Selja miða án staðfestra sveita Freyr Bjarnason skrifar 4. apríl 2013 16:30 Tómas hefur skipulagt hátíðina undanfarin tvö ár. fréttablaðið/vilhelm Breska tónlistarhátíðin All Tomorrow"s Parties verður haldin á Íslandi helgina 28. til 29. júní á gömlu herstöðinni Ásbrú. Fréttablaðið greindi frá því á dögunum að samningar væru við það að nást um að halda hátíðina. Ekki verður tilkynnt um hvaða hljómsveitir spila á Íslandi fyrr en 16. apríl en miðasala er engu að síður hafin á atpfestival.com. Tilboðsverð til 16. apríl er 15 þúsund krónur án gistingar. „Við lofum að þetta mun ekki svíkja neinn. Fyrir þá sem eru algjörlega pottþéttir að þeir ætla að fara þá er gott að geta tryggt sér miða strax. Það getur líka vel verið að allir Bretarnir sem elta hátíðina hvert sem er verði fljótir að ákveða að fara til Íslands," segir skipuleggjandinn Tómas Young. Um fjögur þúsund miðar verða í boði. Sex til átta erlendar sveitir spila á hátíðinni en alls stíga um tuttugu á svið. Ein erlendu sveitanna er mjög fræg. „Hún gnæfir yfir allt og alla. En þessar sem eru minni eru ekki heldur af verri endanum." Tómas hefur undirbúið hátíðina í tvö ár, eða eftir að hafa sótt hugmyndasmiðju í Ásbrú. Þar var leitað að hugmyndum um hvað væri hægt að gera á gömlu herstöðinni og datt honum í hug að halda hátíð í anda All Tomorrow"s Parties. ATP var fyrst haldin árið 2000 í Bretlandi og hafa viðburðir á vegum hennar með alls kyns tónlistarstefnum verið haldnir víða um heim. Stofnandinn Barry Hogan lofar flottri hátíð: „ATP hefur sterka tengingu við Ísland og hljómsveitirnar sem munu koma fram tryggja það að þetta verður ógleymanlegur viðburður." ATP í Keflavík Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Heitustu naglatrendin fyrir haustið Lífið Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Lífið Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Fleiri fréttir Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Sjá meira
Breska tónlistarhátíðin All Tomorrow"s Parties verður haldin á Íslandi helgina 28. til 29. júní á gömlu herstöðinni Ásbrú. Fréttablaðið greindi frá því á dögunum að samningar væru við það að nást um að halda hátíðina. Ekki verður tilkynnt um hvaða hljómsveitir spila á Íslandi fyrr en 16. apríl en miðasala er engu að síður hafin á atpfestival.com. Tilboðsverð til 16. apríl er 15 þúsund krónur án gistingar. „Við lofum að þetta mun ekki svíkja neinn. Fyrir þá sem eru algjörlega pottþéttir að þeir ætla að fara þá er gott að geta tryggt sér miða strax. Það getur líka vel verið að allir Bretarnir sem elta hátíðina hvert sem er verði fljótir að ákveða að fara til Íslands," segir skipuleggjandinn Tómas Young. Um fjögur þúsund miðar verða í boði. Sex til átta erlendar sveitir spila á hátíðinni en alls stíga um tuttugu á svið. Ein erlendu sveitanna er mjög fræg. „Hún gnæfir yfir allt og alla. En þessar sem eru minni eru ekki heldur af verri endanum." Tómas hefur undirbúið hátíðina í tvö ár, eða eftir að hafa sótt hugmyndasmiðju í Ásbrú. Þar var leitað að hugmyndum um hvað væri hægt að gera á gömlu herstöðinni og datt honum í hug að halda hátíð í anda All Tomorrow"s Parties. ATP var fyrst haldin árið 2000 í Bretlandi og hafa viðburðir á vegum hennar með alls kyns tónlistarstefnum verið haldnir víða um heim. Stofnandinn Barry Hogan lofar flottri hátíð: „ATP hefur sterka tengingu við Ísland og hljómsveitirnar sem munu koma fram tryggja það að þetta verður ógleymanlegur viðburður."
ATP í Keflavík Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Heitustu naglatrendin fyrir haustið Lífið Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Lífið Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Fleiri fréttir Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Sjá meira