Lífið

Brakið á metsölulista í Noregi

Yrsa Sigurðardóttir rithöfundur.
Yrsa Sigurðardóttir rithöfundur.
>Brakið eftir Yrsu Sigurðardóttur kom nýlega út í Noregi og stökk beint í 14. sæti norska metsölulistans. Í blaðinu Dagsavisen segir að Yrsu takist að halda spennunni allt til síðustu blaðsíðu og því bætt við að hún muni örugglega slá í gegn. "Og það er alls óvíst að maður myndi þiggja far með skútu til Íslands eftir að hafa siglt með Brakinu," segir gagnrýnandinn. Trönder avisen segir að Brakið sé óhugnanlega heillandi tryllir sem ógjörningur sé að leggja frá sér. Brakið kom út árið 2011 á Íslandi og varð söluhæsta bók ársins.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.