Úr ferskeytlum í rapp Sara McMahon skrifar 13. maí 2013 15:00 Arnljótur Sigurðsson tónlistarmaður kenndi grunnskólabörnum að yrkja ljóð. fréttablaðið/valli „Ég fór um bekki hér og þar og kenndi börnum að semja ljóð. Ég byrjaði á því að láta þau finna orð sem þeim þóttu falleg og svo unnu þau út frá þeim. Ljóðin þurftu hvorki að vera rytmísk né rímuð,“ segir Arnljótur Sigurðsson tónlistarmaður sem kenndi grunnskólabörnum að semja ljóð, en kennslan var liður í barnamenningarhátíð Reykjavíkur sem fram fór dagana 23. til 28. apríl. Arnljótur er bassaleikari og söngvari reggísveitarinnar Ojba Rasta og einnig meðlimur í rappsveitinni Fallegum mönnum. Hann hóf snemma að setja saman ferskeytlur og var skáldið Æri Tobbi í miklu uppáhaldi hjá honum. „Ég byrjaði á því að vera bragfræðilegur en færðist svo yfir í rappið á unglingsárunum. Vinir mínir voru mikið í „free-styling“ og ég varð auðvitað að vera jafn sniðugur og þeir. Í rappinu var ekki gerð sú krafa að maður yrði að vera Nóbelskáld í fyrstu setningu, maður þurfti bara að vera fljótur að grípa í tungumálið.“ Móðir Arnljóts er að hans sögn mikill hagyrðingur og meðlimur í Kvæðamannafélaginu Iðunni. „Þetta er í ættinni. Áhuginn á ljóðlist er í raun í báðum ættum mínum,“ segir hann. Börnin sem sóttu námskeiðin hjá Arnljóti voru öll efnileg skáld að hans mati. „Þau voru öll lítil tón- og ljóðskáld og ég varð sjálfur fyrir miklum innblæstri – ætli ég hafi ekki lært meira af þeim, en þau af mér. Mér skilst að sum hafi haldið áfram að semja ljóð eftir tímann og það þykir mér gleðilegt. Kannski hefur svolítið ljóðaæði gripið um sig í grunnskólum borgarinnar eftir þetta,“ segir hann í gamansömum tón. Tónlist Mest lesið Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Lífið Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Lífið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Blautir búkar og pylsupartí Menning Fleiri fréttir Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
„Ég fór um bekki hér og þar og kenndi börnum að semja ljóð. Ég byrjaði á því að láta þau finna orð sem þeim þóttu falleg og svo unnu þau út frá þeim. Ljóðin þurftu hvorki að vera rytmísk né rímuð,“ segir Arnljótur Sigurðsson tónlistarmaður sem kenndi grunnskólabörnum að semja ljóð, en kennslan var liður í barnamenningarhátíð Reykjavíkur sem fram fór dagana 23. til 28. apríl. Arnljótur er bassaleikari og söngvari reggísveitarinnar Ojba Rasta og einnig meðlimur í rappsveitinni Fallegum mönnum. Hann hóf snemma að setja saman ferskeytlur og var skáldið Æri Tobbi í miklu uppáhaldi hjá honum. „Ég byrjaði á því að vera bragfræðilegur en færðist svo yfir í rappið á unglingsárunum. Vinir mínir voru mikið í „free-styling“ og ég varð auðvitað að vera jafn sniðugur og þeir. Í rappinu var ekki gerð sú krafa að maður yrði að vera Nóbelskáld í fyrstu setningu, maður þurfti bara að vera fljótur að grípa í tungumálið.“ Móðir Arnljóts er að hans sögn mikill hagyrðingur og meðlimur í Kvæðamannafélaginu Iðunni. „Þetta er í ættinni. Áhuginn á ljóðlist er í raun í báðum ættum mínum,“ segir hann. Börnin sem sóttu námskeiðin hjá Arnljóti voru öll efnileg skáld að hans mati. „Þau voru öll lítil tón- og ljóðskáld og ég varð sjálfur fyrir miklum innblæstri – ætli ég hafi ekki lært meira af þeim, en þau af mér. Mér skilst að sum hafi haldið áfram að semja ljóð eftir tímann og það þykir mér gleðilegt. Kannski hefur svolítið ljóðaæði gripið um sig í grunnskólum borgarinnar eftir þetta,“ segir hann í gamansömum tón.
Tónlist Mest lesið Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Lífið Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Lífið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Blautir búkar og pylsupartí Menning Fleiri fréttir Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira