Selskapur kvenna til sölu fyrir kampavín María Lilja Þrastardóttir skrifar 18. júlí 2013 07:00 Crystal í Ármúla. Tveir kampavínsklúbbar hafa verið opnaðir nýverið í Reykjavík, einn í Austurstræti og annar í Ármúla gegnt Fjölbrautaskólanum. Fyrir var einn slíkur klúbbur á höfuðborgarsvæðinu, Strawberries í Lækjargötu. „Þetta er kampavínsklúbbur. Þá geturðu keypt flott vín í dýrari kantinum og fengið að ræða við stúlkurnar sem hér vinna í staðinn,“ segir Haraldur Jóhann Þórðarson, eigandi Crystal í Ármúla. Spurður segir hann að ekkert óeðlilegt sé við slíka starfsemi og að hún sé öll innan lagalegra marka. Eftirspurnin sé ágæt. „Það mætti auðvitað vera meira að gera, en við erum að fara í gang,“ segir Haraldur. Starfsemi sem þessi hefur verið umdeild og til að mynda hefur talsverður styr staðið um kampavínsklúbbinn Strawberries. Staðnum var lokað af lögreglu nokkrum sinnum árið 2007 vegna meintra brota á vínveitingalöggjöfinni en hefur verið opinn allar götur síðan. Eftir að lögum um starfsemi nektardansstaða var breytt árið 2010 hurfu nektardansstaðirnir af sjónarsviðinu en við tóku kampavínsklúbbar. Mikael Nikulásson, eigandi VIP-Club, vildi ekki tjá sig en viðurkenndi að starfsemi staðarins væri í anda kampavínsklúbba.Hvað gerist á kampavínsklúbbum Tveir útsendarar á vegum Fréttablaðsins heimsóttu kampavínsklúbbana í vikunni. Við komuna á Crystal í Ármúla tók á móti okkur dynjandi popptónlist. Staðurinn var nær allur bólstraður með gervileðri og úr loftinu héngu kristalsljósakrónur. Bekkir voru meðfram öllum veggjum og borð þar við. Barinn sjálfur var lítill en við hlið hans var tveggja sæta sófi og „prívat“ svæði. Innst inni á staðnum sátu í hnapp fimm konur af erlendu bergi brotnu. Konurnar voru klæddar í djörf undirföt, lítil pils, netasokka og háa hæla. Til þess að fá að tala við þær þarf að kaupa kampavín, sem blaðamaður lét þó vera. Í Austurstrætinu er innangengt á VIP-Club innan af öðrum skemmtistað sem heitir Home. Samkvæmt stúlku á barnum er starfsemin ekki tengd á neinn hátt, en eigandi staðarins sagði þó í samtali við Fréttablaðið að staðurinn væri ein heild. Hann gat þó ekki gefið skýringar á því hvers vegna staðurinn bæri þá tvö nöfn. Það var svipað umhorfs inni á VIP-Club og á Crystal. Þar störfuðu nokkrar stúlkur sem kváðust vera frá Slóveníu. Þær höfðu aðeins búið á Íslandi í eina viku en töluðu eilitla ensku. Þær sögðust búa allar saman í lítilli blokkaríbúð og því vera mjög nánar. Ein kvennanna var greinilegur yfirmaður þeirra og virtust konurnar leita til hennar eftir samþykki um næstu skref í samskiptunum. Í boði var að fara afsíðis í bakherbergi. Þar gátu þær veitt heimildarmanni „það sem hann vildi“ án þess að frekari útskýringar fylgdu. Tíu mínútur með stúlku þar kostuðu tuttugu þúsund.mynd/daníel Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Sjá meira
Tveir kampavínsklúbbar hafa verið opnaðir nýverið í Reykjavík, einn í Austurstræti og annar í Ármúla gegnt Fjölbrautaskólanum. Fyrir var einn slíkur klúbbur á höfuðborgarsvæðinu, Strawberries í Lækjargötu. „Þetta er kampavínsklúbbur. Þá geturðu keypt flott vín í dýrari kantinum og fengið að ræða við stúlkurnar sem hér vinna í staðinn,“ segir Haraldur Jóhann Þórðarson, eigandi Crystal í Ármúla. Spurður segir hann að ekkert óeðlilegt sé við slíka starfsemi og að hún sé öll innan lagalegra marka. Eftirspurnin sé ágæt. „Það mætti auðvitað vera meira að gera, en við erum að fara í gang,“ segir Haraldur. Starfsemi sem þessi hefur verið umdeild og til að mynda hefur talsverður styr staðið um kampavínsklúbbinn Strawberries. Staðnum var lokað af lögreglu nokkrum sinnum árið 2007 vegna meintra brota á vínveitingalöggjöfinni en hefur verið opinn allar götur síðan. Eftir að lögum um starfsemi nektardansstaða var breytt árið 2010 hurfu nektardansstaðirnir af sjónarsviðinu en við tóku kampavínsklúbbar. Mikael Nikulásson, eigandi VIP-Club, vildi ekki tjá sig en viðurkenndi að starfsemi staðarins væri í anda kampavínsklúbba.Hvað gerist á kampavínsklúbbum Tveir útsendarar á vegum Fréttablaðsins heimsóttu kampavínsklúbbana í vikunni. Við komuna á Crystal í Ármúla tók á móti okkur dynjandi popptónlist. Staðurinn var nær allur bólstraður með gervileðri og úr loftinu héngu kristalsljósakrónur. Bekkir voru meðfram öllum veggjum og borð þar við. Barinn sjálfur var lítill en við hlið hans var tveggja sæta sófi og „prívat“ svæði. Innst inni á staðnum sátu í hnapp fimm konur af erlendu bergi brotnu. Konurnar voru klæddar í djörf undirföt, lítil pils, netasokka og háa hæla. Til þess að fá að tala við þær þarf að kaupa kampavín, sem blaðamaður lét þó vera. Í Austurstrætinu er innangengt á VIP-Club innan af öðrum skemmtistað sem heitir Home. Samkvæmt stúlku á barnum er starfsemin ekki tengd á neinn hátt, en eigandi staðarins sagði þó í samtali við Fréttablaðið að staðurinn væri ein heild. Hann gat þó ekki gefið skýringar á því hvers vegna staðurinn bæri þá tvö nöfn. Það var svipað umhorfs inni á VIP-Club og á Crystal. Þar störfuðu nokkrar stúlkur sem kváðust vera frá Slóveníu. Þær höfðu aðeins búið á Íslandi í eina viku en töluðu eilitla ensku. Þær sögðust búa allar saman í lítilli blokkaríbúð og því vera mjög nánar. Ein kvennanna var greinilegur yfirmaður þeirra og virtust konurnar leita til hennar eftir samþykki um næstu skref í samskiptunum. Í boði var að fara afsíðis í bakherbergi. Þar gátu þær veitt heimildarmanni „það sem hann vildi“ án þess að frekari útskýringar fylgdu. Tíu mínútur með stúlku þar kostuðu tuttugu þúsund.mynd/daníel
Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Sjá meira