Gefa sjálfir út plötuna erlendis 9. febrúar 2013 11:00 Hljómsveitin gefur sjálf út plötuna sína úti í heimi. Mynd/Magnús Andersen Þriðja hljómplata Retro Stefson, sem er samnefnd hljómsveitinni, kemur út í Evrópu og Bandaríkjunum í mars á vegum Les Frères Stefson, sem er útgáfufélag Retro Stefson. Hún kemur út í samstarfi við breska fyrirtækið Republic of Music sem annast framleiðslu, dreifingu og markaðssetningu. Risinn Universal í Þýskalandi, nánar tiltekið Vertigo, mun því ekki gefa plötuna út. Samningur var gerður um plötuna Kimbabwe og var hann ekki endurnýjaður. Í kjölfar útgáfunnar heldur Retro Stefson í tveggja mánaða tónleikaferð um Evrópu til að fylgja henni eftir. Fyrstu tónleikarnir verða í Kennedy Center í Washington og eftir það er förinni heitið til Evrópu. Fyrst spilar hljómsveitin á bransahátíðinni by:Larm í Noregi 13. og 14. febrúar og daginn eftir á Sónar-hátíðinni í Reykjavík. Í maí er förinni heitið til Austur-Evrópu og síðan á fjölmargar tónlistarhátíðir í Evrópu. Retro Stefson var tilnefnd til sex verðlauna á Íslensku tónlistarverðlaunum fyrir nýjustu plötu sína, auk þess að vera tilnefnd til Norrænu tónlistarverðlaunanna. - fb Sónar Tónlist Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Þriðja hljómplata Retro Stefson, sem er samnefnd hljómsveitinni, kemur út í Evrópu og Bandaríkjunum í mars á vegum Les Frères Stefson, sem er útgáfufélag Retro Stefson. Hún kemur út í samstarfi við breska fyrirtækið Republic of Music sem annast framleiðslu, dreifingu og markaðssetningu. Risinn Universal í Þýskalandi, nánar tiltekið Vertigo, mun því ekki gefa plötuna út. Samningur var gerður um plötuna Kimbabwe og var hann ekki endurnýjaður. Í kjölfar útgáfunnar heldur Retro Stefson í tveggja mánaða tónleikaferð um Evrópu til að fylgja henni eftir. Fyrstu tónleikarnir verða í Kennedy Center í Washington og eftir það er förinni heitið til Evrópu. Fyrst spilar hljómsveitin á bransahátíðinni by:Larm í Noregi 13. og 14. febrúar og daginn eftir á Sónar-hátíðinni í Reykjavík. Í maí er förinni heitið til Austur-Evrópu og síðan á fjölmargar tónlistarhátíðir í Evrópu. Retro Stefson var tilnefnd til sex verðlauna á Íslensku tónlistarverðlaunum fyrir nýjustu plötu sína, auk þess að vera tilnefnd til Norrænu tónlistarverðlaunanna. - fb
Sónar Tónlist Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira