Lífið

Kanadískur grínari gerir víðreist í vikunni

Kanadíski uppistandarinn John Hastings treður upp á Íslandi í þessari viku í fjórum mismunandi bæjarfélögum. Fyrst verður hann í Spot í Kópavogi á miðvikudag en ferðast síðan til Stykkishólms, Akraness og Þorlákshafnar. Hastings hefur unnið til verðlauna í Kanada fyrir uppistand sitt og verið valinn einn af fimm grínistum til að fylgjast með af sjónvarpsstöðinni Comedy Network. Í uppistandinu segir hann sögur úr lífi sínu sem illa gefinn og einhleypur ferðalangur og vafalítið á grínið eftir að falla í kramið hjá íslenskum áhorfendum.Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.