geta einnig skipt máli,“ segir Auður Aðalsteinsdóttir, deildarsérfræðingur hjá Námsmatsstofnun. Reglugerð um íslenskupróf fyrir umsækjendur um íslenskan ríkisborgararétt tók gildi 1. janúar 2009. Undanþágur eru veittar ef telja verður ósanngjarnt að gera þá kröfu til umsækjanda að hann þurfi að taka próf. Það getur meðal annars átt við ef umsækjandi hefur náð 65 ára aldri og átt lögheimili hér á landi síðustu sjö ár áður en umsókn er lögð fram, eða ef umsækjandi er í íslenskum grunnskóla eða undir grunnskólaaldri. Skilyrði um íslenskukunnáttu þótti mikilvægt, ekki bara til þess að útlendingar gætu sinnt skyldum sínum í íslensku samfélagi, heldur einnig gætt réttinda sinna. „Þeir sem hafa fallið á íslenskuprófi fá bréf um að umsókn sé sett í bið þar til frekari upplýsingar berast um próftöku. Umsókn hefur ekki verið synjað af þeim sökum. Einstaka umsækjendur hafa óskað eftir afgreiðslu þingsins þar sem þessu skilyrði er ekki fullnægt,“ segir í skriflegu svari frá innanríkisráðuneytinu um hvort fall á íslenskuprófinu hafi komið í veg fyrir að íslenskur ríkisborgararéttur sé veittur. Langflestir þeirra sem tekið hafa prófið voru frá Filippseyjum og Póllandi. Karlar frá Suðaustur-Asíu voru líklegri en konurnar til að falla á prófinu. Marktækur munur kom ekki fram í öðrum heimshlutum, að því er kemur fram í skýrslu Námsmatsstofnunar. Árlega er 400 til 500 einstaklingum veittur íslenskur ríkisborgararéttur.Hluti úr íslenskuprófi fyrir útlendingaLesskilningur María er frá Spáni. Hún á heima á Íslandi. Hún er búin að vera á Íslandi í tólf ár. María á íslenskan mann sem heitir Finnur. Þau eiga þrjú börn. Dóttir þeirra heitir Soffía og er tíu ára. Synir þeirra heita Tómas, átta ára og Jón, sex ára. María er að vinna. Hún er að vinna á heimili fyrir gamalt fólk. María vinnur kvöldvaktir. Hún þarf að vakna klukkan hálf sjö. María vekur börnin sín klukkan sjö og gefur þeim morgunmat. Hún fer í vinnuna klukkan þrjú. Hún vinnur stundum um helgar. Hún hefur stundum frí virka daga. Í gær var sunnudagur. María var að vinna. Hún á frí í dag, mánudag. Núna er klukkan 10 og María er úti að ganga. Hún ætlar að versla seinna í dag í Smáralind. Hún ætlar að fara á bíó í kvöld með Finni, manni sínum. María saknar Spánar en finnst ágætt að vera á Íslandi. 1. Hvaðan er María? 2. Hvað eru strákarnir hennar Maríu gamlir? 3. Hvar vinnur María? 4. Hvað ætlar María að gera í kvöld?
Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira