Raforkukerfið stendur byggð fyrir þrifum og veldur hættu Magnús Þorlákur Lúðvíksson skrifar 25. febrúar 2013 06:00 Guðmundur Ingi Ásmundsson Flutningskerfi raforku á Íslandi stenst ekki þær kröfur sem gerðar eru í nútímasamfélagi. Þá standa veikleikar í kerfinu byggðaþróun fyrir þrifum og þýða það að möguleikar á uppbyggingu atvinnulífs á ákveðnum svæðum eru takmarkaðir. Þetta var meðal þess sem kom fram í erindi sem Guðmundur Ingi Ásmundsson, aðstoðarforstjóri Landsnets, hélt um langtímauppbyggingu flutningskerfis raforku á aðalfundi Samorku á föstudag. „Stór hluti landsins stenst öryggiskröfur en þrjú svæði gera það ekki. Fyrir því eru nokkrar ástæður. Á Reykjanesi og á Vestfjörðum er einungis ein flutningslína og fari línan út veldur það miklum vandamálum," segir Guðmundur og heldur áfram: „Stærsta og flóknasta vandamálið er hins vegar byggðalínan sem þjónustar allan austari helming landsins. Hún var byggð fyrir þrjátíu árum og hefur ekkert verið styrkt síðan og það er tími til kominn." Guðmundur segir að þessi staða sé í fyrsta lagi hættuleg þar sem kerfið sé vanbúið til að takast á við meiriháttar áföll. Þá segir hann það geta hamlað atvinnuuppbyggingu á vissum svæðum. „Á þessum svæðum þar sem flutningskerfið er fulllestað, eins og á Austurlandi, þá er ekki hægt að bæta við neinum orkufrekum aðilum án þess að taka þá orku frá öðrum," segir Guðmundur. Þá kom fram í erindi Guðmundar að Landsnet stefndi að því að leggjast í fjárfestingar í raforkukerfinu fyrir 77 milljarða króna á næstu tíu árum. Var þá miðað við að hlutfall jarðstrengja yrði 27% og að ekki yrði nauðsynlegt að leggjast í frekari framkvæmdir vegna orkufreks iðnaðar. „Við leggjum mesta áherslu á að byggja nýja háspennulínu á Reykjanesi og þrjár línur sem liggja samanlagt alveg frá Blönduvirkjun til Fljótsdalsvirkjunar. Þessi verkefni eru brýnust en þar að auki hyggjumst við leggjast í ýmsar minni fjárfestingar í nærkerfinu til að leysa staðbundin vandamál, svo sem á Vestfjörðum," segir Guðmundur. Mest lesið Lífið gjörbreytt Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Erlent Fleiri fréttir Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Sjá meira
Flutningskerfi raforku á Íslandi stenst ekki þær kröfur sem gerðar eru í nútímasamfélagi. Þá standa veikleikar í kerfinu byggðaþróun fyrir þrifum og þýða það að möguleikar á uppbyggingu atvinnulífs á ákveðnum svæðum eru takmarkaðir. Þetta var meðal þess sem kom fram í erindi sem Guðmundur Ingi Ásmundsson, aðstoðarforstjóri Landsnets, hélt um langtímauppbyggingu flutningskerfis raforku á aðalfundi Samorku á föstudag. „Stór hluti landsins stenst öryggiskröfur en þrjú svæði gera það ekki. Fyrir því eru nokkrar ástæður. Á Reykjanesi og á Vestfjörðum er einungis ein flutningslína og fari línan út veldur það miklum vandamálum," segir Guðmundur og heldur áfram: „Stærsta og flóknasta vandamálið er hins vegar byggðalínan sem þjónustar allan austari helming landsins. Hún var byggð fyrir þrjátíu árum og hefur ekkert verið styrkt síðan og það er tími til kominn." Guðmundur segir að þessi staða sé í fyrsta lagi hættuleg þar sem kerfið sé vanbúið til að takast á við meiriháttar áföll. Þá segir hann það geta hamlað atvinnuuppbyggingu á vissum svæðum. „Á þessum svæðum þar sem flutningskerfið er fulllestað, eins og á Austurlandi, þá er ekki hægt að bæta við neinum orkufrekum aðilum án þess að taka þá orku frá öðrum," segir Guðmundur. Þá kom fram í erindi Guðmundar að Landsnet stefndi að því að leggjast í fjárfestingar í raforkukerfinu fyrir 77 milljarða króna á næstu tíu árum. Var þá miðað við að hlutfall jarðstrengja yrði 27% og að ekki yrði nauðsynlegt að leggjast í frekari framkvæmdir vegna orkufreks iðnaðar. „Við leggjum mesta áherslu á að byggja nýja háspennulínu á Reykjanesi og þrjár línur sem liggja samanlagt alveg frá Blönduvirkjun til Fljótsdalsvirkjunar. Þessi verkefni eru brýnust en þar að auki hyggjumst við leggjast í ýmsar minni fjárfestingar í nærkerfinu til að leysa staðbundin vandamál, svo sem á Vestfjörðum," segir Guðmundur.
Mest lesið Lífið gjörbreytt Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Erlent Fleiri fréttir Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Sjá meira