Jeff Beck heldur tónleika í Reykjavík 4. júní 2013 07:00 Gítarsnillingurinn Jeff Beck verður með tónleika í Vodafonehöllinni í lok mánaðarins. Steinþór Helgi segir að gestir fái mikið fyrir peninginn á þessum tónleikum. „Ætli það hafi ekki verið gamall draumur hjá honum að koma til Íslands,“ segir umboðsmaðurinn Steinþór Helgi Arnsteinsson en gítarleikarinn Jeff Beck er á leið til landsins og heldur tónleika í Vodafone-höllinni hinn 27. júní næstkomandi. Tónleikarnir eru liður í herferð er kallast Endgame en markmið hennar er barátta gegn AIDS, malaríu og berklum. Ár hvert deyja samanlagt um 4 milljónir manna um heim allan úr þessum sjúkdómum. „Þessi herferð hefur verið lengi í vinnslu og þetta byrjar í raun á tónleikunum hér á landi,“ segir Steinþór, sem sér um framkvæmd tónleikanna og var í forsvari fyrir systursamtök Nelson Mandela á Íslandi. Endgame-samtökin verða með tónleika um heim allan til að vekja athygli á málstaðnum. Jeff Beck þarf vart að kynna fyrir tónlistarunnendum en hann var valinn fimmti besti gítarleikari heims af tímaritinu Rolling Stone og hefur unnið með mörgum af bestu tónlistarmönnum sögunnar. „Þetta er ótrúlegur „performer“ og hann kemur með einvala lið með sér, meðal annars Rhondu Smith, bassaleikara Prince og einn af fremstu bassaleikurum heims. Hann á það til að taka með sér einhverja leynigesti á tónleika sína svo það verður spennandi að sjá hvort einhverjir verði með að þessu sinni,“ segir Steinþór. Hinn 29. júní verða svo stórtónleikar í Tromsö í Noregi þar sem títtnefndur Jeff Beck, Rhonda Smith, Datarock og okkar íslensku Mezzoforte eru á meðal þeirra sem koma fram. Miðasala fyrir tónleikana í Vodafone-höllinni byrjar á næstu dögum og lofar Steinþór að gestir fái mikið fyrir peninginn. Tónlist Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
„Ætli það hafi ekki verið gamall draumur hjá honum að koma til Íslands,“ segir umboðsmaðurinn Steinþór Helgi Arnsteinsson en gítarleikarinn Jeff Beck er á leið til landsins og heldur tónleika í Vodafone-höllinni hinn 27. júní næstkomandi. Tónleikarnir eru liður í herferð er kallast Endgame en markmið hennar er barátta gegn AIDS, malaríu og berklum. Ár hvert deyja samanlagt um 4 milljónir manna um heim allan úr þessum sjúkdómum. „Þessi herferð hefur verið lengi í vinnslu og þetta byrjar í raun á tónleikunum hér á landi,“ segir Steinþór, sem sér um framkvæmd tónleikanna og var í forsvari fyrir systursamtök Nelson Mandela á Íslandi. Endgame-samtökin verða með tónleika um heim allan til að vekja athygli á málstaðnum. Jeff Beck þarf vart að kynna fyrir tónlistarunnendum en hann var valinn fimmti besti gítarleikari heims af tímaritinu Rolling Stone og hefur unnið með mörgum af bestu tónlistarmönnum sögunnar. „Þetta er ótrúlegur „performer“ og hann kemur með einvala lið með sér, meðal annars Rhondu Smith, bassaleikara Prince og einn af fremstu bassaleikurum heims. Hann á það til að taka með sér einhverja leynigesti á tónleika sína svo það verður spennandi að sjá hvort einhverjir verði með að þessu sinni,“ segir Steinþór. Hinn 29. júní verða svo stórtónleikar í Tromsö í Noregi þar sem títtnefndur Jeff Beck, Rhonda Smith, Datarock og okkar íslensku Mezzoforte eru á meðal þeirra sem koma fram. Miðasala fyrir tónleikana í Vodafone-höllinni byrjar á næstu dögum og lofar Steinþór að gestir fái mikið fyrir peninginn.
Tónlist Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“