Gat enga mótspyrnu veitt við ofsafenginni morðárás Stígur Helgason skrifar 9. maí 2013 07:00 Lögregla strengdi á þriðjudag dúk fyrir svalirnar þar sem maðurinn fannst látinn. Ekki er talinn leika nokkur vafi á því að ungi maðurinn sem er í haldi sé banamaðurinn. Austurfrétt/Gunnar Ungur maður sem situr nú í gæsluvarðhaldi vegna manndráps á Egilsstöðum er talinn hafa notað stóran eldhúshníf til að bana tæplega sextugum nágranna sínum, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Hnífurinn fannst á vettvangi, í íbúð hins látna í fjölbýlishúsinu að Blómvangi 2. Það var annar nágranni sem gerði lögreglu viðvart á þriðjudagsmorgun þegar hann sá manninn, hinn 59 ára Karl Jónsson frá Galtastöðum fremri á Héraði, liggja í blóði sínu á svölum íbúðarinnar. Hann hafði þá verið látinn frá því einhvern tíma fyrri hluta nætur. Ungi maðurinn var handtekinn skömmu síðar í íbúð sinni í húsinu, þar sem hann var ásamt 22 ára barnsmóður sinni og átta mánaða gamalli dóttur þeirra. Maðurinn var yfirheyrður um kvöldið en játaði ekki sök. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er lögregla hins vegar ekki í nokkrum vafa um sekt hans og telur atburðarásina liggja nokkuð ljósa fyrir. Heima hjá manninum fundust föt sem hann er talinn hafa klæðst við verknaðinn og á þeim blóð sem talið er vera úr Karli. Maðurinn hafði fyrr um kvöldið verið til vandræða í húsinu, gengið ölvaður íbúð úr íbúð og heimtað tóbak og áfengi, svo að lögregla þurfti að endingu að hafa afskipti af honum. Svo virðist hins vegar sem hann hafi eftir það bankað upp á hjá Karli, sem hafi hleypt honum inn. Þar hafi maðurinn gripið stóran hníf úr eldhúsinu og lagt til Karls. Aðkoman að íbúðinni um morguninn var ljót. Blóð var um allt, bæði inni og á svölunum, og augljóst að árásin hafði verið ofsafengin. Hinn látni var með marga og mikla áverka og ekkert bendir til þess að hann hafi náð að koma vörnum við eða veita mótspyrnu af neinu tagi enda engin merki um átök inni í íbúðinni. Bráðabirgðakrufningu á líkinu er lokið en endanlegt banamein hafði þó ekki verið staðfest í gær. Ungi maðurinn var leiddur fyrir dómara við Héraðsdóm Austurlands á þriðjudagskvöld, þar sem lögregla fór fram á fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir honum. Dómari úrskurðaði manninn í tveggja vikna varðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna og í gærmorgun var hann fluttur suður til Reykjavíkur þar sem engir gæsluvarðhaldsklefar voru lausir fyrir austan. Samkvæmt heimildum blaðsins eru barnsmóðir hans og dóttir komin til ættingja sinna á Suðurlandi. Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Ungur maður sem situr nú í gæsluvarðhaldi vegna manndráps á Egilsstöðum er talinn hafa notað stóran eldhúshníf til að bana tæplega sextugum nágranna sínum, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Hnífurinn fannst á vettvangi, í íbúð hins látna í fjölbýlishúsinu að Blómvangi 2. Það var annar nágranni sem gerði lögreglu viðvart á þriðjudagsmorgun þegar hann sá manninn, hinn 59 ára Karl Jónsson frá Galtastöðum fremri á Héraði, liggja í blóði sínu á svölum íbúðarinnar. Hann hafði þá verið látinn frá því einhvern tíma fyrri hluta nætur. Ungi maðurinn var handtekinn skömmu síðar í íbúð sinni í húsinu, þar sem hann var ásamt 22 ára barnsmóður sinni og átta mánaða gamalli dóttur þeirra. Maðurinn var yfirheyrður um kvöldið en játaði ekki sök. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er lögregla hins vegar ekki í nokkrum vafa um sekt hans og telur atburðarásina liggja nokkuð ljósa fyrir. Heima hjá manninum fundust föt sem hann er talinn hafa klæðst við verknaðinn og á þeim blóð sem talið er vera úr Karli. Maðurinn hafði fyrr um kvöldið verið til vandræða í húsinu, gengið ölvaður íbúð úr íbúð og heimtað tóbak og áfengi, svo að lögregla þurfti að endingu að hafa afskipti af honum. Svo virðist hins vegar sem hann hafi eftir það bankað upp á hjá Karli, sem hafi hleypt honum inn. Þar hafi maðurinn gripið stóran hníf úr eldhúsinu og lagt til Karls. Aðkoman að íbúðinni um morguninn var ljót. Blóð var um allt, bæði inni og á svölunum, og augljóst að árásin hafði verið ofsafengin. Hinn látni var með marga og mikla áverka og ekkert bendir til þess að hann hafi náð að koma vörnum við eða veita mótspyrnu af neinu tagi enda engin merki um átök inni í íbúðinni. Bráðabirgðakrufningu á líkinu er lokið en endanlegt banamein hafði þó ekki verið staðfest í gær. Ungi maðurinn var leiddur fyrir dómara við Héraðsdóm Austurlands á þriðjudagskvöld, þar sem lögregla fór fram á fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir honum. Dómari úrskurðaði manninn í tveggja vikna varðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna og í gærmorgun var hann fluttur suður til Reykjavíkur þar sem engir gæsluvarðhaldsklefar voru lausir fyrir austan. Samkvæmt heimildum blaðsins eru barnsmóðir hans og dóttir komin til ættingja sinna á Suðurlandi.
Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira