Eitt prósent einstaklinga er kynlaust Sigga Dögg skrifar 25. júlí 2013 10:00 Eitt prósent einstaklinga er kynlaust en lítið er vitað um þennan hóp fólks. nordicphotos/getty Sp: Ég var í sambandi með stúlku sem „allt í einu“ hafði engan áhuga á kynlífi og sagði að það tengdist ekki mér heldur hefði hún bara almennt misst allan áhuga á kynlífi. Ég skoðaði þetta á netinu og sá eitthvað um að það væru til einstaklingar sem hefðu enga kynlöngun. Hvernig virkar það eiginlega? Ég veit að maður getur verið í mismiklu stuði en er maður þá bara aldrei í stuði þegar kynlöngunin er engin og getur það bara komið fyrir allt í einu? Við erum reyndar ekki saman lengur en ég hef mikið velt þessu fyrir mér.Svar: Það eru til einstaklingar sem skilgreina sína kynhneigð út frá því að hafa hvorki kynlöngun né kynferðislegan áhuga (e. asexual). Ég hef því miður ekki gott íslenskt orð yfir þessa kynhneigð því kynlausir finnst mér ekki eiga við þótt það sé vissulega notað. Þetta er ekki einsleitur hópur og sumir þeirra stunda sjálfsfróun og aðrir ekki. Hins vegar hafa allir tilfinningalegar þarfir og því eru sumir í samböndum sem geta verið innileg og náin en þó án kynferðislegs samneytis. Kynfærin geta samt sem áður svarað kynferðislegri örvun. Þá ber ekki að rugla þessum einstaklingum saman við þá sem kjósa að lifa skírlífi en slíkt tengist oftar en ekki trúarlegum ástæðum og getur varað tímabundið. Það er áætlað að um eitt prósent einstaklinga sé kynlaust og þetta er yfirleitt ekki eitthvað sem gerist á einni nóttu, ekki frekar en aðrar kynhneigðir. Þetta hefur hins vegar ekki verið mikið rannsakað, sérstaklega vegna þess að þetta er sjaldan valkostur fyrir kynhneigð í bakgrunnsbreytum rannsókna og því vitum við lítið um þennan hóp. Þó er ákveðin vitundarvakning um málefni þeirra og verða kynlausir sem sérhópur í Gaypride-göngum til dæmis í Bretlandi og Kanada í ár. Nú er ómögulegt fyrir mig að segja til um hvort kærasta þín hafi tímabundið misst áhugann eða alfarið en það er vissulega þekkt fyrirbæri að kynlöngun í langtímasamböndum dvíni og það geta margar ástæður verið fyrir því, bæði líkamlegar og andlegar. Sigga Dögg Mest lesið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Sjá meira
Sp: Ég var í sambandi með stúlku sem „allt í einu“ hafði engan áhuga á kynlífi og sagði að það tengdist ekki mér heldur hefði hún bara almennt misst allan áhuga á kynlífi. Ég skoðaði þetta á netinu og sá eitthvað um að það væru til einstaklingar sem hefðu enga kynlöngun. Hvernig virkar það eiginlega? Ég veit að maður getur verið í mismiklu stuði en er maður þá bara aldrei í stuði þegar kynlöngunin er engin og getur það bara komið fyrir allt í einu? Við erum reyndar ekki saman lengur en ég hef mikið velt þessu fyrir mér.Svar: Það eru til einstaklingar sem skilgreina sína kynhneigð út frá því að hafa hvorki kynlöngun né kynferðislegan áhuga (e. asexual). Ég hef því miður ekki gott íslenskt orð yfir þessa kynhneigð því kynlausir finnst mér ekki eiga við þótt það sé vissulega notað. Þetta er ekki einsleitur hópur og sumir þeirra stunda sjálfsfróun og aðrir ekki. Hins vegar hafa allir tilfinningalegar þarfir og því eru sumir í samböndum sem geta verið innileg og náin en þó án kynferðislegs samneytis. Kynfærin geta samt sem áður svarað kynferðislegri örvun. Þá ber ekki að rugla þessum einstaklingum saman við þá sem kjósa að lifa skírlífi en slíkt tengist oftar en ekki trúarlegum ástæðum og getur varað tímabundið. Það er áætlað að um eitt prósent einstaklinga sé kynlaust og þetta er yfirleitt ekki eitthvað sem gerist á einni nóttu, ekki frekar en aðrar kynhneigðir. Þetta hefur hins vegar ekki verið mikið rannsakað, sérstaklega vegna þess að þetta er sjaldan valkostur fyrir kynhneigð í bakgrunnsbreytum rannsókna og því vitum við lítið um þennan hóp. Þó er ákveðin vitundarvakning um málefni þeirra og verða kynlausir sem sérhópur í Gaypride-göngum til dæmis í Bretlandi og Kanada í ár. Nú er ómögulegt fyrir mig að segja til um hvort kærasta þín hafi tímabundið misst áhugann eða alfarið en það er vissulega þekkt fyrirbæri að kynlöngun í langtímasamböndum dvíni og það geta margar ástæður verið fyrir því, bæði líkamlegar og andlegar.
Sigga Dögg Mest lesið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Sjá meira