Lúxusvandamál að velja lög með ELO Tinna Rós Steinsdóttir skrifar 12. febrúar 2013 00:01 ELO var feikivinsæl á seinni hluta síðustu aldar. Jeff Lynne og félagar hans hafa selt yfir 50 milljónir platna á heimsvísu. „Þetta verða sitjandi tónleikar en ég geri alveg ráð fyrir því að hörðustu aðdáendurnir munu eiga erfitt með að sitja kyrrir á köflum," segir tónlistarmaðurinn Jón Ólafsson sem stýrir heiðurstónleikum fyrir rokkhljómsveitina ELO í apríl. Electric Light Orchestra, eða ELO, er bresk hljómsveit sem spilar sinfónískt rokk og var feikivinsæl um allan heim frá 1971 og langt fram undir níunda áratuginn. Sveitin gaf út ellefu plötur á þeim tíma, þá tólftu árið 2001, og hefur í dag selt yfir 50 milljónir platna um allan heim. „Ég hlustaði mikið á ELO sjálfur sem unglingur. Ég fékk plötuna A New World Record í fermingargjöf og spilaði hana sundur og saman. Næstu árin keypti ég mér svo allar plötur sveitarinnar og hafði alltaf lúmskt gaman af þessum grípandi lögum Jeffs Lynne," segir Jón. Lynne stjórnaði meðal annars upptökum hjá Bítlunum og Traveling Wilburys. Lynne var annar stofnandi ELO og hefur verið mikill áhrifavaldur í tónlistarheiminum. Blaðið The Washington Times setti hann til að mynda í fjórða sæti yfir áhrifamestu upptökustjóra allra tíma. ELO átti fjöldamarga smelli á meðan hún starfaði og átti sveitin til að mynda 27 lög á topp 40 listum í Bretlandi og Bandaríkjunum á árunum 1972 til 1986. Meðal þekktustu laga hljómsveitarinnar má nefna Evil Woman og Telephone Line og segir Jón það vera algjört lúxusvandamál að velja lög til að taka á tónleikunum. „Mér er nokkur vandi þar á höndum því það eru svo mörg góð lög. Öll vinsælustu lögin þeirra verða vitaskuld á prógramminu en auk þess leyfum við óvæntum gimsteinum að fljóta með," segir hann. Fjórtán manns munu reyna að fylla í fótspor Jeffs Lynne og félaga á sviði Eldborgarsals Hörpu þann 13. apríl næstkomandi undir stjórn Jóns. Það þýddi ekkert minna en stórskotalið rokkara og um sönginn sjá engir aðrir en Eiríkur Hauksson, Eyþór Ingi Gunnlaugsson, Jóhann Helgason, Magni Ásgeirsson og Pétur Örn Guðmundsson. „Það kom mér skemmtilega á óvart þegar ég hafði samband við Eirík að hann er gríðarlega mikill ELO-aðdáandi sjálfur. Hinir virtust svo vera vel með á nótunum líka. Mörg lögin liggja mjög hátt fyrir söngvara og það er ekki síst þess vegna sem þessir frábæru menn urðu fyrir valinu," segir Jón. Tónlist Mest lesið Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Blautir búkar og pylsupartí Menning Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Lífið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið Fleiri fréttir Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Sjá meira
„Þetta verða sitjandi tónleikar en ég geri alveg ráð fyrir því að hörðustu aðdáendurnir munu eiga erfitt með að sitja kyrrir á köflum," segir tónlistarmaðurinn Jón Ólafsson sem stýrir heiðurstónleikum fyrir rokkhljómsveitina ELO í apríl. Electric Light Orchestra, eða ELO, er bresk hljómsveit sem spilar sinfónískt rokk og var feikivinsæl um allan heim frá 1971 og langt fram undir níunda áratuginn. Sveitin gaf út ellefu plötur á þeim tíma, þá tólftu árið 2001, og hefur í dag selt yfir 50 milljónir platna um allan heim. „Ég hlustaði mikið á ELO sjálfur sem unglingur. Ég fékk plötuna A New World Record í fermingargjöf og spilaði hana sundur og saman. Næstu árin keypti ég mér svo allar plötur sveitarinnar og hafði alltaf lúmskt gaman af þessum grípandi lögum Jeffs Lynne," segir Jón. Lynne stjórnaði meðal annars upptökum hjá Bítlunum og Traveling Wilburys. Lynne var annar stofnandi ELO og hefur verið mikill áhrifavaldur í tónlistarheiminum. Blaðið The Washington Times setti hann til að mynda í fjórða sæti yfir áhrifamestu upptökustjóra allra tíma. ELO átti fjöldamarga smelli á meðan hún starfaði og átti sveitin til að mynda 27 lög á topp 40 listum í Bretlandi og Bandaríkjunum á árunum 1972 til 1986. Meðal þekktustu laga hljómsveitarinnar má nefna Evil Woman og Telephone Line og segir Jón það vera algjört lúxusvandamál að velja lög til að taka á tónleikunum. „Mér er nokkur vandi þar á höndum því það eru svo mörg góð lög. Öll vinsælustu lögin þeirra verða vitaskuld á prógramminu en auk þess leyfum við óvæntum gimsteinum að fljóta með," segir hann. Fjórtán manns munu reyna að fylla í fótspor Jeffs Lynne og félaga á sviði Eldborgarsals Hörpu þann 13. apríl næstkomandi undir stjórn Jóns. Það þýddi ekkert minna en stórskotalið rokkara og um sönginn sjá engir aðrir en Eiríkur Hauksson, Eyþór Ingi Gunnlaugsson, Jóhann Helgason, Magni Ásgeirsson og Pétur Örn Guðmundsson. „Það kom mér skemmtilega á óvart þegar ég hafði samband við Eirík að hann er gríðarlega mikill ELO-aðdáandi sjálfur. Hinir virtust svo vera vel með á nótunum líka. Mörg lögin liggja mjög hátt fyrir söngvara og það er ekki síst þess vegna sem þessir frábæru menn urðu fyrir valinu," segir Jón.
Tónlist Mest lesið Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Blautir búkar og pylsupartí Menning Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Lífið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið Fleiri fréttir Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Sjá meira
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp