Vilja auka traust á Alþingi - Vinna að breytingu þingskapa Höskuldur Kári Schram skrifar 7. september 2013 07:00 Landsmenn bera afar lítið traust til Alþingis, ekki síst vegna framgöngu þingmanna. Stefnt er að því að bregðast við því með því að breyta þingsköpum. Fréttablaðið/Vilhelm Ríkur vilji er meðal þingmanna til að bregðast við því hve lítils trausts Alþingi nýtur meðal þjóðarinnar. Þetta segir Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, en þingskapanefnd sem skipuð verður í haust mun leggja fram tillögur að breytingum á störfum þingsins. Markmiðið með breytingunum er meðal annars að draga úr málþófi og gera umræður hnitmiðaðri. „Það er áhyggjuefni fyrir þingið og þjóðina líka þegar svona mikilvæg stofnun eins og Alþingi nýtur svona lítils trausts,“ segir Einar um nýlegar kannanir sem benda til þess að traust almennings til Alþingis og stjórnmálamanna sé í sögulegu lágmarki. Í könnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Alþingi sögðust 76% svarenda bera lítið eða alls ekkert traust til stofnunarinnar. Þátttakendur í könnuninni gagnrýndu meðal annars umræðuhefð þingmanna og vinnulag. Í niðurstöðum könnunar Alþjóðaefnahagsráðsins á samkeppnishæfni þjóða er Ísland í 48. sæti þegar kemur að trausti almennings til stjórnmálamanna. Íran er í 47. sæti og Austurríki í 49. sæti.Einar K. Guðfinnsson„Ég held að þingmenn geri sér grein fyrir því að einn liður í því að styrkja stöðu Alþingis sé að takast á við breytingar á þingsköpum,“ segir Einar. „Þessi vilji var líka til staðar á síðasta kjörtímabili en sú vinna kláraðist ekki. Ég tel hins vegar mikilvægt að byggja á þeirri vinnu sem þegar hefur farið fram.“ Skiptar skoðanir eru meðal þingmanna um hvers langt eigi að ganga í breytingum á þingsköpum. Stjórnarandstaðan á hverjum tíma hefur þannig notast við málþóf til að setja þrýsting á stjórnarmeirihluta og hafa áhrif á niðurstöðu og afgreiðslu mála. Einar segir að stíga þurfi varlega til jarðar í þessum breytingum. „Ég hef ekki viljað ganga svo langt, og eins tíðkast í sumum þjóðþingum að umræður fari að litlu leyti fram í þingsal. Það er afturför að mínu mati. Ég er hins vegar þeirrar skoðunar að hægt sé að breyta fyrirkomulaginu án þess að skerða málfrelsi þingmanna,“ segir Einar. Alþingi kemur saman til fundar á þriðjudag í næstu viku en gert ráð fyrir sex þingfundardögum. Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Fleiri fréttir Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Sjá meira
Ríkur vilji er meðal þingmanna til að bregðast við því hve lítils trausts Alþingi nýtur meðal þjóðarinnar. Þetta segir Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, en þingskapanefnd sem skipuð verður í haust mun leggja fram tillögur að breytingum á störfum þingsins. Markmiðið með breytingunum er meðal annars að draga úr málþófi og gera umræður hnitmiðaðri. „Það er áhyggjuefni fyrir þingið og þjóðina líka þegar svona mikilvæg stofnun eins og Alþingi nýtur svona lítils trausts,“ segir Einar um nýlegar kannanir sem benda til þess að traust almennings til Alþingis og stjórnmálamanna sé í sögulegu lágmarki. Í könnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Alþingi sögðust 76% svarenda bera lítið eða alls ekkert traust til stofnunarinnar. Þátttakendur í könnuninni gagnrýndu meðal annars umræðuhefð þingmanna og vinnulag. Í niðurstöðum könnunar Alþjóðaefnahagsráðsins á samkeppnishæfni þjóða er Ísland í 48. sæti þegar kemur að trausti almennings til stjórnmálamanna. Íran er í 47. sæti og Austurríki í 49. sæti.Einar K. Guðfinnsson„Ég held að þingmenn geri sér grein fyrir því að einn liður í því að styrkja stöðu Alþingis sé að takast á við breytingar á þingsköpum,“ segir Einar. „Þessi vilji var líka til staðar á síðasta kjörtímabili en sú vinna kláraðist ekki. Ég tel hins vegar mikilvægt að byggja á þeirri vinnu sem þegar hefur farið fram.“ Skiptar skoðanir eru meðal þingmanna um hvers langt eigi að ganga í breytingum á þingsköpum. Stjórnarandstaðan á hverjum tíma hefur þannig notast við málþóf til að setja þrýsting á stjórnarmeirihluta og hafa áhrif á niðurstöðu og afgreiðslu mála. Einar segir að stíga þurfi varlega til jarðar í þessum breytingum. „Ég hef ekki viljað ganga svo langt, og eins tíðkast í sumum þjóðþingum að umræður fari að litlu leyti fram í þingsal. Það er afturför að mínu mati. Ég er hins vegar þeirrar skoðunar að hægt sé að breyta fyrirkomulaginu án þess að skerða málfrelsi þingmanna,“ segir Einar. Alþingi kemur saman til fundar á þriðjudag í næstu viku en gert ráð fyrir sex þingfundardögum.
Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Fleiri fréttir Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Sjá meira