Vantar hóp fólks í bankaatriði 25. mars 2013 10:00 Leikstjórinn Baldvin Z og Birgir Örn steinarsson eru handritshöfundar Vonarstrætis. Mynd/Pjetur Forsvarsmenn kvikmyndarinnar Vonarstræti hafa auglýst eftir fólki til að taka þátt í stóru atriði sem verður tekið upp í dag. Það gerist í samkvæmi árið 2006 í ótilgreindum banka. Um sextíu til sjötíu manns vantar í atriðið. Aðspurður segir leikstjórinn Baldvin Z að tökur á Vonarstræti hafi gengið mjög vel en þær hófust í febrúar. Eitt atriði var tekið upp um daginn á skemmtistaðnum Óbladí þar sem allir helstu utangarðsmenn Reykjavíkur voru samankomnir. "Þeir voru mjög skemmtilegir,“ segir Baldvin Z um utangarðsmennina. Í atriðinu var drukkið tólf ára gamalt viskí, sem að sjálfsögðu var ekki alvöru viskí. "Þetta var alltaf jafnsvekkjandi fyrir þá. En þeim fannst rosalega gaman að taka þátt í að leika í þessari mynd og þeir stóðu sig frábærlega.“ Vonarstræti, sem verður frumsýnd snemma á næsta ári, er dramatísk en um leið fyndin samtímasaga. Í stærstu hlutverkum eru Hera Hilmarsdóttir, Þorvaldur Davíð Kristjánsson og Þorsteinn Bachmann. Í smærri hlutverkum eru Edduverðlaunahafinn Theódór Júlíusson, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, Elma Lísa Gunnarsdóttir, Björn Hlynur Haraldsson, Sveinn Ólafur Gunnarsson og Anna Lísa Hermannsdóttir. Tökurnar fara fram í dag og samkvæmt kvikmyndagerðarmönnunum vantar "fínt fólk, ofurfína karla og konur". Þeir sem hafa áhuga geta sent tölvupóst á netfangið aukaleikari.vonarstraeti@gmail.com. Menning Mest lesið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Forsvarsmenn kvikmyndarinnar Vonarstræti hafa auglýst eftir fólki til að taka þátt í stóru atriði sem verður tekið upp í dag. Það gerist í samkvæmi árið 2006 í ótilgreindum banka. Um sextíu til sjötíu manns vantar í atriðið. Aðspurður segir leikstjórinn Baldvin Z að tökur á Vonarstræti hafi gengið mjög vel en þær hófust í febrúar. Eitt atriði var tekið upp um daginn á skemmtistaðnum Óbladí þar sem allir helstu utangarðsmenn Reykjavíkur voru samankomnir. "Þeir voru mjög skemmtilegir,“ segir Baldvin Z um utangarðsmennina. Í atriðinu var drukkið tólf ára gamalt viskí, sem að sjálfsögðu var ekki alvöru viskí. "Þetta var alltaf jafnsvekkjandi fyrir þá. En þeim fannst rosalega gaman að taka þátt í að leika í þessari mynd og þeir stóðu sig frábærlega.“ Vonarstræti, sem verður frumsýnd snemma á næsta ári, er dramatísk en um leið fyndin samtímasaga. Í stærstu hlutverkum eru Hera Hilmarsdóttir, Þorvaldur Davíð Kristjánsson og Þorsteinn Bachmann. Í smærri hlutverkum eru Edduverðlaunahafinn Theódór Júlíusson, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, Elma Lísa Gunnarsdóttir, Björn Hlynur Haraldsson, Sveinn Ólafur Gunnarsson og Anna Lísa Hermannsdóttir. Tökurnar fara fram í dag og samkvæmt kvikmyndagerðarmönnunum vantar "fínt fólk, ofurfína karla og konur". Þeir sem hafa áhuga geta sent tölvupóst á netfangið aukaleikari.vonarstraeti@gmail.com.
Menning Mest lesið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira