Innlent

Vaktaskipti í Reykjavíkurhöfn

Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar
Bucentaur lá í höfninni meðan skipt var um áhöfn, en áætlað var að stíma út um klukkan tíu í gærkvöldi.Fréttablaðið/gva
Bucentaur lá í höfninni meðan skipt var um áhöfn, en áætlað var að stíma út um klukkan tíu í gærkvöldi.Fréttablaðið/gva
Rannsóknarskipið Bucentaur vakti athygli margra vegfarenda við hafnarbakkann í Reykjavík í gær. Norska skipið var að koma úr rannsóknarverkefni í Barentshafi en heldur nú til nýrra verkefna við Nýfundnaland. Þar mun þessum myndarlega bor verða beitt sem sést á miðju skipinu. Hann getur borað niður á tvöhundruð metra dýpi.

Verkefnið við Nýfundnaland er að kanna hafsbotninn þar sem reisa á nýjan olíuborpall. Milli verkefnanna í Barnetshafi og við Nýfundaland var komið við í Reykjavík og skipt um áhafnir. Fjörutíu manns starfa um borð þegar mest lætur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×