20 milljarða „landsbyggðarskattur“ 25. apríl 2013 09:00 Jón Steinsson hagfræðingur og Grétar Þór Eysteinsson stjórnmálafræðingur. Heildarskuldir landsmanna námu 1.878.044 milljónum króna árið 2011. Þar af voru skuldir vegna íbúðakaupa 1.151.616 krónur. Þetta kemur fram í gögnum sem Fréttablaðið fékk í hendur hjá Íbúðalánasjóði, en þau hafa verið unnin upp úr skattframtölum ársins 2011. Eins og eðlilegt er eru hæstu skuldirnar þar sem flestir íbúarnir eru, í skattumdæmi Reykjavíkur og Reykjaness, en því síðarnefnda tilheyra meðal annars fjölmenn sveitarfélög eins og Hafnarfjörður, Kópavogur og Garðabær. Tölurnar sýna hins vegar að skipting fasteignaskulda dreifist ekki jafnt yfir landið eftir fjölda íbúa. Það skýrist væntanlega af mismiklu verðmæti fasteigna eftir því hvar þær eru staðsettar. Jón Steinsson, hagfræðingur við Columbia-háskóla, segir þessar tölur sýna að landsbyggðin kæmi illa út úr flatri niðurfellingu skulda, eins og þeirri sem Framsóknarflokkurinn og fleiri flokkar hafa boðað. Sé reiknað með tuttugu prósenta niðurfellingu, eins og Framsókn gerir, þýði það tuttugu milljörðum hagstæðari útkomu fyrir suðvesturhornið, sé miðað við mannfjölda. „Húsnæðisbólan var stærri á höfuðborgarsvæðinu en annars staðar á landinu. Fólk á landsbyggðinni skuldar því ekki jafn mikið og fólk á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Jón. „Ef farið væri í tuttugu prósenta flata niðurfellingu þá sýnist mér að landsbyggðin myndi fá um tuttugu milljörðum króna minna í sinn hlut en ef sömu upphæð væri deilt út eftir fólksfjölda. Það má því segja að tuttugu prósenta niðurfelling sé landsbyggðarskattur upp á um tuttugu milljarða króna.“Þeir hæst launuðu græða Jón segir annan ókost við flata niðurfellingu vera þann að stór hluti hennar rynni til hátekju- og stóreignafólks, sem ekki þurfi á ölmusu frá ríkinu að halda. „Seðlabankinn hefur reiknað að um áttatíu milljarðar króna myndu renna til þess fimmtungs fólks sem er með hæstu tekjurnar og um 75 prósent af skuldaniðurfellingunni myndu renna til fólks sem ekki er í fjárhagsvanda.“ Jón segir því spurningu hvort ekki sé skynsamlegra að greiða niður himinháar skuldir ríkisins en að ráðast í flata skuldaniðurfellingu. „Ríkið hefur varla borð fyrir báru í ríkisfjármálum í dag vegna þess hvað skuldir þess eru háar og hefur því lítil sem engin tök á því að takast á við áföll sem gætu dunið yfir á næstu árum. Það er mikil áhætta tekin að ráðast í dýra skuldaniðurfellingu til fólks sem ekki þarf á slíku að halda á meðan ríkið er jafn skuldsett og það er í dag,“ segir Jón Steinsson.Fé flutt til suðvesturhorns Grétar Þór Eysteinsson, stjórnmálafræðingur við Háskólann á Akureyri, segir þessa niðurstöðu sýna að flatur niðurskurður húsnæðislána þýði fjármagnstilfærslu frá landsbyggðinni til suðvesturhornsins. „Maður veltir því fyrir sér hvort menn hafi hugsað þetta allt saman til enda út frá öllum hliðum. Þetta er náttúrlega hvort heldur sem er fé skattborgaranna, jafnvel þó að ríkið geti sótt þessa peninga til svokallaðra hrægammasjóða, þá væri hægt að nota þessa peninga í að greiða niður skuldir ríkisins. Þetta eru í raun og veru peningar okkar allra. Þessi niðurstaða sýnir að þetta eru stórkostlegir fjármagnstilflutningar.“ Grétar segir að líklega komi nokkur svæði á landsbyggðinni betur út en önnur, Akureyri, þéttbýlisstaðir á Mið-Austurlandi og Selfoss, svo dæmi séu tekin. Heilt yfir þýði þetta að verið sé að flytja „svakalegar summur til suðvesturhornsins úr ríkissjóði“. Séu tuttugu milljarðar settir í samhengi skipti þeir landsbyggðina miklu máli. „Ef við erum að tala um tuttugu milljarða þá erum við að tala um tvenn jarðgöng, ef við getum notað þann gjaldmiðil. Það eru nú margir búnir að standa lengi í pontu á Alþingi og tala sig hása gegn tíu milljarða króna jarðgöngum.“ Kosningar 2013 Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Sjá meira
Heildarskuldir landsmanna námu 1.878.044 milljónum króna árið 2011. Þar af voru skuldir vegna íbúðakaupa 1.151.616 krónur. Þetta kemur fram í gögnum sem Fréttablaðið fékk í hendur hjá Íbúðalánasjóði, en þau hafa verið unnin upp úr skattframtölum ársins 2011. Eins og eðlilegt er eru hæstu skuldirnar þar sem flestir íbúarnir eru, í skattumdæmi Reykjavíkur og Reykjaness, en því síðarnefnda tilheyra meðal annars fjölmenn sveitarfélög eins og Hafnarfjörður, Kópavogur og Garðabær. Tölurnar sýna hins vegar að skipting fasteignaskulda dreifist ekki jafnt yfir landið eftir fjölda íbúa. Það skýrist væntanlega af mismiklu verðmæti fasteigna eftir því hvar þær eru staðsettar. Jón Steinsson, hagfræðingur við Columbia-háskóla, segir þessar tölur sýna að landsbyggðin kæmi illa út úr flatri niðurfellingu skulda, eins og þeirri sem Framsóknarflokkurinn og fleiri flokkar hafa boðað. Sé reiknað með tuttugu prósenta niðurfellingu, eins og Framsókn gerir, þýði það tuttugu milljörðum hagstæðari útkomu fyrir suðvesturhornið, sé miðað við mannfjölda. „Húsnæðisbólan var stærri á höfuðborgarsvæðinu en annars staðar á landinu. Fólk á landsbyggðinni skuldar því ekki jafn mikið og fólk á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Jón. „Ef farið væri í tuttugu prósenta flata niðurfellingu þá sýnist mér að landsbyggðin myndi fá um tuttugu milljörðum króna minna í sinn hlut en ef sömu upphæð væri deilt út eftir fólksfjölda. Það má því segja að tuttugu prósenta niðurfelling sé landsbyggðarskattur upp á um tuttugu milljarða króna.“Þeir hæst launuðu græða Jón segir annan ókost við flata niðurfellingu vera þann að stór hluti hennar rynni til hátekju- og stóreignafólks, sem ekki þurfi á ölmusu frá ríkinu að halda. „Seðlabankinn hefur reiknað að um áttatíu milljarðar króna myndu renna til þess fimmtungs fólks sem er með hæstu tekjurnar og um 75 prósent af skuldaniðurfellingunni myndu renna til fólks sem ekki er í fjárhagsvanda.“ Jón segir því spurningu hvort ekki sé skynsamlegra að greiða niður himinháar skuldir ríkisins en að ráðast í flata skuldaniðurfellingu. „Ríkið hefur varla borð fyrir báru í ríkisfjármálum í dag vegna þess hvað skuldir þess eru háar og hefur því lítil sem engin tök á því að takast á við áföll sem gætu dunið yfir á næstu árum. Það er mikil áhætta tekin að ráðast í dýra skuldaniðurfellingu til fólks sem ekki þarf á slíku að halda á meðan ríkið er jafn skuldsett og það er í dag,“ segir Jón Steinsson.Fé flutt til suðvesturhorns Grétar Þór Eysteinsson, stjórnmálafræðingur við Háskólann á Akureyri, segir þessa niðurstöðu sýna að flatur niðurskurður húsnæðislána þýði fjármagnstilfærslu frá landsbyggðinni til suðvesturhornsins. „Maður veltir því fyrir sér hvort menn hafi hugsað þetta allt saman til enda út frá öllum hliðum. Þetta er náttúrlega hvort heldur sem er fé skattborgaranna, jafnvel þó að ríkið geti sótt þessa peninga til svokallaðra hrægammasjóða, þá væri hægt að nota þessa peninga í að greiða niður skuldir ríkisins. Þetta eru í raun og veru peningar okkar allra. Þessi niðurstaða sýnir að þetta eru stórkostlegir fjármagnstilflutningar.“ Grétar segir að líklega komi nokkur svæði á landsbyggðinni betur út en önnur, Akureyri, þéttbýlisstaðir á Mið-Austurlandi og Selfoss, svo dæmi séu tekin. Heilt yfir þýði þetta að verið sé að flytja „svakalegar summur til suðvesturhornsins úr ríkissjóði“. Séu tuttugu milljarðar settir í samhengi skipti þeir landsbyggðina miklu máli. „Ef við erum að tala um tuttugu milljarða þá erum við að tala um tvenn jarðgöng, ef við getum notað þann gjaldmiðil. Það eru nú margir búnir að standa lengi í pontu á Alþingi og tala sig hása gegn tíu milljarða króna jarðgöngum.“
Kosningar 2013 Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Sjá meira