Vill helst ekki vera í sama húsi og Graham Valur Grettisson skrifar 29. ágúst 2013 09:00 Sverrir Agnarsson, formaður félags múslíma á Íslandi segist virða málfrelsi en ekki kæra sig mikið um félagsskap Franklins Graham. „Það eru mikil vonbrigði að hún hafi ákveðið þetta,“ segir Anna Pála Sverrisdóttir, formaður Samtakanna "78, um ákvörðun Agnesar M. Sigurðardóttur, biskups Íslands, um að halda erindi á Hátíð vonar sem verður haldin í Laugardalshöll í lok september. Aðalræðumaður hátíðarinnar er predikarinn Franklin Graham en sá er afar umdeildur, bæði vegna ummæla sinna um múslima sem og afstöðu hans til samkynhneigðra. Biskupsstofa baðst afsökunar á því að hafa auglýst hátíðina á vef sínum, kirkjan.is, skömmu fyrir Hinsegin daga sem fram fóru í Reykjavík fyrr í mánuðinum. Meðal annars sagði í tilkynningu frá embættinu: „Það var ekki ætlunin með birtingu hennar að varpa neinum skugga á Hinsegin daga eða taka undir orð Franklins Graham um samkynhneigða og hjónaband þeirra. Við biðjumst afsökunar á þessu.“ Anna Pála segir ákvörðun biskups vonbrigði, ekki síst í ljósi þess að hún staldraði við og íhugaði málið, „og það réttilega,“ bætir Anna Pála við og segir að það sé eitt að taka þátt í samkomu án þess að vita um samhengi hennar eða hver stjarna hátíðarinnar er, og annað að taka ákvörðun um að ávarpa fund vitandi að þar sé maður sem miðli neikvæðum boðskap um samkynhneigða. „Mér finnst rökstuðningurinn sem hún færir fyrir þessari ákvörðun, að hún taki samstarf með kristnum söfnuðum fram yfir það að taka skýra afstöðu gegn hatursorðræðu ofsótts minnihlutahóps, lýsa allt öðru en kristilegum kærleika,“ segir Anna Pála. Hún segir samtökin hafa fengið gríðarlega sterk viðbrögð vegna viðburðarins og að það komi vel til greina að mótmæla hátíðinni með einhverju móti þegar nær dregur. Franklin er ekki aðeins umdeildur vegna sjónarmiða sinna gagnvart samkynhneigðum, heldur hefur hann talað harkalega gegn múslimum. Meðal annars hefur hann sagt íslam „ill og andstyggileg trúarbrögð“. Sverrir Agnarsson, formaður Félags múslíma á Íslandi, segir Franklin hluta af iðnvæddri íslamfóbíu, en hann virði þó sjónarmið allra, þótt hann sé ekki sammála þeim. „Ég er mikill stuðningsmaður málfrelsis og vil helst ekki skipta mér af því sem biskup Íslands gerir, en persónulega myndi ég ekki vilja vera í sama húsi og þessi maður,“ segir Sverrir um málflutning Franklins Graham.Vildi standa við loforðið„Það var nú aðallega það að ég var búin að lofa þessu og vildi standa við loforðið, eins og ég er alin upp við,“ segir Agnes M. Sigurðardóttir biskup, spurð um hvað réði úrslitum þegar hún ákvað að taka þátt í Hátíð vonar eftir að hafa tekið sér góðan umhugsunarfrest.Hún segist hafa reynt að koma því skýrt til skila að kirkjan standi heilshugar með réttindabaráttu hinsegin fólks og muni hvergi hvika frá því.„Vissulega getur það verið viss yfirlýsing að mæta ekki, en að mæta er líka yfirlýsing því þá fær maður tækifæri til að tala um hlutina og segja hug sinn.“ Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Sjá meira
„Það eru mikil vonbrigði að hún hafi ákveðið þetta,“ segir Anna Pála Sverrisdóttir, formaður Samtakanna "78, um ákvörðun Agnesar M. Sigurðardóttur, biskups Íslands, um að halda erindi á Hátíð vonar sem verður haldin í Laugardalshöll í lok september. Aðalræðumaður hátíðarinnar er predikarinn Franklin Graham en sá er afar umdeildur, bæði vegna ummæla sinna um múslima sem og afstöðu hans til samkynhneigðra. Biskupsstofa baðst afsökunar á því að hafa auglýst hátíðina á vef sínum, kirkjan.is, skömmu fyrir Hinsegin daga sem fram fóru í Reykjavík fyrr í mánuðinum. Meðal annars sagði í tilkynningu frá embættinu: „Það var ekki ætlunin með birtingu hennar að varpa neinum skugga á Hinsegin daga eða taka undir orð Franklins Graham um samkynhneigða og hjónaband þeirra. Við biðjumst afsökunar á þessu.“ Anna Pála segir ákvörðun biskups vonbrigði, ekki síst í ljósi þess að hún staldraði við og íhugaði málið, „og það réttilega,“ bætir Anna Pála við og segir að það sé eitt að taka þátt í samkomu án þess að vita um samhengi hennar eða hver stjarna hátíðarinnar er, og annað að taka ákvörðun um að ávarpa fund vitandi að þar sé maður sem miðli neikvæðum boðskap um samkynhneigða. „Mér finnst rökstuðningurinn sem hún færir fyrir þessari ákvörðun, að hún taki samstarf með kristnum söfnuðum fram yfir það að taka skýra afstöðu gegn hatursorðræðu ofsótts minnihlutahóps, lýsa allt öðru en kristilegum kærleika,“ segir Anna Pála. Hún segir samtökin hafa fengið gríðarlega sterk viðbrögð vegna viðburðarins og að það komi vel til greina að mótmæla hátíðinni með einhverju móti þegar nær dregur. Franklin er ekki aðeins umdeildur vegna sjónarmiða sinna gagnvart samkynhneigðum, heldur hefur hann talað harkalega gegn múslimum. Meðal annars hefur hann sagt íslam „ill og andstyggileg trúarbrögð“. Sverrir Agnarsson, formaður Félags múslíma á Íslandi, segir Franklin hluta af iðnvæddri íslamfóbíu, en hann virði þó sjónarmið allra, þótt hann sé ekki sammála þeim. „Ég er mikill stuðningsmaður málfrelsis og vil helst ekki skipta mér af því sem biskup Íslands gerir, en persónulega myndi ég ekki vilja vera í sama húsi og þessi maður,“ segir Sverrir um málflutning Franklins Graham.Vildi standa við loforðið„Það var nú aðallega það að ég var búin að lofa þessu og vildi standa við loforðið, eins og ég er alin upp við,“ segir Agnes M. Sigurðardóttir biskup, spurð um hvað réði úrslitum þegar hún ákvað að taka þátt í Hátíð vonar eftir að hafa tekið sér góðan umhugsunarfrest.Hún segist hafa reynt að koma því skýrt til skila að kirkjan standi heilshugar með réttindabaráttu hinsegin fólks og muni hvergi hvika frá því.„Vissulega getur það verið viss yfirlýsing að mæta ekki, en að mæta er líka yfirlýsing því þá fær maður tækifæri til að tala um hlutina og segja hug sinn.“
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Sjá meira