Erlent

Greiðara smit úr fuglum í fólk

Þorgils Jónsson skrifar
Svo virðist sem nýtt afbrigði af fuglaflensu smitist greiðar á milli fugla og fólks en áður hefur þekkst.
Svo virðist sem nýtt afbrigði af fuglaflensu smitist greiðar á milli fugla og fólks en áður hefur þekkst.
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir nýtt afbrigði af fuglaflensunni, sem kom upp í Kína fyrir stuttu og kallast H7N9, virðast eiga greiðara með að smitast úr fuglum í fólk en önnur þekkt afbrigði, eins og H5N1.

Vísindamenn fylgjast nú grannt með veirunni en segja að hingað til bendi fátt til þess að veiran smitist jafn auðveldlega milli fólks.

360 manns hafa látið lífið af völdum H5N1 frá árinu 2003, en flestir þeirra smituðust af fuglum. Tuttugu hafa látist af völdum H7N9 til þessa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×