Gamla herstöðin er fullkominn staður Freyr Bjarnason skrifar 24. apríl 2013 09:00 barry hogan Stofnandi All Tomorrow´s Parties er mjög spenntur fyrir hátíðinni sem verður haldin á Íslandi í sumar. Mynd/Deborah Kee Higgins Barry Hogan er stofnandi ensku tónlistarhátíðarinnar All Tomorrow"s Parties sem verður haldin í fyrsta sinn á Íslandi í lok júní. Á meðal hljómsveita sem stíga þar á svið eru Nick Cave and the Bad Seeds, Deerhoof, The Fall, The Notwist, Chelsea Light Moving, Thee Oh Sees, múm og Mugison. Hogan líst vel á að halda hátíðina á gamla varnarliðssvæðinu í Keflavík. „Tómas Young, samstarfsaðili okkar á Íslandi, hafði samband við okkur og benti okkur á gamla NATO-herstöð. Hann sagði að ef við hefðum áhuga á að halda ATP á Íslandi væri þetta rétti staðurinn,“ segir hann. „Við Deborah [Kee Higgins, samstarfs- og eiginkona Hogans] vorum á leiðinni til New York síðasta sumar og ákváðum að koma við á Íslandi til að skoða aðstæður og þær henta fullkomlega. Þetta er dálítið svipað og svæðið sem við erum með á Englandi. Það er allt til alls þarna. Þegar Bandaríkjamenn yfirgáfu svæðið fyrir sex til sjö árum skildu þeir allt eftir í góðu ásigkomulagi. Þarna er hljóðver, kvikmyndahús og bar,“ segir hann og er spenntur fyrir því að feta nýjar slóðir. „Margar íslenskar hljómsveitir hafa spilað á ATP. Sigur Rós kom fram á fyrstu hátíðinni og þá spilaði hún fyrir 500 pund. Ég held að Sigur Rós kosti eitthvað meira núna,“ segir Hogan og hlær. „Við erum miklir aðdáendur íslenskrar tónlistar og allir Íslendingarnir sem við höfum hitt hafa sýnt okkur mikinn stuðning, þannig að okkur fannst þetta alveg borðleggjandi dæmi.“ Hogan stofnaði All Tomorrow"s Parties árið 1999 og hélt hátíðina á sumarleyfissvæðinu Camber Sands í East Sussex á Englandi, þar sem hún hefur verið haldin allar götur síðan. „Þegar við byrjuðum voru ekki margar „alternative“-hátíðir í gangi. Það besta sem var í boði voru hátíðir eins og Reading. Þar var hægt að sjá bönd eins og Nirvana, Cop Shoot Cop og Royal Trux, sem var hið besta mál. En það voru kannski þrjár hljómsveitir af eitt hundrað sem voru góðar en restin var ekkert sérstök,“ fullyrðir hann. „Við vildum safna saman 30-40 uppáhaldssveitum í smærra umhverfi þar sem fólk getur til dæmis gist í herbergjum með salernisaðstöðu í stað þess að deila með sér klósetti. Þetta varð eiginlega til af nauðsyn því fólk var orðið þreytt á að fara á staði eins og Reading en það voru engir aðrir valkostir í boði. Það má segja að ATP hafi opnað flóðgáttir því núna virðast vera „alternative“-hátíðir úti um allt.“ Frá árinu 2000 hefur All Tomorrow"s Parties breitt úr sér og verið haldin víðs vegar um Bretlandseyjar, auk þess að ferðast til Spánar, Ástralíu, Japans og Bandaríkjanna. Aðspurður segist Hogan ánægður með hvernig til hefur tekist. „Þetta hefur verið rússíbanareið, upp og niður en þetta hefur verið gaman. Við höfum unnið með mörgum góðum hljómsveitum og listamönnum, allt frá Portishead og Nick Cave til Ennio Morricone. Við erum mjög stolt af tónlistinni sem við höfum getað boðið upp á.“ Hann segir enga eina tónlistarstefnu fylgja hátíðinni heldur er aðalatriðið að músíkin sé góð. „Við getum verið með hipphopp, elektróník, teknó og indírokk. Svo lengi sem þetta er almennileg tónlist viljum við bjóða upp á hana.“ Ef hátíðin gengur vel í sumar, kemur þá til greina að halda ATP á Íslandi aftur að ári? „Af hverju ekki? Ég hef bara einu sinni komið til Íslands og þá fannst mér mjög leiðinlegt að yfirgefa landið. Ég myndi vilja gera eins marga hluti þar og ég get. Ég hlakka mikið til að halda hátíðina á Íslandi. Við erum mjög ánægð með að Nick Cave and the Bad Seeds ætli að spila þar og þetta ætti að vera frábært í alla staði. Þetta er óvenjuleg staðsetning og dálítið úr leið fyrir marga en ef fólk gerir sér ferð á staðinn ætti það ekki að sjá eftir því.“ ATP í Keflavík Mest lesið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Fleiri fréttir Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Sjá meira
Barry Hogan er stofnandi ensku tónlistarhátíðarinnar All Tomorrow"s Parties sem verður haldin í fyrsta sinn á Íslandi í lok júní. Á meðal hljómsveita sem stíga þar á svið eru Nick Cave and the Bad Seeds, Deerhoof, The Fall, The Notwist, Chelsea Light Moving, Thee Oh Sees, múm og Mugison. Hogan líst vel á að halda hátíðina á gamla varnarliðssvæðinu í Keflavík. „Tómas Young, samstarfsaðili okkar á Íslandi, hafði samband við okkur og benti okkur á gamla NATO-herstöð. Hann sagði að ef við hefðum áhuga á að halda ATP á Íslandi væri þetta rétti staðurinn,“ segir hann. „Við Deborah [Kee Higgins, samstarfs- og eiginkona Hogans] vorum á leiðinni til New York síðasta sumar og ákváðum að koma við á Íslandi til að skoða aðstæður og þær henta fullkomlega. Þetta er dálítið svipað og svæðið sem við erum með á Englandi. Það er allt til alls þarna. Þegar Bandaríkjamenn yfirgáfu svæðið fyrir sex til sjö árum skildu þeir allt eftir í góðu ásigkomulagi. Þarna er hljóðver, kvikmyndahús og bar,“ segir hann og er spenntur fyrir því að feta nýjar slóðir. „Margar íslenskar hljómsveitir hafa spilað á ATP. Sigur Rós kom fram á fyrstu hátíðinni og þá spilaði hún fyrir 500 pund. Ég held að Sigur Rós kosti eitthvað meira núna,“ segir Hogan og hlær. „Við erum miklir aðdáendur íslenskrar tónlistar og allir Íslendingarnir sem við höfum hitt hafa sýnt okkur mikinn stuðning, þannig að okkur fannst þetta alveg borðleggjandi dæmi.“ Hogan stofnaði All Tomorrow"s Parties árið 1999 og hélt hátíðina á sumarleyfissvæðinu Camber Sands í East Sussex á Englandi, þar sem hún hefur verið haldin allar götur síðan. „Þegar við byrjuðum voru ekki margar „alternative“-hátíðir í gangi. Það besta sem var í boði voru hátíðir eins og Reading. Þar var hægt að sjá bönd eins og Nirvana, Cop Shoot Cop og Royal Trux, sem var hið besta mál. En það voru kannski þrjár hljómsveitir af eitt hundrað sem voru góðar en restin var ekkert sérstök,“ fullyrðir hann. „Við vildum safna saman 30-40 uppáhaldssveitum í smærra umhverfi þar sem fólk getur til dæmis gist í herbergjum með salernisaðstöðu í stað þess að deila með sér klósetti. Þetta varð eiginlega til af nauðsyn því fólk var orðið þreytt á að fara á staði eins og Reading en það voru engir aðrir valkostir í boði. Það má segja að ATP hafi opnað flóðgáttir því núna virðast vera „alternative“-hátíðir úti um allt.“ Frá árinu 2000 hefur All Tomorrow"s Parties breitt úr sér og verið haldin víðs vegar um Bretlandseyjar, auk þess að ferðast til Spánar, Ástralíu, Japans og Bandaríkjanna. Aðspurður segist Hogan ánægður með hvernig til hefur tekist. „Þetta hefur verið rússíbanareið, upp og niður en þetta hefur verið gaman. Við höfum unnið með mörgum góðum hljómsveitum og listamönnum, allt frá Portishead og Nick Cave til Ennio Morricone. Við erum mjög stolt af tónlistinni sem við höfum getað boðið upp á.“ Hann segir enga eina tónlistarstefnu fylgja hátíðinni heldur er aðalatriðið að músíkin sé góð. „Við getum verið með hipphopp, elektróník, teknó og indírokk. Svo lengi sem þetta er almennileg tónlist viljum við bjóða upp á hana.“ Ef hátíðin gengur vel í sumar, kemur þá til greina að halda ATP á Íslandi aftur að ári? „Af hverju ekki? Ég hef bara einu sinni komið til Íslands og þá fannst mér mjög leiðinlegt að yfirgefa landið. Ég myndi vilja gera eins marga hluti þar og ég get. Ég hlakka mikið til að halda hátíðina á Íslandi. Við erum mjög ánægð með að Nick Cave and the Bad Seeds ætli að spila þar og þetta ætti að vera frábært í alla staði. Þetta er óvenjuleg staðsetning og dálítið úr leið fyrir marga en ef fólk gerir sér ferð á staðinn ætti það ekki að sjá eftir því.“
ATP í Keflavík Mest lesið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Fleiri fréttir Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Sjá meira