Langflestir hafa séð Ófeig í bíó Freyr Bjarnason skrifar 7. maí 2013 08:00 Ófeigur gengur aftur er vinsælasta íslenska myndin á þessu ári. Um sextán þúsund miðar hafa samanlagt selst á íslensku kvikmyndirnar fjórar sem hafa verið frumsýndar á þessu ári, eða XL, Þetta reddast, Ófeigur gengur aftur og Falskur fugl. Langflestir hafa séð Ófeigur gengur aftur, eða hátt í 9.500 manns. Grínmyndin, sem Ágúst Guðmundsson leikstýrði með Ladda í hlutverki draugsins Ófeigs, var frumsýnd 27. mars og er enn í sýningum. Tekjur hennar nema hátt í þrettán milljónum króna. Í öðru sæti er XL í leikstjórn Marteins Þórssonar með Ólaf Darra Ólafsson í aðalhlutverki með tæplega 3.000 selda miða. Hún var frumsýnd 18. janúar og er ekki lengur í bíó. Þriðja vinsælasta myndin er Falskur fugl í leikstjórn Þórs Ómars Jónssonar. Samkvæmt tölum frá Samtökum myndrétthafa á Íslandi, Smáís, hafa rúmlega 2.000 manns borgað sig inn á myndina síðan hún var frumsýnd 19. apríl en hún er enn í sýningum. Þetta reddast í leikstjórn Barkar Gunnarssonar rekur svo lestina með tæplega 1.800 manns. Hún var frumsýnd 1. mars og er sýningum á henni hætt. Þessar aðsóknartölur eru langt fyrir neðan tvær vinsælustu íslensku myndir síðasta árs, Svartur á leik og Djúpið. Rúmlega 60 þúsund manns sáu þá fyrrnefndu og tæplega fimmtíu þúsund þá síðarnefndu. Menning Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Um sextán þúsund miðar hafa samanlagt selst á íslensku kvikmyndirnar fjórar sem hafa verið frumsýndar á þessu ári, eða XL, Þetta reddast, Ófeigur gengur aftur og Falskur fugl. Langflestir hafa séð Ófeigur gengur aftur, eða hátt í 9.500 manns. Grínmyndin, sem Ágúst Guðmundsson leikstýrði með Ladda í hlutverki draugsins Ófeigs, var frumsýnd 27. mars og er enn í sýningum. Tekjur hennar nema hátt í þrettán milljónum króna. Í öðru sæti er XL í leikstjórn Marteins Þórssonar með Ólaf Darra Ólafsson í aðalhlutverki með tæplega 3.000 selda miða. Hún var frumsýnd 18. janúar og er ekki lengur í bíó. Þriðja vinsælasta myndin er Falskur fugl í leikstjórn Þórs Ómars Jónssonar. Samkvæmt tölum frá Samtökum myndrétthafa á Íslandi, Smáís, hafa rúmlega 2.000 manns borgað sig inn á myndina síðan hún var frumsýnd 19. apríl en hún er enn í sýningum. Þetta reddast í leikstjórn Barkar Gunnarssonar rekur svo lestina með tæplega 1.800 manns. Hún var frumsýnd 1. mars og er sýningum á henni hætt. Þessar aðsóknartölur eru langt fyrir neðan tvær vinsælustu íslensku myndir síðasta árs, Svartur á leik og Djúpið. Rúmlega 60 þúsund manns sáu þá fyrrnefndu og tæplega fimmtíu þúsund þá síðarnefndu.
Menning Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira