Vilja auka traust á Alþingi - Vinna að breytingu þingskapa Höskuldur Kári Schram skrifar 7. september 2013 07:00 Landsmenn bera afar lítið traust til Alþingis, ekki síst vegna framgöngu þingmanna. Stefnt er að því að bregðast við því með því að breyta þingsköpum. Fréttablaðið/Vilhelm Ríkur vilji er meðal þingmanna til að bregðast við því hve lítils trausts Alþingi nýtur meðal þjóðarinnar. Þetta segir Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, en þingskapanefnd sem skipuð verður í haust mun leggja fram tillögur að breytingum á störfum þingsins. Markmiðið með breytingunum er meðal annars að draga úr málþófi og gera umræður hnitmiðaðri. „Það er áhyggjuefni fyrir þingið og þjóðina líka þegar svona mikilvæg stofnun eins og Alþingi nýtur svona lítils trausts,“ segir Einar um nýlegar kannanir sem benda til þess að traust almennings til Alþingis og stjórnmálamanna sé í sögulegu lágmarki. Í könnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Alþingi sögðust 76% svarenda bera lítið eða alls ekkert traust til stofnunarinnar. Þátttakendur í könnuninni gagnrýndu meðal annars umræðuhefð þingmanna og vinnulag. Í niðurstöðum könnunar Alþjóðaefnahagsráðsins á samkeppnishæfni þjóða er Ísland í 48. sæti þegar kemur að trausti almennings til stjórnmálamanna. Íran er í 47. sæti og Austurríki í 49. sæti.Einar K. Guðfinnsson„Ég held að þingmenn geri sér grein fyrir því að einn liður í því að styrkja stöðu Alþingis sé að takast á við breytingar á þingsköpum,“ segir Einar. „Þessi vilji var líka til staðar á síðasta kjörtímabili en sú vinna kláraðist ekki. Ég tel hins vegar mikilvægt að byggja á þeirri vinnu sem þegar hefur farið fram.“ Skiptar skoðanir eru meðal þingmanna um hvers langt eigi að ganga í breytingum á þingsköpum. Stjórnarandstaðan á hverjum tíma hefur þannig notast við málþóf til að setja þrýsting á stjórnarmeirihluta og hafa áhrif á niðurstöðu og afgreiðslu mála. Einar segir að stíga þurfi varlega til jarðar í þessum breytingum. „Ég hef ekki viljað ganga svo langt, og eins tíðkast í sumum þjóðþingum að umræður fari að litlu leyti fram í þingsal. Það er afturför að mínu mati. Ég er hins vegar þeirrar skoðunar að hægt sé að breyta fyrirkomulaginu án þess að skerða málfrelsi þingmanna,“ segir Einar. Alþingi kemur saman til fundar á þriðjudag í næstu viku en gert ráð fyrir sex þingfundardögum. Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Ríkur vilji er meðal þingmanna til að bregðast við því hve lítils trausts Alþingi nýtur meðal þjóðarinnar. Þetta segir Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, en þingskapanefnd sem skipuð verður í haust mun leggja fram tillögur að breytingum á störfum þingsins. Markmiðið með breytingunum er meðal annars að draga úr málþófi og gera umræður hnitmiðaðri. „Það er áhyggjuefni fyrir þingið og þjóðina líka þegar svona mikilvæg stofnun eins og Alþingi nýtur svona lítils trausts,“ segir Einar um nýlegar kannanir sem benda til þess að traust almennings til Alþingis og stjórnmálamanna sé í sögulegu lágmarki. Í könnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Alþingi sögðust 76% svarenda bera lítið eða alls ekkert traust til stofnunarinnar. Þátttakendur í könnuninni gagnrýndu meðal annars umræðuhefð þingmanna og vinnulag. Í niðurstöðum könnunar Alþjóðaefnahagsráðsins á samkeppnishæfni þjóða er Ísland í 48. sæti þegar kemur að trausti almennings til stjórnmálamanna. Íran er í 47. sæti og Austurríki í 49. sæti.Einar K. Guðfinnsson„Ég held að þingmenn geri sér grein fyrir því að einn liður í því að styrkja stöðu Alþingis sé að takast á við breytingar á þingsköpum,“ segir Einar. „Þessi vilji var líka til staðar á síðasta kjörtímabili en sú vinna kláraðist ekki. Ég tel hins vegar mikilvægt að byggja á þeirri vinnu sem þegar hefur farið fram.“ Skiptar skoðanir eru meðal þingmanna um hvers langt eigi að ganga í breytingum á þingsköpum. Stjórnarandstaðan á hverjum tíma hefur þannig notast við málþóf til að setja þrýsting á stjórnarmeirihluta og hafa áhrif á niðurstöðu og afgreiðslu mála. Einar segir að stíga þurfi varlega til jarðar í þessum breytingum. „Ég hef ekki viljað ganga svo langt, og eins tíðkast í sumum þjóðþingum að umræður fari að litlu leyti fram í þingsal. Það er afturför að mínu mati. Ég er hins vegar þeirrar skoðunar að hægt sé að breyta fyrirkomulaginu án þess að skerða málfrelsi þingmanna,“ segir Einar. Alþingi kemur saman til fundar á þriðjudag í næstu viku en gert ráð fyrir sex þingfundardögum.
Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira