Gat enga mótspyrnu veitt við ofsafenginni morðárás Stígur Helgason skrifar 9. maí 2013 07:00 Lögregla strengdi á þriðjudag dúk fyrir svalirnar þar sem maðurinn fannst látinn. Ekki er talinn leika nokkur vafi á því að ungi maðurinn sem er í haldi sé banamaðurinn. Austurfrétt/Gunnar Ungur maður sem situr nú í gæsluvarðhaldi vegna manndráps á Egilsstöðum er talinn hafa notað stóran eldhúshníf til að bana tæplega sextugum nágranna sínum, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Hnífurinn fannst á vettvangi, í íbúð hins látna í fjölbýlishúsinu að Blómvangi 2. Það var annar nágranni sem gerði lögreglu viðvart á þriðjudagsmorgun þegar hann sá manninn, hinn 59 ára Karl Jónsson frá Galtastöðum fremri á Héraði, liggja í blóði sínu á svölum íbúðarinnar. Hann hafði þá verið látinn frá því einhvern tíma fyrri hluta nætur. Ungi maðurinn var handtekinn skömmu síðar í íbúð sinni í húsinu, þar sem hann var ásamt 22 ára barnsmóður sinni og átta mánaða gamalli dóttur þeirra. Maðurinn var yfirheyrður um kvöldið en játaði ekki sök. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er lögregla hins vegar ekki í nokkrum vafa um sekt hans og telur atburðarásina liggja nokkuð ljósa fyrir. Heima hjá manninum fundust föt sem hann er talinn hafa klæðst við verknaðinn og á þeim blóð sem talið er vera úr Karli. Maðurinn hafði fyrr um kvöldið verið til vandræða í húsinu, gengið ölvaður íbúð úr íbúð og heimtað tóbak og áfengi, svo að lögregla þurfti að endingu að hafa afskipti af honum. Svo virðist hins vegar sem hann hafi eftir það bankað upp á hjá Karli, sem hafi hleypt honum inn. Þar hafi maðurinn gripið stóran hníf úr eldhúsinu og lagt til Karls. Aðkoman að íbúðinni um morguninn var ljót. Blóð var um allt, bæði inni og á svölunum, og augljóst að árásin hafði verið ofsafengin. Hinn látni var með marga og mikla áverka og ekkert bendir til þess að hann hafi náð að koma vörnum við eða veita mótspyrnu af neinu tagi enda engin merki um átök inni í íbúðinni. Bráðabirgðakrufningu á líkinu er lokið en endanlegt banamein hafði þó ekki verið staðfest í gær. Ungi maðurinn var leiddur fyrir dómara við Héraðsdóm Austurlands á þriðjudagskvöld, þar sem lögregla fór fram á fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir honum. Dómari úrskurðaði manninn í tveggja vikna varðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna og í gærmorgun var hann fluttur suður til Reykjavíkur þar sem engir gæsluvarðhaldsklefar voru lausir fyrir austan. Samkvæmt heimildum blaðsins eru barnsmóðir hans og dóttir komin til ættingja sinna á Suðurlandi. Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi Sjá meira
Ungur maður sem situr nú í gæsluvarðhaldi vegna manndráps á Egilsstöðum er talinn hafa notað stóran eldhúshníf til að bana tæplega sextugum nágranna sínum, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Hnífurinn fannst á vettvangi, í íbúð hins látna í fjölbýlishúsinu að Blómvangi 2. Það var annar nágranni sem gerði lögreglu viðvart á þriðjudagsmorgun þegar hann sá manninn, hinn 59 ára Karl Jónsson frá Galtastöðum fremri á Héraði, liggja í blóði sínu á svölum íbúðarinnar. Hann hafði þá verið látinn frá því einhvern tíma fyrri hluta nætur. Ungi maðurinn var handtekinn skömmu síðar í íbúð sinni í húsinu, þar sem hann var ásamt 22 ára barnsmóður sinni og átta mánaða gamalli dóttur þeirra. Maðurinn var yfirheyrður um kvöldið en játaði ekki sök. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er lögregla hins vegar ekki í nokkrum vafa um sekt hans og telur atburðarásina liggja nokkuð ljósa fyrir. Heima hjá manninum fundust föt sem hann er talinn hafa klæðst við verknaðinn og á þeim blóð sem talið er vera úr Karli. Maðurinn hafði fyrr um kvöldið verið til vandræða í húsinu, gengið ölvaður íbúð úr íbúð og heimtað tóbak og áfengi, svo að lögregla þurfti að endingu að hafa afskipti af honum. Svo virðist hins vegar sem hann hafi eftir það bankað upp á hjá Karli, sem hafi hleypt honum inn. Þar hafi maðurinn gripið stóran hníf úr eldhúsinu og lagt til Karls. Aðkoman að íbúðinni um morguninn var ljót. Blóð var um allt, bæði inni og á svölunum, og augljóst að árásin hafði verið ofsafengin. Hinn látni var með marga og mikla áverka og ekkert bendir til þess að hann hafi náð að koma vörnum við eða veita mótspyrnu af neinu tagi enda engin merki um átök inni í íbúðinni. Bráðabirgðakrufningu á líkinu er lokið en endanlegt banamein hafði þó ekki verið staðfest í gær. Ungi maðurinn var leiddur fyrir dómara við Héraðsdóm Austurlands á þriðjudagskvöld, þar sem lögregla fór fram á fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir honum. Dómari úrskurðaði manninn í tveggja vikna varðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna og í gærmorgun var hann fluttur suður til Reykjavíkur þar sem engir gæsluvarðhaldsklefar voru lausir fyrir austan. Samkvæmt heimildum blaðsins eru barnsmóðir hans og dóttir komin til ættingja sinna á Suðurlandi.
Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi Sjá meira