20 milljarða „landsbyggðarskattur“ 25. apríl 2013 09:00 Jón Steinsson hagfræðingur og Grétar Þór Eysteinsson stjórnmálafræðingur. Heildarskuldir landsmanna námu 1.878.044 milljónum króna árið 2011. Þar af voru skuldir vegna íbúðakaupa 1.151.616 krónur. Þetta kemur fram í gögnum sem Fréttablaðið fékk í hendur hjá Íbúðalánasjóði, en þau hafa verið unnin upp úr skattframtölum ársins 2011. Eins og eðlilegt er eru hæstu skuldirnar þar sem flestir íbúarnir eru, í skattumdæmi Reykjavíkur og Reykjaness, en því síðarnefnda tilheyra meðal annars fjölmenn sveitarfélög eins og Hafnarfjörður, Kópavogur og Garðabær. Tölurnar sýna hins vegar að skipting fasteignaskulda dreifist ekki jafnt yfir landið eftir fjölda íbúa. Það skýrist væntanlega af mismiklu verðmæti fasteigna eftir því hvar þær eru staðsettar. Jón Steinsson, hagfræðingur við Columbia-háskóla, segir þessar tölur sýna að landsbyggðin kæmi illa út úr flatri niðurfellingu skulda, eins og þeirri sem Framsóknarflokkurinn og fleiri flokkar hafa boðað. Sé reiknað með tuttugu prósenta niðurfellingu, eins og Framsókn gerir, þýði það tuttugu milljörðum hagstæðari útkomu fyrir suðvesturhornið, sé miðað við mannfjölda. „Húsnæðisbólan var stærri á höfuðborgarsvæðinu en annars staðar á landinu. Fólk á landsbyggðinni skuldar því ekki jafn mikið og fólk á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Jón. „Ef farið væri í tuttugu prósenta flata niðurfellingu þá sýnist mér að landsbyggðin myndi fá um tuttugu milljörðum króna minna í sinn hlut en ef sömu upphæð væri deilt út eftir fólksfjölda. Það má því segja að tuttugu prósenta niðurfelling sé landsbyggðarskattur upp á um tuttugu milljarða króna.“Þeir hæst launuðu græða Jón segir annan ókost við flata niðurfellingu vera þann að stór hluti hennar rynni til hátekju- og stóreignafólks, sem ekki þurfi á ölmusu frá ríkinu að halda. „Seðlabankinn hefur reiknað að um áttatíu milljarðar króna myndu renna til þess fimmtungs fólks sem er með hæstu tekjurnar og um 75 prósent af skuldaniðurfellingunni myndu renna til fólks sem ekki er í fjárhagsvanda.“ Jón segir því spurningu hvort ekki sé skynsamlegra að greiða niður himinháar skuldir ríkisins en að ráðast í flata skuldaniðurfellingu. „Ríkið hefur varla borð fyrir báru í ríkisfjármálum í dag vegna þess hvað skuldir þess eru háar og hefur því lítil sem engin tök á því að takast á við áföll sem gætu dunið yfir á næstu árum. Það er mikil áhætta tekin að ráðast í dýra skuldaniðurfellingu til fólks sem ekki þarf á slíku að halda á meðan ríkið er jafn skuldsett og það er í dag,“ segir Jón Steinsson.Fé flutt til suðvesturhorns Grétar Þór Eysteinsson, stjórnmálafræðingur við Háskólann á Akureyri, segir þessa niðurstöðu sýna að flatur niðurskurður húsnæðislána þýði fjármagnstilfærslu frá landsbyggðinni til suðvesturhornsins. „Maður veltir því fyrir sér hvort menn hafi hugsað þetta allt saman til enda út frá öllum hliðum. Þetta er náttúrlega hvort heldur sem er fé skattborgaranna, jafnvel þó að ríkið geti sótt þessa peninga til svokallaðra hrægammasjóða, þá væri hægt að nota þessa peninga í að greiða niður skuldir ríkisins. Þetta eru í raun og veru peningar okkar allra. Þessi niðurstaða sýnir að þetta eru stórkostlegir fjármagnstilflutningar.“ Grétar segir að líklega komi nokkur svæði á landsbyggðinni betur út en önnur, Akureyri, þéttbýlisstaðir á Mið-Austurlandi og Selfoss, svo dæmi séu tekin. Heilt yfir þýði þetta að verið sé að flytja „svakalegar summur til suðvesturhornsins úr ríkissjóði“. Séu tuttugu milljarðar settir í samhengi skipti þeir landsbyggðina miklu máli. „Ef við erum að tala um tuttugu milljarða þá erum við að tala um tvenn jarðgöng, ef við getum notað þann gjaldmiðil. Það eru nú margir búnir að standa lengi í pontu á Alþingi og tala sig hása gegn tíu milljarða króna jarðgöngum.“ Kosningar 2013 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Sjá meira
Heildarskuldir landsmanna námu 1.878.044 milljónum króna árið 2011. Þar af voru skuldir vegna íbúðakaupa 1.151.616 krónur. Þetta kemur fram í gögnum sem Fréttablaðið fékk í hendur hjá Íbúðalánasjóði, en þau hafa verið unnin upp úr skattframtölum ársins 2011. Eins og eðlilegt er eru hæstu skuldirnar þar sem flestir íbúarnir eru, í skattumdæmi Reykjavíkur og Reykjaness, en því síðarnefnda tilheyra meðal annars fjölmenn sveitarfélög eins og Hafnarfjörður, Kópavogur og Garðabær. Tölurnar sýna hins vegar að skipting fasteignaskulda dreifist ekki jafnt yfir landið eftir fjölda íbúa. Það skýrist væntanlega af mismiklu verðmæti fasteigna eftir því hvar þær eru staðsettar. Jón Steinsson, hagfræðingur við Columbia-háskóla, segir þessar tölur sýna að landsbyggðin kæmi illa út úr flatri niðurfellingu skulda, eins og þeirri sem Framsóknarflokkurinn og fleiri flokkar hafa boðað. Sé reiknað með tuttugu prósenta niðurfellingu, eins og Framsókn gerir, þýði það tuttugu milljörðum hagstæðari útkomu fyrir suðvesturhornið, sé miðað við mannfjölda. „Húsnæðisbólan var stærri á höfuðborgarsvæðinu en annars staðar á landinu. Fólk á landsbyggðinni skuldar því ekki jafn mikið og fólk á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Jón. „Ef farið væri í tuttugu prósenta flata niðurfellingu þá sýnist mér að landsbyggðin myndi fá um tuttugu milljörðum króna minna í sinn hlut en ef sömu upphæð væri deilt út eftir fólksfjölda. Það má því segja að tuttugu prósenta niðurfelling sé landsbyggðarskattur upp á um tuttugu milljarða króna.“Þeir hæst launuðu græða Jón segir annan ókost við flata niðurfellingu vera þann að stór hluti hennar rynni til hátekju- og stóreignafólks, sem ekki þurfi á ölmusu frá ríkinu að halda. „Seðlabankinn hefur reiknað að um áttatíu milljarðar króna myndu renna til þess fimmtungs fólks sem er með hæstu tekjurnar og um 75 prósent af skuldaniðurfellingunni myndu renna til fólks sem ekki er í fjárhagsvanda.“ Jón segir því spurningu hvort ekki sé skynsamlegra að greiða niður himinháar skuldir ríkisins en að ráðast í flata skuldaniðurfellingu. „Ríkið hefur varla borð fyrir báru í ríkisfjármálum í dag vegna þess hvað skuldir þess eru háar og hefur því lítil sem engin tök á því að takast á við áföll sem gætu dunið yfir á næstu árum. Það er mikil áhætta tekin að ráðast í dýra skuldaniðurfellingu til fólks sem ekki þarf á slíku að halda á meðan ríkið er jafn skuldsett og það er í dag,“ segir Jón Steinsson.Fé flutt til suðvesturhorns Grétar Þór Eysteinsson, stjórnmálafræðingur við Háskólann á Akureyri, segir þessa niðurstöðu sýna að flatur niðurskurður húsnæðislána þýði fjármagnstilfærslu frá landsbyggðinni til suðvesturhornsins. „Maður veltir því fyrir sér hvort menn hafi hugsað þetta allt saman til enda út frá öllum hliðum. Þetta er náttúrlega hvort heldur sem er fé skattborgaranna, jafnvel þó að ríkið geti sótt þessa peninga til svokallaðra hrægammasjóða, þá væri hægt að nota þessa peninga í að greiða niður skuldir ríkisins. Þetta eru í raun og veru peningar okkar allra. Þessi niðurstaða sýnir að þetta eru stórkostlegir fjármagnstilflutningar.“ Grétar segir að líklega komi nokkur svæði á landsbyggðinni betur út en önnur, Akureyri, þéttbýlisstaðir á Mið-Austurlandi og Selfoss, svo dæmi séu tekin. Heilt yfir þýði þetta að verið sé að flytja „svakalegar summur til suðvesturhornsins úr ríkissjóði“. Séu tuttugu milljarðar settir í samhengi skipti þeir landsbyggðina miklu máli. „Ef við erum að tala um tuttugu milljarða þá erum við að tala um tvenn jarðgöng, ef við getum notað þann gjaldmiðil. Það eru nú margir búnir að standa lengi í pontu á Alþingi og tala sig hása gegn tíu milljarða króna jarðgöngum.“
Kosningar 2013 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Sjá meira