Krefst milljóna fyrir handtökur við sendiráð Stígur Helgason skrifar 12. september 2013 07:00 Lárus brá sér enn á ný á Laufásveginn í gær og sat fyrir á mynd ofan á blómakerjunum umdeildu, undir vökulum augum sendiráðsvarðanna. Fréttablaðið/Vilhelm Lárus Páll Birgisson sjúkraliði hefur stefnt íslenska ríkinu til greiðslu tveggja og hálfrar milljónar króna í skaðabætur vegna þess að lögregla handtók hann í tvígang fyrir utan sendiráð Bandaríkjanna við Laufásveg, fyrst í október 2009 og síðan í nóvember 2010. Bæði atvikin leiddu til dóms yfir Lárusi fyrir að óhlýðnast fyrirmælum lögreglu. Í fyrra skiptið var honum ekki gerð sérstök refsing en þurfti að greiða 200 þúsund króna málsvarnarlaun verjanda síns. Í það síðara varði hann sig sjálfur en var refsað með 50 þúsund króna sekt. Hvorugu málinu gat hann áfrýjað til Hæstaréttar vegna þess hversu lítil refsingin var. Lárus Páll viðurkennir að hann hafi sannarlega óhlýðnast lögreglu þegar hún skipaði honum að færa sig þar sem hann stóð í bæði skiptin innan við blómaker fyrir utan sendiráð Bandaríkjanna við Laufásveg og mótmælti þar stríðsrekstri Bandaríkjanna á friðsamlegan hátt, í fyrra skiptið í félagi við aðra en í síðara skiptið einn með skilti sem á stóð „Elskum friðinn“. Lárus telur hins vegar að málið snúist um það hvort fyrirmælin sem hann óhlýðnaðist hafi verið lögleg eða ekki. „Það hefur aldrei verið tekið á því fyrir dómstólum,“ segir Lárus. „Má lögreglan segja fólki sem viðhefur tjáningu á almannafæri bara að fara? Ef þú neitar að hlýða lögreglunni ertu að brjóta lög sama hvaða fyrirmæli hún gefur þér. Það er ekki þannig að þú sért saklaus ef fyrirmælin eru ólögleg – það vantar alveg,“ bætir hann við. Í stefnunni, sem Katrín Oddsdóttir, lögmaður Lárusar, lagði fram í apríl, segir meðal annars að Lárus hafi ekki verið innan lóðamarka sendiráðsins við mótmælin, athafnir hans í borgarlandinu hafi ekki á nokkurn hátt brotið gegn lögum eða reglum. Þess vegna hafi lögreglan ekki haft neina lögmæta ástæðu til að skipa honum að færa sig og meint brot hans, að óhlýðnast fyrirmælunum, hafi því verið bein afleiðing af ólöglegum athöfnum lögreglumannanna. „Stefnandi er mikill baráttumaður fyrir bættum heimi og hefur í fjölda ára mótmælt stríðsrekstri með ýmsum hætti. Hann mun ekki leggja árar í bát fyrr en hann fær réttláta málsmeðferð og ef það krefst úrlausnar fyrir æðsta dómstól landsins eða eftir atvikum mannréttindadómstól Evrópu, um það hvort hann hafi átt rétt á að mótmæla með fyrrgreindum hætti fyrir framan sendiráð Bandaríkjanna, þá mun hann ekki láta það aftra sér,“ segir í stefnunni. Honum hafi verið nauðugur einn sá kostur að höfða einkamál í þessu skyni, fyrst hann hafi ekki fengið að áfrýja hinum dómunum þrátt fyrir beiðni þar um. Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Fleiri fréttir Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Sjá meira
Lárus Páll Birgisson sjúkraliði hefur stefnt íslenska ríkinu til greiðslu tveggja og hálfrar milljónar króna í skaðabætur vegna þess að lögregla handtók hann í tvígang fyrir utan sendiráð Bandaríkjanna við Laufásveg, fyrst í október 2009 og síðan í nóvember 2010. Bæði atvikin leiddu til dóms yfir Lárusi fyrir að óhlýðnast fyrirmælum lögreglu. Í fyrra skiptið var honum ekki gerð sérstök refsing en þurfti að greiða 200 þúsund króna málsvarnarlaun verjanda síns. Í það síðara varði hann sig sjálfur en var refsað með 50 þúsund króna sekt. Hvorugu málinu gat hann áfrýjað til Hæstaréttar vegna þess hversu lítil refsingin var. Lárus Páll viðurkennir að hann hafi sannarlega óhlýðnast lögreglu þegar hún skipaði honum að færa sig þar sem hann stóð í bæði skiptin innan við blómaker fyrir utan sendiráð Bandaríkjanna við Laufásveg og mótmælti þar stríðsrekstri Bandaríkjanna á friðsamlegan hátt, í fyrra skiptið í félagi við aðra en í síðara skiptið einn með skilti sem á stóð „Elskum friðinn“. Lárus telur hins vegar að málið snúist um það hvort fyrirmælin sem hann óhlýðnaðist hafi verið lögleg eða ekki. „Það hefur aldrei verið tekið á því fyrir dómstólum,“ segir Lárus. „Má lögreglan segja fólki sem viðhefur tjáningu á almannafæri bara að fara? Ef þú neitar að hlýða lögreglunni ertu að brjóta lög sama hvaða fyrirmæli hún gefur þér. Það er ekki þannig að þú sért saklaus ef fyrirmælin eru ólögleg – það vantar alveg,“ bætir hann við. Í stefnunni, sem Katrín Oddsdóttir, lögmaður Lárusar, lagði fram í apríl, segir meðal annars að Lárus hafi ekki verið innan lóðamarka sendiráðsins við mótmælin, athafnir hans í borgarlandinu hafi ekki á nokkurn hátt brotið gegn lögum eða reglum. Þess vegna hafi lögreglan ekki haft neina lögmæta ástæðu til að skipa honum að færa sig og meint brot hans, að óhlýðnast fyrirmælunum, hafi því verið bein afleiðing af ólöglegum athöfnum lögreglumannanna. „Stefnandi er mikill baráttumaður fyrir bættum heimi og hefur í fjölda ára mótmælt stríðsrekstri með ýmsum hætti. Hann mun ekki leggja árar í bát fyrr en hann fær réttláta málsmeðferð og ef það krefst úrlausnar fyrir æðsta dómstól landsins eða eftir atvikum mannréttindadómstól Evrópu, um það hvort hann hafi átt rétt á að mótmæla með fyrrgreindum hætti fyrir framan sendiráð Bandaríkjanna, þá mun hann ekki láta það aftra sér,“ segir í stefnunni. Honum hafi verið nauðugur einn sá kostur að höfða einkamál í þessu skyni, fyrst hann hafi ekki fengið að áfrýja hinum dómunum þrátt fyrir beiðni þar um.
Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Fleiri fréttir Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Sjá meira