Lesblind börn læra lestur með hundum Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 10. ágúst 2013 08:30 Óhefðbundið Verkefni þar sem börn með lestrarörðugleika lásu fyrir hunda sló í gegn á Seltjarnarnesi í vetur. „Við fengum helstu upplýsingar um persónuleika barnanna og Brynja Tomer, sem er algjör hundasérfræðingur, paraði hunda og börn samkvæmt því,“ segir Margrét Sigurðardóttir, æskulýðsfulltrúi og forstöðumaður félagsmiðstöðvarinnar Selsins á Seltjarnarnesi. Margrét, ásamt Brynju, fór af stað með verkefnið í samstarfi við yfirvöld Valhúsaskóla eftir að henni barst til eyrna að slíkt hefði gefist vel í Bandaríkjunum. Fjögur börn, fjórir hundar og hundaeigendur voru fengin til þátttöku. „Við vinnum þetta verkefni á þeim forsendum að það sé ekki verið að leiðrétta barnið.“ Þegar barn er sífellt leiðrétt myndast stress við að ná hverju einasta orði réttu og skilningur á samhengi textans týnist. „Þetta er svo dásamlegt. Hundarnir mæna bara á börnin. Þeir eru ekkert að leiðrétta heldur dá þau,“ útskýrir Margrét. Hundaeigendurnir voru einnig lykilaðilar í verkefninu. Ef upp kom orð sem ekki telst í orðaforða tíu ára barns útskýrði það, með hjálp eigandans, merkingu orðsins fyrir hundinum. „Það er lestrarskali í skólum sem öll börn eru mæld eftir og öll börnin fjögur höfðu færst ofar á honum,“ segir Margrét um niðurstöður verkefnisins. „Eitt barn sem vildi aldrei lesa heima þegar við byrjuðum í þessu var í lok verkefnisins byrjað að fara upp í rúm og lesa sjálft. Annað barn, sem átti annað gæludýr heima en hund, var byrjað að lesa fyrir það gæludýr.“Margrét Sigurðardóttir„Ég er mjög stolt af þessu og af hópnum okkar öllum. Ég hefði aldrei getað gert þetta ein.“ Margrét segir afar mikilvægt, ef fleiri hafa áhuga á að ráðast í slíkt verkefni, að það fari í gegnum samtökin Vigdís, vinir gæludýra á Íslandi, til þess að rétt sé að því staðið. „Verkefnið kemur frá samtökum að nafni R.E.A.D., Reading Education Assistance Dogs, sem hefur haldið námskeið fyrir okkur,“ útskýrir hún. „Þetta var svo fallegt verkefni, ég var alltaf með gæsahúð,“ segir Margrét og bætir við að það séu engar ýkjur. „Börnin komu yfir til okkar í félagsmiðstöðina á handahlaupum.“ Til stendur að halda áfram með verkefnið í haust. Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Verkefni þar sem börn með lestrarörðugleika lásu fyrir hunda sló í gegn á Seltjarnarnesi í vetur. „Við fengum helstu upplýsingar um persónuleika barnanna og Brynja Tomer, sem er algjör hundasérfræðingur, paraði hunda og börn samkvæmt því,“ segir Margrét Sigurðardóttir, æskulýðsfulltrúi og forstöðumaður félagsmiðstöðvarinnar Selsins á Seltjarnarnesi. Margrét, ásamt Brynju, fór af stað með verkefnið í samstarfi við yfirvöld Valhúsaskóla eftir að henni barst til eyrna að slíkt hefði gefist vel í Bandaríkjunum. Fjögur börn, fjórir hundar og hundaeigendur voru fengin til þátttöku. „Við vinnum þetta verkefni á þeim forsendum að það sé ekki verið að leiðrétta barnið.“ Þegar barn er sífellt leiðrétt myndast stress við að ná hverju einasta orði réttu og skilningur á samhengi textans týnist. „Þetta er svo dásamlegt. Hundarnir mæna bara á börnin. Þeir eru ekkert að leiðrétta heldur dá þau,“ útskýrir Margrét. Hundaeigendurnir voru einnig lykilaðilar í verkefninu. Ef upp kom orð sem ekki telst í orðaforða tíu ára barns útskýrði það, með hjálp eigandans, merkingu orðsins fyrir hundinum. „Það er lestrarskali í skólum sem öll börn eru mæld eftir og öll börnin fjögur höfðu færst ofar á honum,“ segir Margrét um niðurstöður verkefnisins. „Eitt barn sem vildi aldrei lesa heima þegar við byrjuðum í þessu var í lok verkefnisins byrjað að fara upp í rúm og lesa sjálft. Annað barn, sem átti annað gæludýr heima en hund, var byrjað að lesa fyrir það gæludýr.“Margrét Sigurðardóttir„Ég er mjög stolt af þessu og af hópnum okkar öllum. Ég hefði aldrei getað gert þetta ein.“ Margrét segir afar mikilvægt, ef fleiri hafa áhuga á að ráðast í slíkt verkefni, að það fari í gegnum samtökin Vigdís, vinir gæludýra á Íslandi, til þess að rétt sé að því staðið. „Verkefnið kemur frá samtökum að nafni R.E.A.D., Reading Education Assistance Dogs, sem hefur haldið námskeið fyrir okkur,“ útskýrir hún. „Þetta var svo fallegt verkefni, ég var alltaf með gæsahúð,“ segir Margrét og bætir við að það séu engar ýkjur. „Börnin komu yfir til okkar í félagsmiðstöðina á handahlaupum.“ Til stendur að halda áfram með verkefnið í haust.
Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira