Syngur um framhjáhaldara 26. janúar 2013 07:00 Disney-myndirnar viku Á meðan aðrar ungar stúlkur sátu og horfðu á Disney-teiknimyndir horfði Unnur á upptökur af Eurovision. Hún hefur alltaf verið mikill aðdáandi keppninnar og dreymt um að fá að taka þátt. Fréttablaðið/Valli „Textinn er ekki byggður á persónulegri reynslu þó margir haldi það kannski. Það eru jafnvel einn eða tveir strákar sem halda að þetta sé um þá en það er nú alls ekki tilfellið,“ segir söngkonan Unnur Eggertsdóttir sem gaf á dögunum út sitt fyrsta lag, Stolin augnablik. Lagið fjallar um stúlku og ómerkilegan kærasta sem heldur fram hjá henni. Unnur samdi og vann lagið í samstarfi við strákana í StopWaitGo og fékk framleiðslufyrirtækið Novus til að hjálpa sér með myndbandið, en bæði teymin samanstanda af vinum hennar úr Verzlunarskóla Íslands. Þrátt fyrir að hafa aldrei gefið út lag á eigin vegum áður hefur Unnur þó oft sungið fyrir áhorfendur, helst þá í gervi Sollu stirðu sem hún hefur leikið undanfarin þrjú ár. Í hlutverkinu hefur hún fengið tækifæri til að ferðast mikið og hafa áhrif á börn um allan heim. „Það koma til dæmis oft börn og segja Sollu að þau séu nú rosa dugleg að borða gulrætur, því ég hafi sagt þeim að gera það. Þannig hef ég tækifæri til að breyta heiminum, eitt barn í einu,“ segir hún og hlær. Það er nóg í gangi hjá Unni þessa dagana því hún tekur einnig þátt í Söngvakeppninni í fyrsta sinn á laugardaginn. Þar syngur hún lag Elízu Newman, Ég syng. „Það er algjör draumur að fá að standa á Eurovision-sviðinu. Ég hef fylgst með keppninni frá því ég var pínulítil og á meðan aðrar stelpur horfðu á Disney-teiknimyndir horfði ég á upptökur af keppninni,“ segir hún spennt.- trs Tónlist Mest lesið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Blautir búkar og pylsupartí Menning Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Lífið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lífið Fleiri fréttir Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
„Textinn er ekki byggður á persónulegri reynslu þó margir haldi það kannski. Það eru jafnvel einn eða tveir strákar sem halda að þetta sé um þá en það er nú alls ekki tilfellið,“ segir söngkonan Unnur Eggertsdóttir sem gaf á dögunum út sitt fyrsta lag, Stolin augnablik. Lagið fjallar um stúlku og ómerkilegan kærasta sem heldur fram hjá henni. Unnur samdi og vann lagið í samstarfi við strákana í StopWaitGo og fékk framleiðslufyrirtækið Novus til að hjálpa sér með myndbandið, en bæði teymin samanstanda af vinum hennar úr Verzlunarskóla Íslands. Þrátt fyrir að hafa aldrei gefið út lag á eigin vegum áður hefur Unnur þó oft sungið fyrir áhorfendur, helst þá í gervi Sollu stirðu sem hún hefur leikið undanfarin þrjú ár. Í hlutverkinu hefur hún fengið tækifæri til að ferðast mikið og hafa áhrif á börn um allan heim. „Það koma til dæmis oft börn og segja Sollu að þau séu nú rosa dugleg að borða gulrætur, því ég hafi sagt þeim að gera það. Þannig hef ég tækifæri til að breyta heiminum, eitt barn í einu,“ segir hún og hlær. Það er nóg í gangi hjá Unni þessa dagana því hún tekur einnig þátt í Söngvakeppninni í fyrsta sinn á laugardaginn. Þar syngur hún lag Elízu Newman, Ég syng. „Það er algjör draumur að fá að standa á Eurovision-sviðinu. Ég hef fylgst með keppninni frá því ég var pínulítil og á meðan aðrar stelpur horfðu á Disney-teiknimyndir horfði ég á upptökur af keppninni,“ segir hún spennt.- trs
Tónlist Mest lesið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Blautir búkar og pylsupartí Menning Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Lífið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lífið Fleiri fréttir Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp