Fyrsta stóra hátíðin Ólöf Skaftadóttir skrifar 12. júní 2013 14:30 Þau Jófríður, Þórður, og Áslaug ætla að hita upp fyrir Sónar með tónleikum í London. Fréttablaðið/Valli Hljómsveitin Samaris er ein þeirra fjögurra íslenskra hljómsveita sem koma fram á Sónar í Barcelona um helgina. Sónar er ein virtasta tónlistarhátíð Evrópu sem fer fram á ári hverju. Hljómsveitin Samaris er ung að árum og meðlimirnir eru fullir tilhlökkunar vegna Sónar. „Hátíðir snúast auðvitað alltaf um að fá meiri athygli en okkar markmið er bara að standa okkur vel. Við erum rosalega spennt og hlökkum til að fara út. Þetta er fyrsta stóra hátíðin okkar,“ sagði Áslaug Rún Magnúsdóttir, klarínettleikari sveitarinnar. Hljómsveitin samanstendur af Jófríði Ákadóttur söngkonu, Þórði Kára Steinþórssyni raftónlistarmanni og Áslaugu. „Við byrjum í London á að taka litla tónleika þar sem smá upphitun fyrir Sónar,“ sagði Áslaug. „Við erum líka svo ánægð með tímann sem okkur var úthlutaður. Við erum síðust til að spila á dagshátíðinni, Sonar by Day, og ég held að það sé mjög jákvætt. Þá fær maður mestu athyglina frá blaðamönnum og fagaðilum í tónlist, svona á daginn,“ sagði Áslaug létt í bragði. Sónar Tónlist Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Hljómsveitin Samaris er ein þeirra fjögurra íslenskra hljómsveita sem koma fram á Sónar í Barcelona um helgina. Sónar er ein virtasta tónlistarhátíð Evrópu sem fer fram á ári hverju. Hljómsveitin Samaris er ung að árum og meðlimirnir eru fullir tilhlökkunar vegna Sónar. „Hátíðir snúast auðvitað alltaf um að fá meiri athygli en okkar markmið er bara að standa okkur vel. Við erum rosalega spennt og hlökkum til að fara út. Þetta er fyrsta stóra hátíðin okkar,“ sagði Áslaug Rún Magnúsdóttir, klarínettleikari sveitarinnar. Hljómsveitin samanstendur af Jófríði Ákadóttur söngkonu, Þórði Kára Steinþórssyni raftónlistarmanni og Áslaugu. „Við byrjum í London á að taka litla tónleika þar sem smá upphitun fyrir Sónar,“ sagði Áslaug. „Við erum líka svo ánægð með tímann sem okkur var úthlutaður. Við erum síðust til að spila á dagshátíðinni, Sonar by Day, og ég held að það sé mjög jákvætt. Þá fær maður mestu athyglina frá blaðamönnum og fagaðilum í tónlist, svona á daginn,“ sagði Áslaug létt í bragði.
Sónar Tónlist Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira