Tribute-tónleikar nýjasta æðið á Íslandi Tinna Rós Steinsdóttir skrifar 5. apríl 2013 13:30 Arnar "Rokk" Friðriksson ætlar að feta í spor Dave Grohl á Gamla Gauknum í kvöld þegar heiðurstónleikar Foo Fighters fara þar fram. „Þessi tribute kvöld hafa alveg slegið í gegn hjá okkur og hafa verið þau mest sóttu að undanförnu, fyrir utan stærstu nöfnin í tónlistinni í dag. Skálmöld fyllir auðvitað alltaf húsið og Retro Stefson líka, til að nefna dæmi, en þessi kvöld hafa oft komist mjög nálægt þeim í aðsóknartölum," segir Eiríkur Rósberg Eiríksson á Gamla Gauknum. Gamli Gaukurinn hefur hýst fjöldann allan af tribute-tónleikum á undanförnum mánuðum og virðist engin lognmolla ætla að verða þar á næstunni. Eiríkur segir það vera mismunandi hvort þeir á Gamla Gauknum hafi frumkvæði að tónleikum og setji saman hljómsveit eða hvort komið sé að máli við þá um að fá að halda tónleika. „Stundum koma líka bönd sem leita til okkar eftir góðum hugmyndum um hvaða bönd ætti að taka fyrir," segir hann. Nú þegar eru tribute-tónleikar skipulagðir í næstum hverri viku vel fram í júní á Gamla Gauknum. Meðal sveita sem þar verða teknar fyrir eru Pearl Jam, Guns N' Roses, Kiss, Rage Against The Machine og Alice in Chains. „Svo erum við líka að vinna í að setja upp Jeff Buckley tribute-tónleika og jafnvel Amy Winehouse," segir Eiríkur. Foo Fighters tribute í kvöldArnar Már Friðriksson.Í kvöld verður rokkbandið Foo Fighters í fyrirrúmi á Gamla Gauknum í tilefni þess að tíu ár séu liðin frá því að sveitin hélt sína fyrstu tónleika hér á Íslandi. Það er bandið FooIce sem annast flutninginn og fer þar í broddi fylkingar Arnar „rokk" Friðriksson, sem ætlar að feta í fótspor Daves Grohl og annast sönginn á tónleikunum. Margir muna ef til vill eftir honum frá því hann lenti í öðru sæti í raunveruleikaþáttunum Bandið hans Bubba, á eftir Eyþóri Inga. Ásamt Arnari skipa bandið þeir Kristján Grétarsson, Dave Dunn, Birgir Kárason og Benedikt Brynleifsson. Tónlist Mest lesið Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Blautir búkar og pylsupartí Menning Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Lífið Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Lífið Fleiri fréttir Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
„Þessi tribute kvöld hafa alveg slegið í gegn hjá okkur og hafa verið þau mest sóttu að undanförnu, fyrir utan stærstu nöfnin í tónlistinni í dag. Skálmöld fyllir auðvitað alltaf húsið og Retro Stefson líka, til að nefna dæmi, en þessi kvöld hafa oft komist mjög nálægt þeim í aðsóknartölum," segir Eiríkur Rósberg Eiríksson á Gamla Gauknum. Gamli Gaukurinn hefur hýst fjöldann allan af tribute-tónleikum á undanförnum mánuðum og virðist engin lognmolla ætla að verða þar á næstunni. Eiríkur segir það vera mismunandi hvort þeir á Gamla Gauknum hafi frumkvæði að tónleikum og setji saman hljómsveit eða hvort komið sé að máli við þá um að fá að halda tónleika. „Stundum koma líka bönd sem leita til okkar eftir góðum hugmyndum um hvaða bönd ætti að taka fyrir," segir hann. Nú þegar eru tribute-tónleikar skipulagðir í næstum hverri viku vel fram í júní á Gamla Gauknum. Meðal sveita sem þar verða teknar fyrir eru Pearl Jam, Guns N' Roses, Kiss, Rage Against The Machine og Alice in Chains. „Svo erum við líka að vinna í að setja upp Jeff Buckley tribute-tónleika og jafnvel Amy Winehouse," segir Eiríkur. Foo Fighters tribute í kvöldArnar Már Friðriksson.Í kvöld verður rokkbandið Foo Fighters í fyrirrúmi á Gamla Gauknum í tilefni þess að tíu ár séu liðin frá því að sveitin hélt sína fyrstu tónleika hér á Íslandi. Það er bandið FooIce sem annast flutninginn og fer þar í broddi fylkingar Arnar „rokk" Friðriksson, sem ætlar að feta í fótspor Daves Grohl og annast sönginn á tónleikunum. Margir muna ef til vill eftir honum frá því hann lenti í öðru sæti í raunveruleikaþáttunum Bandið hans Bubba, á eftir Eyþóri Inga. Ásamt Arnari skipa bandið þeir Kristján Grétarsson, Dave Dunn, Birgir Kárason og Benedikt Brynleifsson.
Tónlist Mest lesið Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Blautir búkar og pylsupartí Menning Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Lífið Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Lífið Fleiri fréttir Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp