Viðræður um aðra stóra hátíð í Keflavík 3. mars 2013 17:00 Hljómsveitin Deerhoof spilaði á Airwaves-hátíðinni 2007. fréttablaðið/arnþór Viðræður hafa átt sér stað um að halda tónlistarhátíðina þekktu All Tomorrow"s Parties á varnarliðssvæðinu í Reykjanesbæ í lok júní. Skipulagning hátíðarinnar hér á landi hefur staðið yfir frá árinu 2011. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins myndu sex til sjö erlendar hljómsveitir spila á hátíðinni, þar á meðal hin bandaríska Deerhoof, og yrðu um fimm þúsund miðar í boði. Einnig kæmu íslenskar hljómsveitir fram. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að hinar erlendu sveitirnar sem myndu á hátíðinni séu margar hverjar heimsfrægar. All Tomorrow"s Parties var fyrst haldin í Englandi árið 1999 sem mótvægi við stærri tónlistarhátíðir á borð við Reading. Oftast er það ein hljómsveit sem fær að stjórna dagskrá hátíðarinnar en sú verður ekki raunin hér á landi. Þegar All Tomorrow"s Parties verður haldin í Englandi í maí næstkomandi stjórnar bandaríska hljómsveitin TV On The Radio dagskránni. Hátíðin fór fram í Ástralíu helgina 16. og 17. febrúar. Þar stigu á svið My Bloody Valentine, Godspeed You! Black Emperor, Swans og fleiri bönd. Það yrði þá skammt stórra högga á milli í Reykjanesbæ í sumar því í byrjun júní verður tónlistarhátíðin Keflavík Music Festival haldin í annað sinn. Þar koma tíu erlendir og 140 innlendir flytjendur fram. Stærstu nöfnin verða rappararnir DMX og Tinie Tempah, auk hljómsveitarinnar Far East Movement. Á meðal íslensku flytjendanna verða Sóley, Skálmöld, Valdimar, Jón Jónsson, Bubbi Morthens og Blazroca. freyr@frettabladid.is ATP í Keflavík Tónlist Mest lesið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Tónlist Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Lífið Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Viðræður hafa átt sér stað um að halda tónlistarhátíðina þekktu All Tomorrow"s Parties á varnarliðssvæðinu í Reykjanesbæ í lok júní. Skipulagning hátíðarinnar hér á landi hefur staðið yfir frá árinu 2011. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins myndu sex til sjö erlendar hljómsveitir spila á hátíðinni, þar á meðal hin bandaríska Deerhoof, og yrðu um fimm þúsund miðar í boði. Einnig kæmu íslenskar hljómsveitir fram. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að hinar erlendu sveitirnar sem myndu á hátíðinni séu margar hverjar heimsfrægar. All Tomorrow"s Parties var fyrst haldin í Englandi árið 1999 sem mótvægi við stærri tónlistarhátíðir á borð við Reading. Oftast er það ein hljómsveit sem fær að stjórna dagskrá hátíðarinnar en sú verður ekki raunin hér á landi. Þegar All Tomorrow"s Parties verður haldin í Englandi í maí næstkomandi stjórnar bandaríska hljómsveitin TV On The Radio dagskránni. Hátíðin fór fram í Ástralíu helgina 16. og 17. febrúar. Þar stigu á svið My Bloody Valentine, Godspeed You! Black Emperor, Swans og fleiri bönd. Það yrði þá skammt stórra högga á milli í Reykjanesbæ í sumar því í byrjun júní verður tónlistarhátíðin Keflavík Music Festival haldin í annað sinn. Þar koma tíu erlendir og 140 innlendir flytjendur fram. Stærstu nöfnin verða rappararnir DMX og Tinie Tempah, auk hljómsveitarinnar Far East Movement. Á meðal íslensku flytjendanna verða Sóley, Skálmöld, Valdimar, Jón Jónsson, Bubbi Morthens og Blazroca. freyr@frettabladid.is
ATP í Keflavík Tónlist Mest lesið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Tónlist Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Lífið Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira