Dýrð Laugavegarins á hjóli Finnur Thorlacius skrifar 3. ágúst 2013 13:00 "Reynir mjög á hæfni hjólreiðamanna að hjóla niður tungurnar og þjóðráð að lækka hnakkinn í lægstu stöðu til að lækka þyngdarpunktinn og komast með því hjá falli.“ myndir/finnur thorlacius Föstudaginn fyrir átta dögum naut greinarritari þess að hjóla leiðina fallegu, við annan mann, Arnþór Pálsson. Þann dag var veðrið á hálendinu með ólíkindum dásamlegt og sólin skein alla leiðina, hitinn vart undir 20 stigum nokkurs staðar á leiðinni og eins víðsýnt á fjöllum og kostur gefst. Segja má að ekki sé hægt að bjóða upp á meiri veislu fyrir náttúruunnendur, hvað þá ef sameina má hana krefjandi hjólatúr. Arnþór hafði nýlokið átta daga hjólakeppni sem liggur um austurrísku og ítölsku Alpana niður að Gardavatni, en var engu að síður á því að engin dagleið þar slái þessari leið við hvað fegurð varðar.800 manns á leiðinni hvern dag Lagt var af stað úr Garðabænum árla morguns og ekið í Landmannalaugar. Þar lék sólin við mýmarga gesti þessarar náttúruperlu, aðallega erlenda ferðamenn. Margir þeirra hafa eflaust verið að undirbúa göngu til Þórsmerkur, en flestir ganga þá leið á fjórum dögum og gista á leiðinni í skálunum í Hrafntinnuskeri, Álftavatni og Emstrum. Á góðum sumardegi eru um 800 manns á göngu einhvers staðar á leiðinni milli Landmannalauga og Þórsmerkur og kemur það alls ekki á óvart af reynslu þriggja hjólaferða á „Laugaveginum“ í ár, fyrra og sumarið þar á undan. Ákaflega gaman er að spjalla við það spræka fólk af öllum þjóðernum sem mætt er á leiðinni og verður margur þeirra hissa á þeirri hugmynd að hjóla þessa leið, enda víða sem ganga þarf undir hjólinu.Skemmtileg glíma við brekkurnar Margar brekkurnar leynast á leiðinni sem ógerningur er að hjóla upp og sumar hverjar einnig niður. Skemmtilegt er þó að glíma við að hjóla þær sem lengst upp og reynir þar vel á þol og tækni hjólreiðamanna. Nokkuð mikil hækkun er fyrsta legg leiðarinnar til Hrafntinnuskers, enda stendur skálinn þar í um 1.100 metra hæð. Stutt er síðan snjóa leysti umhverfis skálann og voru skaflar báðum megin við Hrafntinnusker sýnu stærri en undanfarin tvö sumur. Eru þeir illhjólanlegir en engu að síður mikið fjör að koma hratt að þeim og reyna að halda gripi sem lengst. Lætur þyngdarlögmálið og gripið þá stundum undan og hjól og knapi liggja flöt í snjónum við vænan hlátur ferðafélagans. Við margt má skemmta sér og keppnisskapið virkjað sem kostur er. Víða á leiðinni er þó troðningurinn þéttur undir fót/hjól og þá er gaman að vera á vel búnu hjóli en óvarlegt er að velja sér fararskjóta sem ekki er búinn dempara að framan sem dregur vel úr þeim misfellum sem farið er yfir.Litadýrðin engu lík Frá skálanum í Hrafntinnuskeri taka við fjölmargir gilskorningar sem fullir eru af snjó og þarf oft að stíga af hjólinu og teyma. Á þeirri leið eru litirnir í fjöllunum algerlega ógleymanlegir enda farið um eina af megineldsstöðvum landsins. Gul, rauð, græn og svört fjöll skiptast á og reka erlendir ferðamenn upp stór augu við þá litadýrð, sem og við heimamenn. Fallegasti staðurinn af mörgum á leiðinni blasir svo við á toppi Jökultungnanna sem fara þarf niður áður en komið er niður á sléttuna þar sem Álftavatnið fagra liggur. Þar blasir Eyjafjallajökull og Tindfjöllin við í allri sinni dýrð og sér þar fyrst alveg inn í Þórsmörk. Mögnuð sjón sem hér sést á mynd og litirnir úr öllum skala litrófsins. Reynir mjög á hæfni hjólreiðamanna að hjóla niður tungurnar og þjóðráð að lækka hnakkinn í lægstu stöðu til að lækka þyngdarpunktinn og komast með því hjá falli. Ekki er það þó fyrir nema snjöllustu fjallabrunara að standa það allt og hefur greinarritari þó orðið vitni að slíku er fyrrverandi Íslandsmeistari í þeirri grein slóst með í för í fyrrasumar, Óliver Pálmarsson, sem þar sýndi sínar bestu hliðar og steig aldrei af hjólinu niður fjallið.Leiðin hálfnuð í Álftavatni Komið var í Álftavatn eftir þrjá og hálfan tíma. Tekur þá við auðveldasti og hraðfarnasti partur leiðarinnar og má velja um að hjóla stikuðu leiðina eða veg sem liggur að næsta skála við Emstrur. Stikaða leiðin er þó fallegri og farið um þrönga stíga. Ef keppt er um tíma er akvegurinn þó vænlegri, en hann var ekki valinn að þessu sinni. Leiðin liggur fram hjá skálanum í Hvanngili og þarf víða að vaða yfir ár á þessari leið, meðal þeirra Bratthálskvísl og Bláfjallakvísl. Ekki tekur því að fara úr skónum þegar þær eru þveraðar, enda væri það æði tímafrekt. Kaldaklofskvísl og Nyrðri-Emstruá eru þó brúaðar, enda oftast vatnsmeiri. Víða á þessari leið er undirlagið sendið og er það einn helsti óvinur hjólreiðamannsins og tekur heilmikið á.Seinfarnasti leggurinn Þegar komið er að skálanum við Emstrur eru 15 kílómetrar eftir og hefur sá kafli reynst sá seinfarnasti af þessum fjórum og á sandur þar stóran þátt. Heildarlækkun frá Emstrum í Þórsmörk er um 300 metrar en ekki nema 40 metrar frá Álftavatni að Emstruskála. Vegalengdin milli þeirra er sú sama, 15 kílómetrar, en samt er leiðin frá Emstruskála í Þórsmörk mun seinfarnari. Við það bætist að ef farin er öll leiðin á einum degi eru hjólreiðamenn eða hlauparar orðnir þreyttir og því er þessarar leiðar, sem víða er mjög falleg, oft ekki eins vel notið og þeirra fyrri. Það voru þreyttir en kátir hjólarar sem brunuðu með viljann einan að vopni upp brekkurnar frá Almenningum upp í Þórsmörk og komust á leiðarenda í Húsadal á sjö og hálfum klukkutíma. Fallegri dag á fjöllum er erfitt að minnast og aldrei að vita nema Laugavegurinn freisti aftur í sumar. Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Laufey á lista Obama Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Fleiri fréttir Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Sjá meira
Föstudaginn fyrir átta dögum naut greinarritari þess að hjóla leiðina fallegu, við annan mann, Arnþór Pálsson. Þann dag var veðrið á hálendinu með ólíkindum dásamlegt og sólin skein alla leiðina, hitinn vart undir 20 stigum nokkurs staðar á leiðinni og eins víðsýnt á fjöllum og kostur gefst. Segja má að ekki sé hægt að bjóða upp á meiri veislu fyrir náttúruunnendur, hvað þá ef sameina má hana krefjandi hjólatúr. Arnþór hafði nýlokið átta daga hjólakeppni sem liggur um austurrísku og ítölsku Alpana niður að Gardavatni, en var engu að síður á því að engin dagleið þar slái þessari leið við hvað fegurð varðar.800 manns á leiðinni hvern dag Lagt var af stað úr Garðabænum árla morguns og ekið í Landmannalaugar. Þar lék sólin við mýmarga gesti þessarar náttúruperlu, aðallega erlenda ferðamenn. Margir þeirra hafa eflaust verið að undirbúa göngu til Þórsmerkur, en flestir ganga þá leið á fjórum dögum og gista á leiðinni í skálunum í Hrafntinnuskeri, Álftavatni og Emstrum. Á góðum sumardegi eru um 800 manns á göngu einhvers staðar á leiðinni milli Landmannalauga og Þórsmerkur og kemur það alls ekki á óvart af reynslu þriggja hjólaferða á „Laugaveginum“ í ár, fyrra og sumarið þar á undan. Ákaflega gaman er að spjalla við það spræka fólk af öllum þjóðernum sem mætt er á leiðinni og verður margur þeirra hissa á þeirri hugmynd að hjóla þessa leið, enda víða sem ganga þarf undir hjólinu.Skemmtileg glíma við brekkurnar Margar brekkurnar leynast á leiðinni sem ógerningur er að hjóla upp og sumar hverjar einnig niður. Skemmtilegt er þó að glíma við að hjóla þær sem lengst upp og reynir þar vel á þol og tækni hjólreiðamanna. Nokkuð mikil hækkun er fyrsta legg leiðarinnar til Hrafntinnuskers, enda stendur skálinn þar í um 1.100 metra hæð. Stutt er síðan snjóa leysti umhverfis skálann og voru skaflar báðum megin við Hrafntinnusker sýnu stærri en undanfarin tvö sumur. Eru þeir illhjólanlegir en engu að síður mikið fjör að koma hratt að þeim og reyna að halda gripi sem lengst. Lætur þyngdarlögmálið og gripið þá stundum undan og hjól og knapi liggja flöt í snjónum við vænan hlátur ferðafélagans. Við margt má skemmta sér og keppnisskapið virkjað sem kostur er. Víða á leiðinni er þó troðningurinn þéttur undir fót/hjól og þá er gaman að vera á vel búnu hjóli en óvarlegt er að velja sér fararskjóta sem ekki er búinn dempara að framan sem dregur vel úr þeim misfellum sem farið er yfir.Litadýrðin engu lík Frá skálanum í Hrafntinnuskeri taka við fjölmargir gilskorningar sem fullir eru af snjó og þarf oft að stíga af hjólinu og teyma. Á þeirri leið eru litirnir í fjöllunum algerlega ógleymanlegir enda farið um eina af megineldsstöðvum landsins. Gul, rauð, græn og svört fjöll skiptast á og reka erlendir ferðamenn upp stór augu við þá litadýrð, sem og við heimamenn. Fallegasti staðurinn af mörgum á leiðinni blasir svo við á toppi Jökultungnanna sem fara þarf niður áður en komið er niður á sléttuna þar sem Álftavatnið fagra liggur. Þar blasir Eyjafjallajökull og Tindfjöllin við í allri sinni dýrð og sér þar fyrst alveg inn í Þórsmörk. Mögnuð sjón sem hér sést á mynd og litirnir úr öllum skala litrófsins. Reynir mjög á hæfni hjólreiðamanna að hjóla niður tungurnar og þjóðráð að lækka hnakkinn í lægstu stöðu til að lækka þyngdarpunktinn og komast með því hjá falli. Ekki er það þó fyrir nema snjöllustu fjallabrunara að standa það allt og hefur greinarritari þó orðið vitni að slíku er fyrrverandi Íslandsmeistari í þeirri grein slóst með í för í fyrrasumar, Óliver Pálmarsson, sem þar sýndi sínar bestu hliðar og steig aldrei af hjólinu niður fjallið.Leiðin hálfnuð í Álftavatni Komið var í Álftavatn eftir þrjá og hálfan tíma. Tekur þá við auðveldasti og hraðfarnasti partur leiðarinnar og má velja um að hjóla stikuðu leiðina eða veg sem liggur að næsta skála við Emstrur. Stikaða leiðin er þó fallegri og farið um þrönga stíga. Ef keppt er um tíma er akvegurinn þó vænlegri, en hann var ekki valinn að þessu sinni. Leiðin liggur fram hjá skálanum í Hvanngili og þarf víða að vaða yfir ár á þessari leið, meðal þeirra Bratthálskvísl og Bláfjallakvísl. Ekki tekur því að fara úr skónum þegar þær eru þveraðar, enda væri það æði tímafrekt. Kaldaklofskvísl og Nyrðri-Emstruá eru þó brúaðar, enda oftast vatnsmeiri. Víða á þessari leið er undirlagið sendið og er það einn helsti óvinur hjólreiðamannsins og tekur heilmikið á.Seinfarnasti leggurinn Þegar komið er að skálanum við Emstrur eru 15 kílómetrar eftir og hefur sá kafli reynst sá seinfarnasti af þessum fjórum og á sandur þar stóran þátt. Heildarlækkun frá Emstrum í Þórsmörk er um 300 metrar en ekki nema 40 metrar frá Álftavatni að Emstruskála. Vegalengdin milli þeirra er sú sama, 15 kílómetrar, en samt er leiðin frá Emstruskála í Þórsmörk mun seinfarnari. Við það bætist að ef farin er öll leiðin á einum degi eru hjólreiðamenn eða hlauparar orðnir þreyttir og því er þessarar leiðar, sem víða er mjög falleg, oft ekki eins vel notið og þeirra fyrri. Það voru þreyttir en kátir hjólarar sem brunuðu með viljann einan að vopni upp brekkurnar frá Almenningum upp í Þórsmörk og komust á leiðarenda í Húsadal á sjö og hálfum klukkutíma. Fallegri dag á fjöllum er erfitt að minnast og aldrei að vita nema Laugavegurinn freisti aftur í sumar.
Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Laufey á lista Obama Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Fleiri fréttir Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Sjá meira