Súrrealískt að spila með Sinfó Freyr Bjarnason skrifar 26. júní 2013 09:00 „Þetta er hálfsúrrealískt en þetta leggst gríðarlega vel í okkur alla,“ segir Snæbjörn Ragnarsson, bassaleikari Skálmaldar. Rokkararnir spila í fyrsta sinn með Sinfóníuhljómsveit Íslands á tónleikum í Eldborg 29. nóvember. Tónlist Skálmaldar er þungarokk með þjóðlaga- og víkingaáhrifum og verður forvitnilegt að sjá þessar tvær hljómsveitir sameinast á sviði. Á efnisskránni verður tónlist af plötum Skálmaldar, Baldri og Börnum Loka. „Það er búið að ræða mikið hvernig við ætlum að hafa þetta og það var ákveðið strax að skrifa þetta alveg út fyrir sinfóníuhljómsveit,“ segir Snæbjörn. Tónskáldið Haraldur V. Sveinbjörnsson mun færa þungmálm Skálmaldar í sinfónískan búning. Aðspurður segir Snæbjörn það frábært þegar vel takist að blanda þungarokki og sígildri tónlist saman. „Þegar menn hætta að hugsa um þetta sem rokk, popp eða þungarokk á móti klassík og kveikja á því að þetta er allt tónlist finnst mér þetta algjörlega „brilljant“. Þetta er ekki eins ofboðslega ólíkt og menn vilja meina.“ Hann segir þessa tvo heima sífellt vera að nálgast. „Hrokinn í báðar áttir hefur minnkað.“ Mest lesið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Fleiri fréttir Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
„Þetta er hálfsúrrealískt en þetta leggst gríðarlega vel í okkur alla,“ segir Snæbjörn Ragnarsson, bassaleikari Skálmaldar. Rokkararnir spila í fyrsta sinn með Sinfóníuhljómsveit Íslands á tónleikum í Eldborg 29. nóvember. Tónlist Skálmaldar er þungarokk með þjóðlaga- og víkingaáhrifum og verður forvitnilegt að sjá þessar tvær hljómsveitir sameinast á sviði. Á efnisskránni verður tónlist af plötum Skálmaldar, Baldri og Börnum Loka. „Það er búið að ræða mikið hvernig við ætlum að hafa þetta og það var ákveðið strax að skrifa þetta alveg út fyrir sinfóníuhljómsveit,“ segir Snæbjörn. Tónskáldið Haraldur V. Sveinbjörnsson mun færa þungmálm Skálmaldar í sinfónískan búning. Aðspurður segir Snæbjörn það frábært þegar vel takist að blanda þungarokki og sígildri tónlist saman. „Þegar menn hætta að hugsa um þetta sem rokk, popp eða þungarokk á móti klassík og kveikja á því að þetta er allt tónlist finnst mér þetta algjörlega „brilljant“. Þetta er ekki eins ofboðslega ólíkt og menn vilja meina.“ Hann segir þessa tvo heima sífellt vera að nálgast. „Hrokinn í báðar áttir hefur minnkað.“
Mest lesið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Fleiri fréttir Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira